Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1976, Page 24

Samvinnan - 01.08.1976, Page 24
Samvinnuverslun tryggir sannvirði Kaupfélagið Fram, Neskaupstaft. VIÐSKIPTA- MENN! Munið, að með þvi að versla við kaupfélagið tryggið þér best yðar eigin hag. Kappkostum að veita sem besta þjónustu að koma og að hann hafði alls ekki á nokkurn hátt átt frum- kvæði að þessu og vissi ekkert um það, fyrr en Vilhjálmur bað hann að koma vestur að beiðni Shalers deildarforseta, þá hlaut þessi afstaða stúdent- anna að koma honum gersam- lega á óvart. Hann hefur að sjálfsögðu sökkt sér niður í taflmennsku þann stutta tíma, sem hann hafði fyrir ferðina. Vonbrigðin hafa þvi hlotið að vera mikil, og ekki er ólíklegt að hann hafi orðið var við, að þeir sem hann átti að starfa með og tefla við, voru honum beinlinis andsnúnir. Fyrir við- kvæman og skapmikinn mann — eins og Björn — gat þetta vissulega haft þau áhrif, að hann kærði sig ekki um fyrir sitt leyti að hafa neitt saman við þá að sælda. Það er og mjög líklegt að óyndi og leiði hafi sótt á hann undir þess- um kringumstæðum. Það lítur út fyrir, að hann hafi ekki teflt eina einustu skák þann tíma sem hann var í Harvard- háskóla. Vilhjálmur viður- kenndi, að Björn væri sá aðili í þessu ævintýri, sem hefði fulla ástæðu til að verða reiður. En Björn reiðist ekki á venjulegan hátt, enda var ekki svo hægt um vik fyrir hann að láta reiði sína bitna á Shaler og Vilhjálmi, því að þeim hafði gengið gott eitt til. Sú innri spenna, sem hann hefur verið í, eykst og breytist sennilega í fulla andúð á öllu, sem þarna hafði verið fyrirhugað, — og við lestur á kenningum sál- fræðinga um það að geðveiki sé alltíð meðal skákmanna, þá magnast sú tilfinning i ómót- stæðilega hugsun um það, að hann sé að verða vitskertur. Mér virðist viðskilnaður Björns við Harvard og mennina þar sýna bezt, hversu þungt hon- um hefur verið í skapi. Hann hverfur á brott, án þess að láta nokkurn vita; kveður eng- an og lætur engan þar frá sér heyra og virðist algerlega úti- loka þá úr lifi sínu eftir það — vill ekki á þá minnast, né ræða um skák upp frá því. Loks er svo lýsing Vilhjálms á því, þegar Björn teflir við Frank Marshall, skákmeistara Bandaríkjanna. Hrein tilviljun ræður einnig hér, að Björn sýnir leikni sína sem skák- maður. Kunningi Björns á frumkvæði að því, að þeir fari og horfi á skákkeppnina, og þá vill svo til að einn keppenda vantar til leiks. Kunningjar Björns, sem þarna voru við- staddir, drógu hann bókstaf- lega að stólnum og settu hann þar. Ég hef ekki rannsakað, hversu langt var liðið frá því Björn hvarf frá Harvard og þar til þessi keppni fór fram, en bersýnilega hefur honum ekki tekist að gleyma skáklistinni að fullu, þótt hann hafi reynt allt hvað hann gat til þess. Saga Vilhjálms um skák- leikni Björns er ævintýri lík- ust. Vilhjálmur viðurkennir sjálfur, að þetta ævintýri hafi tvisvar haft úrslitaáhrif á lífs- feril sinn. í fyrra skiptið, er áhrif Shalers deildarforseta urðu til þess að ferð hans til íslands 1905 var ráðin, og í annað sinn er áhrif Mavors prófessors við háskólann í Toronto urðu til þess að beina áhuga Vilhjálms að Norður- heimskautssvæðunum í stað Afríku, eins og hann virðist hafa hugsað sér áður, en rann- sókn hans á Norðurheim- skautssvæðunum varð einmitt hið frækilega ævistarf hans eins og kunnugt er. Um áhrif þessa ævintýris á ævi Björns er erfitt að segja. Vitað er, að hann hætti námi við Kaupmannahafnarháskóla, en þar hugðist hann leggja stund á málfræði að sumir telja. Að öðru leyti hljóta á- hrifin að hafa verið djúpstæð og varanleg — eins og áður er litillega vikið að. Mér hefur verið sagt, að t. d. hafi dóttir hans, leikkonan Hildur Kal- man, ekkert um þetta vitað, fyrr en endurminningar Vil- hjálms komu út, en þá var fað- ir hennar látinn. Ég vil nú minnast á það, er fyrst vakti furðu mína, þegar fyrrnefndur vinur minn orð- aði við mig, að skákævintýri Björns — eins og ég hef leyft mér að kalla það — mundi vera kveikjan að „Manntafli“ Stefan Zweigs. Hann tjáði mér, að þessi fullyrðing stafaði frá íslenzkum námsmanni, sem hefði stundað nám í Boston, en látum það liggja milli hluta og veltum þessu ögn fyrir okk- ur. Það, sem skiptir máli i frá- sögn Vilhjálms, eru þrjú atriði: 1) Lýsing hans á sjóferðinni og taflmennskunni þar, og læt ég lesendann um að bera hana saman við sögu Zweigs. 2) Frásögn Björns, að hann óttist að hann sé að missa vit- ið; hann sé kominn í skelfilegt ástand; að fræðimenn haldi þvi fram að geðveiki sé algeng meðal skákmanna og því betri sem skákmaðurinn væri, því meiri væri hættan á geðveiki, og í mestri hættu væru snill- ingarnir, sem sú bölvun lægi á, að þeim væri ómögulegt að gleyma; að nær frá bernsku myndi hann hverja skák, sem hann hefði teflt: Þessi óvið- ráöanlega spenna var að Björns hyggju að gera hann vitskertan, og eina ráðið gegn því væri að hverfa frá öllu og gera sig örþreyttan á erfiðis- vinnu og útiloka allt úr huga sér, sem minnti á skák. Ef þetta er kveikjan að lýsingu Zweigs á dvöl fangans í full- kominni einangrun í fangelsi Nazista, þá er það eitt víst, að vart er hægt að hugsa sér betra viðfangsefni til að fram- kalla andlega spennu, enda gerir Zweig það á svo meistara- legan hátt, að því verður ekki lýst. 3) Skák Björns við Frank Marshall getur á vissan hátt komið til greina, en því sleppi ég. KAUPFELAGIÐ er bundið við héraðið, svo að aldrei verður skilið þar á milli Kjörorðið er: Að hafa ekki af öðrum en hjálpa hver öðrum Kaupfélag Fáskrúösfirðinga 24

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.