Samvinnan - 01.04.1981, Síða 39

Samvinnan - 01.04.1981, Síða 39
urð, mannúð og góðvild eru hafnar yfir storma og stríð, eru öllu æðri og munu lifa allt — að lofsöngur manns- hugans um þetta þrennt mun aldrei þagna. Virðingin fyrir manninum er mannasetningunum meiri. Þetta er meginstef bókanna beggja, sem þar er túlkað í ljóði eftir ljóð, oft með nátt- úruna sem bakgrunn; ekki sjálfrar hennar vegna nema stundum, heldur til þess að miðla hugsun og tilfinn- ingu skáldsins, sem finnur samsvörun hvors tveggja i hlutveruleikanum. Hugmyndir, tilfinningar, hugsanir og minni, sem ganga aftur í öllum bókum Snorra, fyrirfinnast á siðu eftir síðu. í „Haustkvöldi“ talar hann um „heim manns á hvörfum milli tveggja heima“. Þess sér viða stað, að hann finnur aldurinn færast yfir. Haust- rökkrið yfir honum er allt í senn: hauströkkrið sjálft, hauströkkur lífs- ins og hauströkkrið í heiminum. Það getur verið fagurt, en án vorsins, skáldskaparins og upprisu náttúrunn- ar getur skáldið ekki lifað. Rökkrið og aldurinn skerpir tilfinningu þess fyrir fegurðinni og öllu, sem liðið er, en jafnframt þráir Snorri nýtt líf, nýja reynslu. Og óskin getur ræst við litið atvik eins og í ljóðinu „Fugl kom“. Allt leitar einingar: efni og form, gamalt og nýtt, timi og rúm, himinn og jörð. Skáldinu finnst sem það sé statt i armlögum „tveggja myrkra, moldar og himins", sem renna saman, verða eitt, og náskyld þessu er sú hug- mynd Snorra um tímann, sem gætir æ meira í ýmsum ljóðum hans, að hið liðna og ókomna mætist í andartak- inu. Allt, sem hefur verið, er. Þess vegna er fuglinn, sem flaug framhjá, enn á sama stað, og timinn sefur i turni ljóssins. Þessi mystíska lifskennd hefur alltaf verið fyrir hendi í ljóðum Snorra, en hefur sótt á með árunum og er nú orðin meðal þess, sem gefur þeim heildarsvip. Til þessarar myst- ísku einingar alls, sem er, í tíma og rúmi, á himni og jörðu, er beinlínis vísað með bókarheitinu „Lauf og stjörnur“, og náskyld henni er sú djúpa þrá skáldsins að geta sameinast landinu og náttúrunni, fundið frið, kyrrð og ró, glaðst og notið, horfið inn i hina fögru mynd og snúið aftur, nýr og heill. Lesandi „Laufs og stjarna" er sifellt staddur milli andstæðna, sem leita einingar eða renna saman: myrkurs og birtu, dags og nætur, kvölds og morguns, lífs og dauða, gróðurs og auðnar, himins og jarðar, þróttar og lömunar, hausts og vors, hins liðna og ókomna. Orð og hugtök, sem hafa táknrænt gildi í skáldskap Snorra og eru lykill ljóðanna, koma fyrir hvað eftir annað: þrá. draumur, endur- lausn, eldskírn, fugl, vængur, flug, tré, lauf, stjarna, lækur, lind, sól, fjall, eldur o.s.frv. Og i stað hins glæsta og skrúðmikla ljóðmáls og bragskrauts eldri kvæðanna, sem oft voru mun lengri og þar sem leystar voru hinar erfiðustu bragþrautir, stefnir allt i átt til einföldunar, temprunar, eins og i „Járnskóginum'. Ljóðmáli og bragformi Snorra, sem er einn af meisturum málsins, er ó- kleift að gera nokkur skil að gagni í stuttri grein, en að því leyti stendur hann bæði á gömlum og nýjum merg, og hefur endurnýjað ljóðformið undir áhrifum úr ýmsum áttum án þess að slíta ræturnar. Hann notar jöfnum höndum fjölbreytt rim og ljóðstafi, hefðbundna bragarhætti og frjálsara form, þar sem breytt er út af vanan- um. Ljóð hans eru full af músík og myndum, sem hann er meistari að fara með og eru burðargrind þeirra margra í seinni tíð i litum sinum og líkingum. Nú er takmarkið orðið æ færri orð, hnitmiðaðra og knappara, en jafnframt frjálslegra form, skýrari myndir og minna skraut en áður, svo að hvergi skyggir á hugsun hans eða skáldlega skynjun. Það er engan veginn auðskýrt, en stundum finnst mér, að líkja megi ljóðum Snorra Hjartarsonar i „Lauf- um og stjörnum" og „Hauströkkrinu yfir mér“ við símskeyti frá ferðamanni sem öðru hverju lýsir reynslu sinni í förinni með svo vel völdum orðum, að þau verða að litskrúðugum og ljóslif- andi myndum í vitund lesandans. Þau eru „sjálfsmynd draumlynds manns með opin augu“, og sé það eitt af hlut- verkum skáldskapar að dýpka skynj- un lesandans, eru ljóð Snorra Hjartar- sonar mikill skáldskapur. + Ljóð hans eru full af músík og myndum, sem sem hann er meistari að fara með og eru burðar- grind þeirra margra í seinni tíð í litum sínum og líkingum. *3 Vv\\þwi oc^ nouuicí \-iCXUA\tb Wovri y noU ^ a SOt. Y>O.Ó ÚOwtCt oítolcwi OoAv-v 'i C^ac^v-\VAW-V Scj2/^v-,'v VJaö\v->\c> Vvfl^viac) %52^-r-v <±\ob \cx- Rithönd Snorra Hjartarsonar. \ 37

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.