Samvinnan - 01.04.1981, Page 44

Samvinnan - 01.04.1981, Page 44
Fyrstu baráttuár tveggja kaupfélaga Menn voru búnir að sjá hvern skaða og skömm þeir höfðu hlotið af deilum undanfarinna ára. „Úff, kjötið er svo óhreint, að við það hanga moldar- kleprarnir." En nú fór að bera á sundr- ung innan félagsins, er gekk svo langt, að á aðalfundi 1923 gengu 6 menn úr félag- inu. Vildu þeir að skipt væri um framkvæmdastjóra. Þótti þeim Guðmundur of íhaldssamur og aðgætinn í fjárreiðum, en hann mundi vel afdrif félags þess, er Friðrik stofnaði, og langaði ekki til að fara þá slóð með sitt félag. Hinir töldu allt fært, er fjárhagurinn var ögn skárri. Á aðalfundi 1924 varð það að samkomulagi að skipt var starfi framkvæmda- stjóra og formanns, en þó fóru nokkrir menn úr félag- inu á því ári og næsta. Stofnuðu þessir menn Pönt- unarfélag Þistilfjarðar er fékk vörur frá Sambandi ísl. samvinnufélaga og inn- göngu í það árið 1928. Það sáu forystumenn fé- lagsmálanna i héraðinu fljótt, að þetta var mjög slæmt ástand, og til stór- tjóns fyrir héraðið að tvö samvinnufélög kepptu um að flytja inn sem mest af vöru, án þess að athuga jafnframt greiðslugetuna. Á árinu 1930 fór Sigurður Kristinsson, forstjóri, að vinna að því að sameina bæði þessi félög. Fram- kvæmdastjórar þeirra beggja vildu hætta starfi og formenn beggja félaganna, þeir Jóhannes Árnason, bóndi á Gunnarsstöðum, er var formaður Kaupfélags Langnesinga frá 1924, og Þorsteinn Þórarinsson, Holti, er var formaður Pöntunarfélagsins, lögðu báðir gott til sameiningar- innar. Fyrir góða samvinnu allra þessara manna tókst svo giftusamlega að félögin slógu saman öllum félags- mönnum sínum, öllum eign- um sínum og skuldum um áramótin 1930—31. Var nú ráðinn nýr fram- kvæmdastjóri, Karl Hjálm- arsson frá Ljótsstöðum í Laxárdal. Átti hann ekki minnstan þátt i þvi að nú stóðu allir sæmilega vel saman i fylking samvinnu- manna, enda voru héraðs- menn búnir að sjá hvern skaða og skömm þeir höfðu hlotið af deilum undanfar- inna ára.“ • Skuldlaus verzlun og vöruvöndun Jón Ólafsson, sem var for- maður og kaupfélagsstjóri Kaupfélags Króksfjarðar frá stofnun þess til 1943, skrif- aði eftirfarandi minninga- brot i júnimánuði 1945: „Kaupfélag Króksfjarðar var stofnað 1911 af fjórtán mönnum, þar af ellefu úr Geiradalshreppi og þremur úr Reykhólahreppi. Árið 1898 mun Kaupfélag Saur- bæinga hafa verið stofnað og þá strax varð deild úr þvi hér i Króksfjarðarnesi, er hélst þar til okkar félag var stofnað. Um aldamótin voru engar siglingar hingað, en nauðsynjavörur sóttar á árabátum annað hvort til Salthólmavíkur eða i Skarð- stöð. Nú lét Kaupfélag Saurbæinga byggja hér og hjá sjálfu sér portbyggð torfhús til vörugeymslu og vöruafgreiðslu, og voru hús þessi höfð til slikrar notk- unar til ársins 1904, en þá lét félagið byggja á báðum stöðunum verslunarhús úr timbri, sem enn eru notuð til þessara hluta þó nokkuð endurbætt. Upp úr aldamótunum fóru að koma hingað smá gufu- bátar fyrir atbeina Torfa Bjarnasonar í Ólafsdal og föður míns, Ólafs Eggerts- sonar, og þótti þá heldur lifna yfir þessu plássi, en þá var það uppskipunin sem varð mönnum erfið. Skip lágu langt undan og illt var um lendingu; við klappir að lenda og oft erfitt að verja báta áföllum og brotum. Þegar Verslunarfélag Dala- manna hætti og Torfi í Ól- afsdal stofnaði Kaupfélag Saurbæinga, var hann far- inn að þreytast mjög eftir feiknaerfiði, sem hann hafði á sig lagt fyrir Verslunarfé- lagið, heimili sitt og skóla, svo að hann mun ekki hafa getað verið eins virkur þátt- takandi i hinum nýja fé- lagsskap og hann hefði vilj- að. Enda fór þessi félags- skapur fljótlega út af þeirri braut, sem honum var upp- haflega ætlað, nefnilega að verjast skuldum. Skuldir söfnuðust tiltölu- lega fljótt hjá einstökum mönnum. Þetta féll Torfa mjög illa og þá ekki síður föður mínum, er reyndi að verja sina deild skuldum. Stappaði nærri að Torfi vildi leysa upp þennan nýja fé- lagsskap og heyrði ég Torfa og föður minn tala mikið um þessi mál og það af nokkrum þunga. Torfa fannst — sem von- legt var — að störf hans og markmið ætluðu ekki að ná tilgangi sínum, og allt það sem hann hafði á sig lagt til þess að koma á heil- brigðri, skuldlausri verslun, illa ætla að launast, svo að hann var við það að bugast i þessum efnum. Faðir minn, sem sagður var harður af sér á fyrri ár- um, vildi hins vegar ekki gefast upp i verslunar- og samvinnumálunum. Hann sagði: „Spornum af alefli við skuldaverslun, hver svo sem á i hlut, ríkur eða fá- tækur, æðri sem lægri.“ Hann varð þess valdandi, að Geiradalsdeildin sleit sam- vinnu við Kaupfélag Saur- bæinga. íslenskir bændur réttu fyrst við, þegar þeir losn- uðu andlega og efnalega af skuldaklafa kaupmann- anna. Skuldlaus verslun var stefna kaupfélagsins hér, og henni var fylgt, ef þess var nokkur kostur. Að sjálf- sögðu varð ekki hjá þvi komist að bregða út af henni á stundum og félagið komst i skuldir á vissum ár- um. En skuldlaus verslun var annar aðalþátturinn í stefnu og starfsemi þessa félags, og fyrir bragðið hef- ur enginn einstaklingur eða stofnun tapað á viðskiptum við það. 42

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.