Samvinnan - 01.04.1981, Side 19

Samvinnan - 01.04.1981, Side 19
Þing Alþjóðasam- vinnusambandsins 1980 var haldið í Moskvu dagana 13.— 16. október síðastl. en þar vakti skýrsla dr. Laidlaws um sam- vinnufélögin árið 2000 mikla athygli. XXVII HDHrPECC MKA XXVII ICA CDNCRESS XXVIICONCRESDELACI XXVIIICB-HDNCRESS XXVIIC0NCRES0 DE EA ACI m m § * M mk ■ Wl . ■ 1111« •c mr: Jífj’ .loia* Lrl g§Qi!ttÍk Vssfmm |Jgf - -c-'-i— ** í i arinnar, þá ættum við líka að gera okkur góða grein fyrir þvi að meiri- hluti mannkynsins hefur aldrei þekkt annað en krepþu, hungur og skort. Þegar við tölum um heimskreppu í efnahagsmálum, þá erum við í raun og veru að segja að betur stæða fólkið og riku þjóðirnar séu nú rétt aðeins að fá forsmekkinn af því sem er eðlilegt og daglegt líf fyrir fátæklinga heims- ins. Það er líka að því gætandi að með- an núverandi efnahagserfiðleikar hafa i för með sér verulega kjaraskerðingu og samdrátt i lífskjörum fyrir milj- ónir manna í iðnvæddu löndunum, þá valda þeir á sama tíma enn frekari rýrnun á kjörum manna annars staðar sem rétt náðu fyrr að framfleyta líf- inu í sárustu fátækt. Og þrátt fyrir þetta má gera ráð fyrir, að ef núna skylli á kreppa i líkingu við kreppuna miklu i október 1929, þá myndi hún í raun og sannleika varla hafa nokkur umtalsverð áhrif á auð og lifsvenjur hinna ríku i heiminum i dag. Hið uggvænlega við framtiðarhorf- urnar núna virðist fyrst og fremst vera fólgið i þvi að orsakirnar liggi svo djúpt og séu svo inngrónar i þjóðfé- lagið að fyrirmyndir og úrlausnir for- tíðarinnar gildi ekki lengur. Fyrir rúmum tuttugu árum gat Bandarikja- forseti bætt úr efnahagssamdrætti með þvi einu að hvetja alla, sem efni hefðu á, til að kaupa sér viðbótarbíl og örva þannig framleiðsluna. En slikt ráð hljómar aðeins ankannalega nú á dögum, og það sýnir að ráð til lausnar á vanda, sem hægt var að leggja til í fullri einlægni og trúlega af skynsemi á sjötta áratugnum, dugar einfaldlega ekki í dag vegna þess að það er annað og meira en hraði viðskiptalifsins sem hefur hægt á sér. Staðreyndin er sú að allt hið kapitalíska efnahagskerfi á í miklum erfiðleikum hvarvetna í heiminum. Þetta kerfi hefur einfald- lega ekki gengið eins vel og ætlast var til að kapítaliskt efnahagskerfi gerði, og nú er mannkynið allt önnum kafið við það að leita sér að einhverju betra i staðinn. • Almennur samdráttur Þegar þetta er skrifað, snemma árs 1980, heldur hinn almenni samdráttur efnahagsmála áfram óheftur, og eins er með vaxandi atvinnuleysi og minnk- andi framleiðslu. Þetta lýsir sér m.a. í upplausn i borgum, vaxandi skuldum einstaklinga og þjóða, aukinni verð- bólgu, mjög háum vaxtaprósentum og flótta til gulltryggingar. Aðeins nokkr- ir heimshlutar, sem eru auðugir af náttúruauðlindum, einkum orkulind- um, hafa sloppið við samdráttinn en eru þó ekki með öllu lausir við ein- kenni hans. Jafnframt þessu eru rikis- stjórnir sem óðast að leita að fleiri sparnaðarleiðum, og fyrst til að verða fyrir barðinu á slíkum aðgerðum eru ýmis félagsleg svið, svo sem íbúða- byggingar, skólar, heilbrigðisþjónusta og alþjóðleg hjálparstarfsemi, jafnvel þó að fjárveitingar til varnarmála og vopnabúnaðar séu á sama tíma hækk- aðar. Ef á heildina er litið þá eru horf- urnar fyrir niunda áratuginn allt ann- að en glæstar. Það má vel vera að heimurinn standi nú frammi fyrir versta samdráttartímabili sem hann hefur upplifað i fimmtíu ár. Ef litið er til baka til síðasta áratug- ar þá er stóra spurningin í hugum manna þessi: Hvað fór úrskeiðis? Hvers vegna breyttist efnahagsástand- ið frá sjöunda áratugnum svona hrikalega? Ef til vill vilja ýmsir rekja þetta til athafna OPEC-rikjanna. OPEC-aðgerðirnar verður þó fremur að skoða sem aíleiðingu heldur en sem orsök, jafnvel þó að verðhækkunin á olíu úr tveimur upp i þrjátíu dollara 17

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.