Samvinnan - 01.04.1981, Side 36
Hjörtur Pálsson skrifar um
Snorra Hjartarson
Það gisti óður minn eyðiskóg
SNORRI HJARTARSON er eitt vand-
virkasta og listfengasta skáld,
sem nú yrkir á íslensku. Það,
sem hér fer á eftir, er hins vegar ekki
nein tæmandi greinargerð um Snorra
og skáldskap hans, og um ævi hans á
ytra borði fjölyrði ég ekki, enda eru
það ljóð hans, sem að honum beina
nú skærustu ljósi. Á það má þó minna,
að áttundi áratugur ævi hans verður
háifnaður nú i apríl. Að honum stóðu
traustir ættstofnar á Vestur- og Norð-
vesturlandi, og bernsku- og æskudaga
sína lifði hann flesta i Borgarfirði.
Listhneigð hans kom snemma i ljós,
en ungur varð hann að hætta við
langskólanám, þar sem heilsa hans var
í veikara lagi, en lagði seinna stund á
málaralist og ritstörf og dvaldist þá
um skeið i Danmörku og Noregi. Heim
kominn gerðist hann bókavörður hér í
Reykjavik, var borgarbókavörður 1943
—66, en stundaði jafnframt skáldskap
og útgáfustörf. Ljóðanna vegna hefur
nafn Snorra Hjartarson verið ámargra
vörum síðustu mánuði.
Snorri talar ekki oft um skáldsög-
una „Hátt flýgur hrafninn“, sem hann
samdi og gaf út á norsku 1934, en í
sögunni lætur hann aðalpersónuna,
Steinar listmálara, m.a. segja við
sjálfan sig: „Du má tilbake til din
egen oprinnelighet, tilbake til dit
drömmeland i havet, hvor din kunst
skal slá rötter og vokse sig sterk og
hel! ... Endelig hjem, hjem igen i dob-
belt forstand — hjem til sin egen indre
verden av syner og drömmer og lengs-
ler, og hjem til sit land.... Lengslene
hans var ikke svage og ubestemte nu
— nei, de spilet de hvite vinger, samlet
sig til en mektig lengsel, som et fugle-
trekk pá vei mot nord, en susende,
syngende sverm. Hjem — hjem —
hjem“.
Þó að þessi orð birtust á prenti ára-
tug áður en Snorri sendi frá sér fyrstu
ljóðabók sína, „Kvæði“, 1944, endur-
ómaði megininntak þeirra hvað eftir
annað á síðum þeirrar bókar í ýmsum
tilbrigðum, er það meginstef, sem
gengur eins og rauður þráður gegnum
kvæðin. Hið fyrsta, „í Úlfdölum“, er í
rauninni lykill að hinum, yfirlit, þar
sem skáldið minnist fyrst morgun-
bjartrar fegurðar og hamingju, sem
það naut forðum, uns ógnþrunginn
lífsháski og óhugnaður beið þess i
„djúpu rjóðri“, þar sem var „reimt og
dimmt“. Þaðan átti það þó aftur-
kvæmt og fagnar þeirri vissu i kvæðis-
lok, heitir því að slá strengina með
nýjum styrk, uns aftur birtir.
Engum vafa er bundið, að hér er á
ferðinni kvæði um tilfinningalega
reynslu, eldskírn tilfinninganna í gleði
og sorg, en ekki spillir að festa sér í
minni, að það var ort sumarið, sem
lýðveldi var stofnað í landinu, og
margir hafa skilið það Svo, að i kvæð-
inu heyrðist rödd íslands á stund hins
endurheimta frelsis.
Ljóðunum i „Kvæðum“ má til hægð-
arauka skipta í tvo aðalflokka, sé
miðað við yrkisefnin: náttúrulýrik og
persónuleg kenndaljóð, þar sem höf-
Öll reynsla,
öll yrkisefni,
allt sem hrærir streng
hugans,
rennur saman í deiglu
skáldlegrar sköpunar.
undurinn sýnir okkur i hug sinn og
lætur lesandann lifa með sér reynslu-
stundir sínar. Önnur kvæði eru á
mörkunum, en ég er að reyna að draga
upp meginlínur. Um fyrri flokkinn eru
dæmin mörg og fögur, en stutt kvæði,
.,Sumarnótt“, sýnir glöggt ýmsar þær
eigindir, sem kenna má í ljóðum
Snorra, þótt önnur séu margbrotn-
ari. Ljóðum eins og „Sumarnótt" má
helst ekki spilla með þvi að tala mikið
um þau, en þar ríkir hin niðandi kyrrð.
Allt rennur saman í hljómrænan seið,
þó að það sofi, og málið, myndvísin og
litirnir leggjast á eitt.
Kenndaljóðunum, sem ég kallaði,
verður ekki lýst til hlítar i fáum orð-
um. En ég var búinn að nefna upp-
hafsljóðið, „í Úlfdölum“, sem er kvæði
um tilfinningakreppu og skin eftir
þann skúr. Svipuðu máli gegnir um
flest önnur ljóð bókarinnar, sem þvi
eru skyld. Skáldið hefur legið i fjötr-
um, kennt eins konar lömunar, en
minnist sífellt horfinnar hamingju,
sem það þráir, þess, sem er ungt, upp-
runalegt og saklaust. Það vill brjóta
af sér hlekkina, og stundum virðist
sem viðjarnar séu losnaðar. Fram-
undan er nýtt líf, draumur um fegurð
og frelsi í faðmi þess eftir eldskírn og
endurlausn. Þess vegna eru kvæðin til
vitnis um bjartsýni og trú þrátt fyrir
beiska reynslu. Gömlum og svikulum
draumum sínum lýsir skáldið með lík-
ingamáli sem „feigum, naðurkvikum
trjám“, sem það biður sólina að
brenna til ösku, svo að það fái að
„finna til og fagna vornöktum huga
fegurð og yndi ungra óreyndra daga“.
Þegar „Kvæði“ komu út, var stríðið
í algleymingi, og til voru þeir, sem kom
það kynlega fyrir sjónir, að ógnir lið-
andi stundar skyldu ekki skipa stærra
rúm i hugarheimi höfundarins en þeir
34