Samvinnan - 01.04.1981, Blaðsíða 31
Kona
Pílatusar
Eitt sumarkvöld var sigurganga í Róm.
Þá sá ég, hvar þeir leiddu bandingjana.
Þeir voru í hlekkjum, höfðu fengið dóm.
Og heimilt var að kvelja þá til bana.
(Matth. 27-29: En er hann sat á dómarastólnum, sendi kona hans
til hans og lét segja: Eig þú ekkert við þennan réttláta mann, því
að margt hef ég þolað í dag hans vegna í draumi).
Ég man þá sól, þann sedrusviðarlund.
Ég sat þar heilluð yzt í mannþrönginni.
Var loksins komin lífsins sigurstund
og Ijómi af nýjum degi í veröldinni?
Ég grét það kvöld og gleymdi himni og jörð.
Ég gleymdi öllu, nema þjáningunni.
Hvað gerir mannleg hjörtu svona hörð?
Hver hefur gott af allri stjórnvizkunni?
Hjarta mitt var heitt af Ijúfri þrá.
Við horfðum tvö á landið rísa úr sænum.
Þar átti heima þrælkuð þjóð og smá.
Ég þóttist heyra kveinstafi í blænum.
Láttu huggast, hrædda, litla þjóð,
því hérna kemur óvænt skip að landi.
Nú flýtur aldrei framar saklaust blóð.
Með friði og drengskap leysist aliur vandi.
Ég heyrði bresta hlekki bandingjans,
og hungruðum og þyrstum verður svalað.
Leitið fyrst og síðast sannleikans.
-----Ó, svona hafði enginn maður talað.
Æ, drekktu tár mín, dauðaþyrsta jörð.
Minn draumur, hann var sáralítils metinn.
Því ágirndin er óguðlega hörð.
Og ekki verður sannleikurinn étinn.
29-