Samvinnan - 01.04.1981, Side 42
Fyrstu baráttuár tveggja kaupfélaga
Slysafordæmið
lá opið fyrir
yngri kynslóð-
inni.
hendur þess. Svo var þó
komið vorið 1902, að sendur
var hingað sérstakur full-
trúi frá Zöllner til að semja
um skuldir félagsins og eftir
það fékk félagið lítið af
vörum þar til árið 1905 að
félagið hætti alveg störfum.
Friðrik Guðmundsson fór
þá til Ameriku, en hann
hafði alltaf verið formaður
og framkvæmdastjóri fé-
lagsins.
Á þessum árum var hús
félagsins selt og hlaut Örum
& Wulf það, og einnig var
innheimt það sem fáanlegt
var af útistandandi skuld-
um. Þegar allt hafði verið
gjört upp, stóð eftir um 300
krónu skuld hjá Zöllner, og
varð stjórn féiagsins að sjá
um greiðslu á þvi. Greiddi
Friðrik i/3 þeirrar skuldar þó
kominn væri til Ameríku.
En i stjórn félagsins voru
alltaf með honum þeir Árni
Davíðsson, bóndi, Gunnars-
stöðum og Hjörtur Þorkels-
son, hreppstjóri, Ytra-
Álandi.
Afdrif þessa félags, sem
TIL NÝRRA STARFA
Jóhann Friðþjófsson hef-
ur verið ráðinn innkaupa-
fulltrúi í Birgðastöð Sam-
bandsins í stað Hafsteins
Eiríkssonar. Jóhann er
fæddur 5. ágúst 1947. For-
eldrar hans eru Friðþjófur
Þorsteinsson og Hulda Þor-
finnsdóttir. Hann lauk
gagnfræðaprófi frá Gagn-
fræðaskóla Austurbæjar. Áð-
ur starfaði hann hjá Efna-
gerðinni Val í Kópavogi,
byrjaði þar sem sendill ell-
efu ára gamall og tók síðan
við starfi aðstoðarfram-
kvæmdastjóra árið 1974.
Kona hans er Jóna Hans-
dóttir og eiga þau þrjú börn.
Sigursteinn Sigurðsson hef-
ur verið ráðinn sölumaður í
Birgðastöð Sambandsins, en
hann starfaði áður á lager
sömu deildar. Sigursteinn er
sonur Sigurðar S. Magnús-
sonar, prófessors og yfir-
læknis fæðingardeildar
Landsspítalans og konu
hans, Audrey Douglass. Sig-
ursteinn lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum í
Reykjavík árið 1979 og
stundaði síðan háskólanám
um skeið.
Eiður Valgarðsson hefur
verið ráðinn sölumaður hjá
Búsáhaldadeild. Hann er
fæddur 23. febrúar 1954 í
New York. Foreldrar hans
eru Valgarð J. Ólafsson, sem
um skeið var framkvæmda-
stjóri skrifstofu Sambands-
ins í New York og síðar
framkvæmdastjóri Sjávar-
afurðadeildar, og konu hans,
Sif Þórz Þórðardóttur. Eiður
stundaði veitingarekstur í
sex ár. Kona hans er Hafdís
Þorsteinsdóttir og eiga þau
eitt barn.
við Friðrik er kennt, urðu
til ákaflega mikils hnekkis
fyrir félagsanda og eins
fjárhagsgetu þessa héraðs,
þar sem forystumennirnir,
sem eftir sátu heima voru
stórlamaðir á báðum þess-
um sviðum, en slysafor-
dæmið lá opið fyrir yngri
kynslóðinni.
Næstu árin varð þvi Örum
& Wulf einráð um verzlun
héraðsins.
í marzmánuði 1911 er
Kaupfélag Langnesinga
stofnað á fundi að Sauða-
nesi og voru stofnendur
aðeins 8 bændur.
Nú tók foringjastarfið
Guðmundur Vilhjálmsson
frá Ytri-Brekkum, er nokkr-
um árum seinna keypti
Syðra-Lón og býr þar enn.
Fyrst voru i stjórn félagsins
með honum þeir sr. Jón
Halldórsson á Sauðanesi og
Jóhannes Jóhannesson,
bóndi að Ytra-Lóni. Guð-
mundur hafði áður verið
nemandi Torfa í Ólafsdal
og siðan kynnst stofnhátt-
um kaupfélagsins á Kópa-
skeri. Kom það sér oft vel
fyrir félagið á fyrstu árum
þess að Guðmundur er mað-
ur þéttur á velli og í lund
og lætur ógjarnan hlut sinn
þótt við sterkt peningavald
stæði baráttan.
Guðmundur var fram-
kvæmdastjóri frá stofnun
félagsins, allt til ársloka
1930, en þá hafði honum
tekizt að benda á álitlegan
mann til að taka við for-
stöðu félagsins.
Fyrstu árin var félagið
aðeins pöntunarfélag og
skipti þá mest við G. Gísla-
son, stórkaupmann. En 1917
gekk félagið í Samband ísl.
samvinnufélaga og hefir
síðan haft aðalviðskipti sín
hjá því. 1919 tók félagið upp
starfshætti hinna nýrri
kaupfélaga og hafði eftir
það opna sölubúð allt árið
og skipti arði eftir uppgjör.
Á þessum árum keypti fé-
lagið sín fyrstu verzlunar-
hús. Þá gengu margir inn i
félagið og stóð hagur þess
þá með blóma.
Af gjaldeyrisvörum byrj-
aði félagið á að taka ullina
40