Samvinnan - 01.04.1981, Page 14

Samvinnan - 01.04.1981, Page 14
Ferðin sem aldrei var farin Þegar fundurinn á að hefjast, kemur í ljós, að ekki eru mættir nema 17 menn, en stofnendur þurftu að vera 21 minnst. Ég geng þá sjálfur i fé- lagið sem átjándi maður. og á elleftu stundu kemur Stefán Þorsteinsson, sem var kvæntur föðursystur minni, — eins og sending af himnum ofan. Þá vantaði enn tvo stofnendur, en Stefán tilnefndi tvo syni sina — og þar með var talan komin. Síðan var Kaupfélag Fáskrúðsfirð- inga löglega stofnað og fyrsta stjórn þess kosin og var Þórarinn Víkingur formaður hennar. • Söguleg lánveiting Jæja, þegar þetta var allt afstaðið, þurfti að snúa sér að næsta máli á dagskrá: Að kaupa eignir Samein- uðu íslensku verslanannna á Fá- skrúðsfirði. Þetta var gömul selstöðu- verslun, með hafskipabryggju, versl- unarhúsum, pakkhúsi, íbúðarhúsi, fiskreitum og öllu tilheyrandi. Og verðið var 13.500 krónur. Það var ekki ýkja mikið fé í sjálfu sér, en stofn- endur kaupfélagsins voru ekki fjáðir menn, svo að við þurftum að útvega okkur lán. Ég hélt fyrst á fund bankastjórans á Eskifirði, en fór bónleiður til búðar. Ekki tjóaði samt að gefast upp við svo búið, en nú varð ég að hafa hrað- an á, því að kaupmenn voru búnir að stofna með sér félag og ætluðu að kaupa eignirnar — til þess að kaup- félagið fengi þær ekki. Við Þórarinn Víkingur fórum í snatri suður til Reykj avikur, dvöldumst þar í tíu daga, gengum á milli bankastjór- anna, en allt kom fyrir ekki. Enginn hafði trú á þessu nýstofnaða kaup- félagi okkar. Mestar vonir batt ég við Landsbank- ann, þvi að Þórarinn og Kaaber banka- stjóri voru svilar. En hann brást líka. „Þið hafið ekkert að gera með þess- ar eignir,“ sagði Kaaber. „Við eigum hvort sem er allar fasteignir á Aust- fjörðum.“ „Jæja, ekki þó þessar eignir," sagði ég og revndi að bregða á glens, „er þá ekki best að hjálpa kaupfélaginu til að komast yfir þær og Landsbankinn fái veð í þeim, svo að hægt sé að segja með sanni, að hann eigi allar fasteignir á Austfjörðum!" En Kaaber kunni ekki að taka þessu gamni. Næst lá leið okkar upp i Sambands- hús við Sölvhólsgötu, og ræddum við þar við Sigurð Kristinsson forstjóra og Jón Árnason. Þeir tóku okkur ágæt- lega, mikil ósköp, en voru fullir var- kárni og sögðu að kaupfélagið yrði að byggja sjálft sinar eigin herbúðir. Hins vegar lofuðu þeir að útvega okk- ur vörur til að selja þegar þar að kæmi. Að lokum hugkvæmdist mér að leita til Eysteins Jónssonar, sem þá var orðinn skattstjóri i Reykjavík aðeins 27 ára gamall. Ég þekkti hann lítils háttar; hafði kynnst honum fyrir austan, þegar hann var aðstoðarmað- ur Sveins í Firði. Eysteinn fer í Útvegsbanka íslands og ræðir við bankastjórana þar, Jón Ólafsson og Jón Baldvinsson. Ekki fær hann nú lán i það skiptið, en ekki neitun heldur, svo að hann ráðleggur mér að ganga einn á fund bankastjór- anna og gera úrslitatilraun. Ég geng á fund Jóns Baldvinssonar, og það berst i tal góðu heilli, að Sveinn Guðmundsson, sem síðar varð kaup- félagsstjóri á Akranesi, sé náinn sam- verkamaður minn og einn af stofnend- um félagsins. Sveinn var framarlega í verkalýðsfélaginu og varð síðar for- maður þess. Hann var afar vel látinr. maður og ég segi Jóni Baldvinssyni, að þessi vinsæli flokksbróðir hans verði liklega með fyrstu starfsmönnum kaupfélagsins. Ég finn strax, að þetta fellur í góðan jarðveg hjá bankastjóranum, enda segir hann að lokum: „Ja, ég skal ekki setja fótinn fyrir þetta. Ég get reyndar engu lofað, en ef þú færð Jón Ólafsson til að sam- þykkja lánið, þá skal ég greiða því at- kvæði líka.“ Ég fer til Eysteins og segi honum þetta, og hann ræðir aftur við Jón Ól- afsson. Og svo fer að lokum, að við fáum 14.000 króna lán. Mér létti stórum við þessi málalok. Nú þóttist ég vera laus allra mála. Það var búið að stofna kaupfélag og út- vega lán til að kaupa eignir Samein- uðu íslensku verslananna. Ég þóttist þvi geta haldið mínu striki og farið til útlanda — með góðri samvisku. • Allt fer í bál og brand Forsjónin hafði hins vegar allt ann- að i huga. Þegar boðað er til fundar í hinu ný- stofnaða kaupfélagi, snúast málin heldur en ekki mér i óhag, og allt fer í bál og brand. Fundarmenn taka að rifja það upp, að fyrir nokkrum árum hafi verið gerð tilraun til að stofna kaupfélag, en það hafi farið beint á hausinn; kaupmennirnir hafi kæft það í fæðingunni. Þá hafi líka verið um að ræða ungan strák úr Sam- vinnuskólanum. „Og nú ætlar þú að stinga af frá öllu saman,“ sögðu þeir við mig. „Auðvitað hefurðu sjálfur enga trú á að þetta geti gengið, og ætlar að forða þér í tíma, en skilja okkur eftir i allri skuldasúpunni.“ Ég svitnaði. Þetta var ljóta uppákoman. Karlarnir voru orðnir bálreiðir. Um kvöldið hélt stjórnin fund og Upphafið aö bréfinu, sem Jónas frá Hriflu skrifaði Birni árið 1934. 12

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.