Samvinnan - 01.04.1981, Side 28

Samvinnan - 01.04.1981, Side 28
Maður á röngum stað Smásaga eftir Kurt Vonne- gut jr. Þýðandi: Gísli Ragnarsson „Hæ, Joe! Faðir þinn er í bænum Ertu búinn að hitta hann?“ r TTATÍU OG EIN ntii sál var lokuð inni ^ *■ á munaðarleysingja- hæli sem kaþólskar nunnur ráku í veiðivarðarhúsi á stórri jörð við Rín. Þetta var nálægt þýska þorpinu Karlswald, á hernámssvæði Bandaríkjamanna. Hefðu börnin ekki verið höfð þarna, ekki veitt sú hlýja og matur og föt sem hægt var að betla handa þeim, hefðu þau getað rekið á heims- enda, leitandi að foreldrum sem fyrir löngu voru hætt að leita að þeim. Síðdegis dag hvern, þegar veður var milt, létu nunn- urnar börnin ganga í tvö- faldri röð gegnum skóginn, inn í þorpið og til baka, til að fá frískt loft. Þorpssmið- urinn, gamall maður sem gefinn var fyrir þankafullar hvíldir milli verka, kom allt- af útúr verkstæðinu til að horfa á iðandi, masandi, gáskafulla og tötralega skrúðgönguna. Hann íhug- aði, ásamt slæpingjum sem hændust að verkstæðinu hans, hverra þjóða foreldr- ar barnanna væru. „Sjáðu litlu frönsku stúlk- una,“ sagði hann einn dag- inn. „Líttu á glampann í augunum." „Og sjáðu hvernig þessi litli Pólverji sveiflar hand- leggjunum. Þeir hafa yndi af að marséra, Pólverjarn- ir,“ sagði ungur vélamaður. „Pólverji? Hvar sérð þú Pólverja?“ sagði smiðurinn. „Þarna — þessi granni, snyrtilegi sem er fremstur," sagði smiðurinn. „Og hvaða Pólverji hefur svona hör- gult hár? Hann er Þjóð- verji.“ Vélamaðurinn yppti öxl- um. „Þau eru hvort sem er öll Þjóðverjar núna, svo að hvaða máli skiptir það?“ sagði hann. „Hver getur sannað hverjir foreldrar þeirra voru? Ef þú hefðir barist í Póllandi vissir þú að Pólverji er mjög venjuleg manngerð.“ „Sjáðu — sjáðu hver kem- ur núna,“ sagði smiðurinn brosandi. „Þótt þú sért allt- af ósammála, verður þú að viðurkenna að ég hef rétt fyrir mér um hann. Þarna höfum við Ameríkana." — Hann kallaði til barnsins. „Joe — hvenær ætlarðu að vinna aftur titilinn?“ „Joe,“ kallaði vélamaður- inn. „Hvernig liður Svörtu sleggjunni i dag?“ Aftast i göngunni leit ein- manalegur, bláeygur, dökk- ur drengur við og brosti vandræðalega til þeirra sem kölluðu til hans á hverjum degi. Hann var sex ára. Hann kinkaði kurteislega kolli og muldraði kveðjur á þýsku, eina málinu sem hann kunni. Nunnurnar höfðu valið honum nafnið Karl Heinz. En smiðurinn hafði gefið honum grípandi nafn. Nafn eina litaða mannsins sem nokkru sinni hafði haft á- hrif á þorpsbúana, fyrrver- andi heimsmeistara í þunga- vikt, Joe Louis. „Joe,“ kallaði smiðurinn. „Hresstu þig upp. Lofaðu okkur að sjá hvítu tennurn- ar skína, Joe.“ Joe gerði feimnislega eins og honum var sagt. Smiðurinn klappaði á bak- ið á vélamanninum. „Og hann er líka Þjóðverji. Kannski er þett eina leiðin til að við eignumst annan meistara í þungavikt.“ Joe beygði fyrir horn, rek- inn úr augsýn smiðsins af nunnu sem kom á eftir göngunni. Hún og Joe eyddu miklum tíma saman, af því að Joe dróst alltaf aftur úr, sama hvar hann var settur í röðina. „Joe,“ sagði hún, „þú ert svo dreyminn. Er allt fólkið þitt svona dreymið?" „Fyrirgefðu, systir," sagði Joe. „Ég var að hugsa.“ „Dreyma.“ „Systir, er ég sonur am- erísks hermanns?' ‘ „Hver sagði þér það?“ „Peter. Peter sagði að mamma mín væri þýsk og að pabbi minn væri amer- ískur hermaður sem fór burt. Hann sagði að hún hefði skilið mig eftir hjá ykkur og svo farið burt lika.“ Það var enginn dap- urleiki í röddinni — aðeins skilningsleysi. Peter var elsti drengur- inn á munaðarleysingjahæl- inu, fjórtán ára, bitur mað- ur. Þýskur drengur sem mundi eftir foreldrum sín- um, systkinum og heimili og stríðinu og alls kyns mat sem Joe gat ekki ímyndað sér að til væri. Joe fannst Peter vera yfirnáttúrulegur, eins og maður sem hefur farið til himnaríkis og hel- vítis og til baka aftur, oft og mörgum sinnum og vissi nákvæmlega hvers vegna þau voru, hvernig þau höfðu komið þangað og hvar þau gætu hafa verið. „Þú mátt ekki hafa á- hyggjur af þessu, Joe,“ sagði nunnan. „Enginn veit hverj- ir foreldrar þínir voru. En þau hljóta að hafa verið mjög gott fólk, af því að þú ert svo góður.“ „Hvað er Ameríkani?“ sagði Joe. „Það er maður frá öðru landi.“ „Hérna nálægt?“ „Það eru nokkrir hérna nálægt, en þeir eiga heima langt, langt í burtu ■—• hin- um megin við mikið vatn.“ „Eins og fljótið?" „Meira vatn en það, Joe. Meira vatn en þú hefur nokkurn tíma séð. Það er ekki einu sinni hægt að sjá yfir það. Þú gætir farið í bát og haldið áfram dögum saman án þess að komast yfir það. Ég skal einhvern tíma sýna þér kort. En ekki taka neitt mark á Peter, Joe. Hann skáldar. Hann veit í rauninni ekkert um þig. Jæja, flýttu þér nú.“ Joe flýtti sér og náði end- anum á röðinni, þar sem hann gekk ákveðið og hvat- lega i nokkrar mínútur. En þá byrjaði hann að slóra aftur, meðan hann elti 26

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.