Samvinnan - 01.04.1981, Page 26

Samvinnan - 01.04.1981, Page 26
Drög aö stefnuskrá fyrir sam- vinnuhreyfinguna voru kynnt á svæðafundinum, en þau eru nú lesin og rædd um land allt. Svæðafundur á Suðurlandi Svæðafundir eru nýjung í starfsemi samvinnuhreyfingarinnar til að bæta lýðræðið innan hennar og auka tengslin við félagsmenn. Þessi nýjung hefur þegar sannað ágæti sitt. Fyrsti fundurinn var haldinn í Borgarnesi í fyrra, en sá annar í röðinni á Hvolsvelli laugardaginn 21. mars sl. Mikið fjölmenni var á fundinum, og voru þar mættir fulltrúar kaupfélaganna í Skaftafellssýslu, Rangárvallasýslu, Árnessýslu og Vestmannaeyjum. Auk þeirra sátu fundinn Erlendur Einarsson forstjóri Sam- bandsins, en hann ílutti framsöguerindi um viðfangsefni Sambandsins og Valur Arnþórsson stjórnarformaður Sambandsins, sem flutti erindi um stefnuskrá sam- vinnuhreyfingarinnar. Tvö önnur erindi voru flutt á fundinum: Oddur Sigur- bergsson ræddi um samvinnu kaupfélaganna á Suðurlandi og tengsl við Samband- ið og Einar Þorsteinsson ráðunautur flutti erindi, sem nefndist „Tengsl félags- manna við kaupfélögin“. 4 Matthías Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skaftfellinga í Vík í Mýrdal, og Jón Ilelgason, þingmaður í Suðurlandskjör- dæmi og forseti Sameinaðs þings. (Myndir: Kristján Pétur). Oddur Sigurbergsson, _ kaupfé- lagsstjóri Kaupfélags Árnesinga á Selfossi, í ræðustóli. Til vinstri eru Erlendur og Valur Amþórs- son. 24

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.