Samvinnan - 01.04.1981, Page 45

Samvinnan - 01.04.1981, Page 45
Slegið á þráðinn Hinn annar meginþáttur félagsskaparins var vöru- vöndun. Stjórnin hafði allt- af fullan skilning á því máli, enda tel ég sem þessar linur skrifa, að furðanlega hafi tekist í því efni, þegar tekið er tillit til þeirrar aðstöðu sem félagið hefur haft við að búa: þröngan húsakost, lítinn vinnukraft og mjög erfiða aðstöðu með uppskip- anir. Ég vil segja, að mjög hefði verið gaman að geta sýnt sýnishorn af vörum frá 1906 og 1939, er ég hætti við fé- lagið, t.d. á smjöri, kjöti og ull, þó sérstaklega á smjöri. Það má enginn skilja orð mín svo að ég sjálfur sé að hrósa mér af því hvað hér hafi áunnist í vöruvöndun, síður en svo. Þetta var alltaf markmið allrar stjórnarinn- ar, sem mjög lengi voru sömu mennirnir. Til gam- ans vil ég geta þess, að mér er enn í minni, þegar ég haustið 1906 hitti að máli verslunarstjóra Sigurðar Jó- hansen stórkaupmanns i Höfn, sem var einn helsti kaupandi þar að íslensku kindakjöti, og fór að tala við hann um verkun á kjöt- inu og hvað hann setti helst út á það. Þá hristi maðurinn höf- uðið og sagði eitthvað á þessa leið: „Úff, kjötið er svo óhreint, að við það hanga moldar- kleprarnir!-“ Jordklumper var víst orð- ið sem hann notaði, því vit- anlega talaði hann dönsku. Þetta þótti mér ljótur vitnisburður, en hann varð mér í raun og veru að gagni, þegar ég fór seinna að sjá um verkun þessarar vöru. Ég ætla svo ekki að hafa þessar línur fleiri. Þær eru frekar endurminningar mín- ar en frásögn af starfi kaupfélagsins. Ég hef þó reynt að draga fram þá tvo meginþætti í störfum fé- lagsins, sem hafa borið það uppi til þess sem það nú er — i gegnum þröngsýnan aldarhátt, fáfræði og sam- keppni.“ ♦ í þessu hefti hleypum við af stokkunum nýjum smáþætti undir nafninu Slegið á þráðinn. Við ætlum að slá á þráðinn til samvinnumanna og leggja fyrir þá spurn- ingu varðandi eitthvað mál sem til umræðu er innan hreyfingarinnar hverju sinni. Við byrjum með því að hringja í fjóra kaupfélagsstjóra og leggum fyrir þá spurninguna: HVERT ER ÁLIT ÞITT Á GRUNNVÖRUM Á GRUNNVERÐI ? Þorsteinn Sveinsson, kfstj. Kaupfélags Hafþór Heigason, kaupfélst. Kaupfélags Héraðsbúa á Egilsstöðum: ísafjarðar á ísafirði: Grunnvörurnar mælast vel fyrir hjá okkur og hafa verkað mjög söluaukandi, enda eftir miklu að sækjast, þar sem verðið á þeim er 11—18% lægra. Við rekum útibú á Reyðarfirði og í Borgar- firði eystra og höfum því í rauninni pantað fyrir þrjú kaupfélög á einu bretti. Magnið hefur því ekki komið að sök hjá okkur. Undirtektir viðskiptavina okkar eru mjög góðar, sérstaklega hvað varðar ávextina. Hinsvegar hef ég nú alltaf haldið að það væri hlutverk Birgða- stöðvar að útvega ódýrar vörur með magninnkaupum og þess vegna hefði ekki þurft sérstakt átak til þess núna. Það er erfitt að liggja með vörubirgðir í 2—3 mánuði, og mér finnst Birgða- stöðin velta þeim vanda yfir á kaup- félögin. Jón Sigurðsson, kaupfélstj. Kaupfélags Sigrún Magnúsdóttir, kfstj. Kaupfélags Kjalarnesþings í Mosfellssveit: Bitrufjarðar á Óspakseyri: Grunnvörunum hefur verið vel tekið og ég tel hiklaust, að þær eigi framtíð fyrir sér. Hins vegar finnst mér skiljan- legt, að það mikla magn sem þarf að kaupa af þeim, valdi erfiðleikum hjá minni kaupfélögunum. Ég hef rætt við forsvarsmenn Innflutningsdeildar um, hvort ekki sé hægt að minnka magnið á sumum vöruflokkunum og fékk já- kvæðar undirtektir, svo að ég vona að það verði gert. Því miður hef ég ekkert að segja um grunnvörurnar á grunnverðinu, því að ég hef ekki getað notfært mér hina ágætu þjónustu Innflutningsdeildar. Og ég sé ekki fram á að geta það, vegna þess hve erfitt er fyrir lítil kaupfélög eins og okkar að kaupa svona mikið magn.

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.