Neisti - 20.08.1984, Qupperneq 6

Neisti - 20.08.1984, Qupperneq 6
Skodanakönnun sem náði til alls landsins og var m.a. gerð í gegnum síma. Hins vegar var um að ræða ítarlegri könnun sem náði að- eins til höfuðborgarsvæðisins. Hér mun- um við fyrst og fremst fjalla um almennu könnunina, enda kemur þar fram af- staðan til hersins og Nató. Varðandi Na,t,ó var spurt, fyrst hvort fólk hefði skoðun á því yfirleitt hvort ísland ætti að vera í Nató eða ekki. Reyndust 66% af 979 svarendum hafa skoðun á því, en 34% sögðust enga skoðun hafa. Af þeim sem afstöðu tóku voru um 80% meðmæltir aðild að Nató, en um 20% á móti. Gífurlega hátt hlut- fall þeirra sem enga afstöðu höfðu í þessu máli vekur athygli, sérstaklega þegar haft er í huga að í mörg ár hefur þetta verið harðvítugt deilumál í íslensk- um stjórnmálum. { þeim deilum hefur þó sljákkað nokkuð á undanförnum árum m.a. vegna undanhalds Alþýðu- bandalagsins og herstöðvaandstæðinga í þessu máii, og kann það að valda ef til vill nokkru um. Rétt er að benda á að þegar niðurstöður eru flokkaðar eftir kyni, aldri, menntun og fleiri slíkum þáttum, kemur fram að afstöðuleysi til Nató er mun meira meðal kvenna en karla, og meira meðal ungs fólks og þeirra sem minni menntun höfðu. Athyglisvert væri að sjá hvemig nið- urstöður breyttust ef reynt væri að leið- rétta fyrir hægri skekkjunni sem getið var um hér að framan. Hinsvegarerekki hlaupið að því. T.d. mætti láta sér detta í hug að taka sem gefna dreifingu á af- stöðu stuðningsmanna einstakra flokka, en hún kemur fram í niðurstöðum könn- unarinnar, en auka eða minnka vægi hvers flokks um sig til samræmis við það fylgi sem hann fékk í síðustu kosning- um. Petta nær þó ekki að leiðrétta fyrir skekkjunni, enda getur hún mjög vel komið fram meðal stuðningsmanna allra flokka. Hins vegar er rétt að geta þess að við gerðum slíka leiðréttingu en hún virtist ekki breyta neinu sem máli skipti varðandi afstöðuna til hersins og Nató. Herinn Spurningin sem spurð var varðandi afstöðu til hersins hljóðaði svo: „Mikið hefur verið deilt um vamarsamning ís- Iendinga og Bandaríkjamanna. Sumir eru meðmæltir veru bandaríska herliðs- ins hér, aðrir eru á móti. Hvað flnnst þér? Hver staðhæfinganna A, B eða C kemst næst þinni skoðun? A. Meðan núverandi ástand varir í al- þjóðamálum er vamarliðið í Kefla- vík íslendingum nauðsynlegt. B. Þetta skiptir ekki máli. C. Bandaríska herliðið er ekki hér í þágu íslendinga og ætti að hverfa á brott.“ Þetta form spumingarinnar var reyndar aðeins notað í hinni ítarlegu könnun sem gerð var á höfuðborgar- svæðinu. Meirihlutinn, sem spurður var í gegnum síma, sem hafði þó þann kost umfram spurninguna hér að ofan að fólk gat gefið einfaldlega til kynna hvort það var með eða á móti dvöl hersins, án þess að þurfa að hengja sig í ákveðinn rök- stuðning fyrir því eins og í spurningunni hér að ofan. Það er t.d. vel mögulegt að vera á móti veru hersins einmitt vegna núverandi ástands alþjóðamála, og það er hægt að vera fylgjandi veru hans, jafnvel þótt viðkomandi telji ekki að hann sé hér í þágu íslendinga. Að lokum voru þeir sem afstöðu tóku til hersins með eða á móti spurðir um hvort þeir væru afgerandi þeirrar skoð- unar eða frekar. Niðurstöður eru gefnar í töflunni hér að neðan. AFSTAÐA ÍSLENDINGA TIL KEFLAVÍKURSTÖÐVARINNAR Afgerandi hlynntir ...............23% Frekar hlynntir ..................31% Skiptir ekki máli ............... 15% Frekar andvígir ................. 15% Afgerandi andvígir .............. 15% Samtals 99% Fjöldi 970 Af þeim sem eru stöðinni hlynntir eða andvígir: Hlyntir ........................64% Andvígir .......................36% Eins og varðandi afstöðuna til Nató eru niðurstöðumar túlkaðar frekar eftir kyni, aldri, skólagöngu og stjómmála- flokkum. Nánast engin munur er á af- stöðu kynjanna. Hins vegar er andstaða þess meiri sem fólk er yngra og hefur lengri skólagöngu að baki. Hvað stjóm- málaflokkana varðar kemur fram sú niðurstaða sem margir eflaust bjuggust við fyrir, að Sjálfstæðisflokkurinn er nokkuð hreinn í afstöðu sinni með her- setunni og Alþýðubandalagið á móti. Aðrir flokkar eru meira beggja blands, og meirihluti þeirra, að Kvennalistanum undanskildum, eru sammála herset- unni. Um 65% kjósenda Kvennalistans eru hins vegar andvígir hersetunni. Gjaldtakan í skoðanakönnuninni var spurt: ,,ís- lendingar ættu að þiggja gjald fyrir vem bandaríska herliðsins hér á landi.“ Svar- endur voru spurðir hvort þeir væm alveg sammála, frekar sammála, blendnir, frekar ósammála eða algerlega ósam- mála. Niðurstöður voru eftirfarandi: Alveg sammála ................ 49% Frekar sammála................ 14% Blendin(n) .................... 9. Frekar ósammála ............... 7% Algjörlega ósammála .......... 22% Samtals ..................... 101% Fjöldi ....................... 958 Niðurstöðumar eru eins og varðandi fyrri spurninguna flokkaðar eftir kyni, aldri, skólagöngu og stjórnmálaflokk- um, en líka eftir afstöðu til veru hersins og veru íslands í Nató. Lítill munur er á afstöðu fólks til gjaldtöku eftir kyni og aldri. Andstaða við gjaldtöku vex hins vegar eftir því sem fólk hefur lengri skólagöngu að baki. Það merkilega kemur í ljós, að mun minni munur er á fylgismönnum flokkana varðandi gjald- tökuna en varðandi herinn og Nató. T.d. má nefna að 45% stuðningsmanna Alþýðubandalagsins segjast vera hlynntir gjaldtöku, en 49% þeirra eru andvígir, og hlutföllin eru svipuð hjá Kvennalistanum. Meirihluti stuðnings- manna hinna flokkanna em fylgjandi gjaldtöku. Hvað afstöðuna til hersins og Nató varðar kemur greinilega fram að þeir sem hafa enga skoðun á Natóaðild, eða segja veru hersins ekki skipta máli, eru líka mest fylgjandi gjaldtöku. « * KREFJUMST ÞJÓDAR 6 T

x

Neisti

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.