Samvinnan - 01.04.1981, Blaðsíða 29

Samvinnan - 01.04.1981, Blaðsíða 29
draugaleg orð í litla hugan- um sínum: ... hermaður ... þýskur .... amerískur .... fólkið þitt .... meistari .... Svarta sleggjan .... meira vatn en þú hefur nokkurn tíma séð. „Systir,“ sagði Joe, „eru Ameríkanar eins og ég? Eru þeir brúnir?“ „Sumir og sumir ekki, Joe.“ „Eru margir eins og ég?“ „Já. Margt fólk.“ „Hvers vegna hef ég aldrei séð þá?“ „Enginn þeirra hefur kom- ið til þorpsins. Þeir eru út af íyrir sig.“ „Ég vil fara þangað.“ „Líður þér ekki vel hérna, Joe?“ „Jú, en Peter segir að ég eigi ekki heima liér, að ég sé ekki Þjóðverji og geti aldrei orðið það.“ „Peter. Hlustaðu ekki á hann.“ „Hvers vegna brosir fólk þegar það sér mig og reynir að láta mig syngja og tala og svo hlær það þegar ég geri það?“ „Joe, Joe. Sjáðu, fljótt,“ sagði nunnan. „Sérðu — þarna uppi í trénu. Sérðu litla spörfuglinn með þrot- inn fótinn. Æ, vesalings hugrakka skinnið — hann bjargar sér bara vel ennþá. Sérðu hann, Joe? Hopp, hopp, hippity-hopp.“ EINN heitan sumardag, þegar hópurinn gekk framhjá smiðaverk- stæðinu kom smiðurinn út til þess að kalla eitthvað nýtt til Joes, dálítið sem gerði hann æstan og hrædd- an. „Joe. Hæ, Joe. Faðir þinn er í bænum. Ertu búinn að hitta hann?“ „Nei, herra — nei, ég er ekki búinn að því,“ sagði Joe. „Hvar er hann?“ „Hann er að stríða þér,“ sagði nunnan hvasst. „Þú sérð hvort ég er að stríða þér, Joe,“ sagði smið- urinn. „Hafðu þara augun opin þegar þú ferð framhjá skólanum. Þú verður að horfa vel, upp brekkuna og inn í skóginn. Sannaðu til, Joe.“ „Hvar skyldi litli vinurinn okkar halda sig í dag,“ sagði nunnan glaðlega. „Ham- ingjan góða, ég vona að fót- urinn hans sé að skána, Hann lýsti með vasaljósi framan í Joe: ,Jía hérna, dreng- ur! Hvaðan Kem- ur þú?“ 27

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.