Samvinnan - 01.04.1981, Síða 22
Frá aðalfundi Samvinnubankans
Innlánsaukning 68.5% á síðasta ári
AÐALFUNDUR Sam-
vinnubankans var
haldinn að Hótel
Sögu laugardaginn 14. marz
sl. Fundarstjóri var kjörinn
Eysteinn Jónsson fyrrv. ráð-
herra, en fundarritari Mar-
geir Daníelsson hagfræðing-
ur. Formaður bankaráðs,
Erlendur Einarsson, for-
stjóri, flutti ítarlega skýrslu
um starfsemi bankans á sl.
ári. Rakti hann fyrst í stuttu
máli þróun efnahags- og
peningamála á árinu 1980.
Eins og svo oft áður ein-
kenndist efnahagsþróunin
af umróti og óvissu á flest-
um sviðum atvinnulífsins,
auk þess sem ytri aðstæður
voru þjóðarbúinu óhagstæð-
ar. Þrátt fyrir þessar að-
stæður er talið, að þjóðar-
framleiðslan hafi vaxið
nokkuð að raungildi á árinu
og má það fyrst og fremst
rekja til mikillar fram-
leiðsluaukningar í sjávarút-
vegi.
Formaður taldi að þróun
peningamála hjá innláns-
stofnunum hefði á heildina
litið verið nokkuð hagstæð.
Innlánsaukning hefði hlut-
fallslega aldrei verið hærri
og rekstrarafkoman aldrei
betri. Hins vegar jukust út-
lán meira en að var stefnt,
sem afleiðing af hinum öru
verðlagshækkunum á árinu.
Niðurstaðan varð samt sú,
að lausafjárstaða innláns-
stofnana gagnvart Seðla-
banka batnaði um 15,4 milj-
arða kr. frá upphafi til loka
árs.
Þá gerði formaður að um-
talsefni framkvæmd láns-
kjarastefnunnar á liðnu ári
og kvað orðið brýnt að koma
á samræmdum vaxtakjörum
í stað þess þrefalda kerfis
vísitölubindingar, vaxta-
aukakjara og hefðbundinna
kjara, sem nú væru við lýði.
Einnig yrðu yfirvöld að gera
sér ljóst, að atvinnuvegirnir
væru að sligast undir sifellt
þyngri vaxtabyrði.
Erlendur gerði svo grein
fyrir öðrum ráðstöfunum,
sem Seðlabankinn beitti til
að draga úr peningaþenslu
á árinu.
Þessu næst vék Erlendur
að starfsemi Samvinnu-
bankans. Árið 1980, sem var
18. starfsár bankans ein-
kenndist af mikilli grósku í
öllum viðskiptum. Innláns-
aukningin var góð og rekstr-
arafkoman hefur aldrei ver-
ið hagstæðari. Heildarveltan
óx um 68,4% og fjárfesting-
ar og framkvæmdir á vegum
bankans voru allnokkrar.
Á árinu var lokið fram-
kvæmdum við viðbótarbygg-
ingu fyrir útibúið á Patreks-
firði. Þá var innréttað nýtt
og stærra húsnæði fyrir úti-
búið að Suðurlandsbraut 18,
sem er i húsi Oliufélags-
ins hf.
• Verötryggð sparivelta
Eins og kunnugt er hefur
bankinn undanfarin tvö ár
boðið upp á nýtt jafn-
greiðslulánakerfi, svokall-
aða Spariveltu. Til að koma
til móts við þarfir viðskipta-
vina bankans hefur verið
ákveðið að auka fjölbreytn-
ina í vali sparnaðar og lán-
tökuleiða innan Sparivelt-
unnar. Gafst fólki frá og
með 13. mars sl. kostur á að
gerast þátttakandi i verð-
tryggðri Spariveltu. Þetta
þýðir að mánaðarlegur
sparnaður verðtryggist og
að bankinn skuldbindur sig
til að lána sömu upphæð og
spöruð hefur verið að við-
bættum vöxtum og verð-
bótum. Lánskjör verða á
Tækninni fleygir
fram við afgreiðslu
í bönkum sem ann-
ars staðar, og þar
hafa tölvurnar haft
sitt að segja.
Úr nýjasta útibúi
Samvinnubankans í
Reykjavík, að Suð-
urlandsbraut 18.
Ki r ifflrgtf1
20