Samvinnan - 01.04.1981, Side 12

Samvinnan - 01.04.1981, Side 12
Samvinnan ræðir við Björn Stefánsson fyrrum kaupfélagsstjóra Ferðin sem aldrei LEIÐST? Nei, mér hefur aldrei á ævinni leiðst. Ég hef nóg að gera, þótt ég sé kominn á eft- irlaun. Það er verst, hvað veðrið er alltaf vont núna. Ég hef gaman af að fást við smíðar i bílskúrnum mínum, en helst þar ekki við fyrir kulda, því að hann er ekki upphitaður. En bráð- um vorar, og þá fer ég að huga að garðinum mínum .... Ég er staddur að Kvisthaga 9 í Reykjavik — í góðu yfirlæti á heimili Björns Stefánssonar og Þórunnar Sveinsdóttur konu hans. Björn hefur starfað fyrir samvinnuhreyfinguna alla ævi. Hann var kaupfélagsstjóri á Fáskrúðsfirði hátt á annan tug ára, en vann síðan hjá Sambandinu; ferð- aðist í mörg ár um landið á þess veg- um og heimsótti kaupfélög sem áttu við örðugleika að etja og gaf góð ráð varðandi reksturinn; hafði með hönd- um útlánastarfsemi og margt fleira. Björn hefur fallist á að segja les- endum Samvinnunnar frá ýmsu, sem á daga hans hefur drifið, ekki síst ferðinni sem aldrei var farin og hvern- ig það atvikaðist, að hann stofnaði Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga — aðeins 25 ára gamall. • Halðið til Vesturheims •— Ég er fæddur í Winnepeg hinn 10. nóvember árið 1908. Foreldrar minir voru Helga Jónsdóttir og Stefán Björnsson prófastur. Faðir minn var fæddur á Kolfreyjustað 14. mars 1876, lauk stúdentsprófi í Reykjavík alda- mótaárið og embættisprófi við presta- skólann þrem árum síðar. Árið 1904 fluttu þau til Vesturheims. Það atvikaðist þannig, að móðurafi minn, Jón Jónsson, bjó i Rauðseyjum á Breiðafirði og stýrði þar stóru búi. Dag nokkurn brennur bærinn til grunna og kostar offjár að byggja hann upp á ný. Ættingjar afa míns voru flestir fluttir til Ameriku, og þeir voru sýknt og heilagt að skrifa honum og eggja hann á að bregða búi og koma vestur. Eftir brunann lætur afi undan, tekur sig upp — og fer. Hann verður fyrir þvi áfalli litlu síðar að missa konu sína, en kvænist aftur og hefur búskap í Lundar rétt hjá Winnepeg. Afi skrifar síðan mömmu bréf og vill fá hana til sín, þar sem hún sé nú eini nákomni ættingi hans, sem ekki sé enn kominn í sæluna. Þannig stóð á, að pabba gekk erfiðlega að fá brauð. Hann sótti aftur og aftur, en sú regla gilti að elsti umsækjandi fékk jafnan brauðið og pabbi var enn ungur að árum. Þáverandi biskup, Þórhallur Bjarnarson, hafði samúð með pabba í þessu basli hans, gerði hann að bisk- upsritara hjá sér og greiddi honum laun úr eigin vasa. Þetta starf var þó aðeins til bráðabirgða í einn vetur, en að honum liðnum höfðu foreldrar mínir önglað saman fyrir fargjaldi til Ameriku. Þau höfðu ekki í hyggju að setjast að vestra, því að pabbi unni föðurlandinu heitt. Þó fór svo, að þau bjuggu i Winnepeg í ellefu ár. Faðir minn fékk ekki tækifæri til að fást við prestskap fyrir vestan. Hann lærði steinsmíði og vann við hana i rúmt ár. Þá varð hann ritstjóri Lög- Þá fyg'ldi vald orðum mínum, en ekki núna, Björn minn — sagði Jónas frá Hriflu. var farin bergs, sem oft var kallað „stærsta islenska blað í heimi“, því að það var mun veglegra en blöðin hér heima. Á undan honum höfðu gegnt því starfi Einar Hjörleifsson Kvaran, Jón Ólafs- son, Sigtryggur Jónsson og Magnús Paulson. Árið 1914 fréttir pabbi, að Kolfrejpu- staðurinn sé laus, en þar var hann fæddur og þar hafði móðurafi hans, séra Stefán Jónsson, verið prestur. Hann sækir um brauðið og leggur af stað heim. En hann er sjö vikur að velkjast í hafi á leiðinni, og þegar til íslands kemur er búið að veita presta- kallið öðrum. Hann er því enn brauðlaus og verð- ur að snúa sér að öðrum störfum; stofnar meðal annars unglingaskóla og var fríkirkjuprestur áFáskrúðsfirði. En þá deyr séra Árni frá Skútustöð- um, prestur á Hólmum, og biskup sá sér leik á borði og lætur pabba þjóna þar, uns prestakallinu er slegið upp. Pabbi sækir um, fær brauðið og verður prestur á Hólmum. Þar er ég svo alinn upp. • Utanferff og afdrifaríkt kaffiboff — Og síðan ferðu suður til Reykja- víkur til náms. — Nei, ég var fyrst við nám i Gagn- fræðaskóla Akureyrar og vann þar- næst i banka á Eskifirði. í starfi mínu þar fann ég til þess, að mig skorti frekari menntun og ákvað þvi að fara til Reykjavíkur og setjast í Verslunar- skólann. Þegar ég kem suður, er Verslunar- skólinn orðinn fullsetinn, svo að ég skelli mér i Samvinnuskólann í stað- inn. Ég var í Samvinnuskólanum tvo vetur og útskrifaðist þaðan vorið 1933. Skólastjóri var að sjálfsögðu Jónas frá Hriflu, og hann fékk töluvert dálæti á mér; skipulagði meira að segja framtíð mína að námi loknu: 10

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.