Neisti - 20.08.1984, Page 16
Nicaragua
SÖGULEGIR
ÁVINNINGAR
BYLTINGARINNAR
Eftír Erling Hansson
Ríkisstjórnin (júntan), sem tók við
völdum 19. júlí 1979 var skipuð 5 manns
samkvæmt samkomulagi sem gert var
nokkrum vikum áður. í henni sitja auð-
vitað ekki allir ráðherrar landsins heldur
var hún sett á fót til að skipuleggja end-
uruppbyggingu landsins. Tveir fulltrúar
borgarastéttarinnar voru í ríkisstjóm-
inni, þau Violetta Chamarro ekkja rit-
stjóra La Prensa, sem myrtur var af
Somozaklíkunni í janúar 1978 og iðnjöf-
urinn Alfonso Robelo. Aðrir í stjóm-
inni vom 39 ára gamall rithöfundur og
doktor í lögum, Sergio Ramivez, sem
var fulltrúi hóps „hinna tólf“ og Moises
Hassan 38 ára doktor í stærðfræði af
palestínskum ættum en hann var fulltrúi
MPV. Loks var oddviti stjómarinnar
Daniel Ortega einn af 9 helstu forystu-
mönnum FSNL.
Þessi stjóm hefur farið með fram-
kvæmdavald í landinu síðan 19. júh' 1979
og löggjafarvald ásamt ríkisráðinu eftir
að það fór að koma saman í maí 1980.
Hún byrjaði strax að framkvæma
stefnuskrá þá sem sandinistar höfðu lagt
til grundvallar bandalagi stjómarand-
stöðuaflanna og samþykkt var af þeim,
sem aðild áttu að stjórninni. Á fyrstu
dögunum gaf hún út tilskipanir sem fólu
í sér þjóðnýtingu á bankakerfinu, utan-
ríkisversluninni, námum, og öllum eign-
um Somozafjölskyldunnar. Við fyrstu
sýn virtist þó sem Sandinistamir hefðu
ekki mikil ítök í æðstu stjóm landsins.
Þeir höfðu aðeins 1 af þeim 5 sem skip-
uðu júntuna. Af 18 ráðhermm vom
upphaflega aðeins 3 sandinistar og sam-
kvæmt samkomulagi frá því í júní 1979
áttu þeir að vera í minnihluta í ríkisráð-
inu. í öllum þeim átökum sem urðu inn-
an júntunnar fýrstu 9 mánuðina eftir
valdatökuna tóku þeir Hassan og
Ramires afstöðu með FSLN þannig að
sandinistar höfðu ævinlega meirihluta.
Borgarastéttin missti pólitísk völd sín í
Nicaragua í byltingunni og reyndi fýrstu
mánuðina að ná þeim aftur með því að
efna til st jórnarkreppu út af hver ju mál-
inu á fætur öðra. Þær tilraunir enduðu
með því að Robelo og Chamarro sögðu
sig úr júntunni í apríl 1980 þegar þeim
varð Ijóst að ætlunin var að ríkisráðið
kæmi saman í maí en þar vora byltingar-
öflin í meirihluta.
Þau verkefni sem við blöstu eftir
valdatökuna vora risavaxin. Landið var
illa farið eftir borgarastyrjöld þar sem
milli 40 og 50 þúsund manns höfðu látið
lífið. Gífurleg eyðilegging hafði orðið
því Somoza lét gera loftárásir á margar
borgir. Alls er tahð að eignatjón hafi
numið sem svarar 800 milljónum doll-
ara. Iðnaðarframleiðslan var aðeins
65% af því sem hún hafði verið og Iand-
búnaðarframleiðslan 75%. Fyrir utan
hryðjuverkin gegn þjóðinni hafði
Somoza verið iðinn við að safna skuld-
um. 1979 námu skuldir landsins 1,6
milljarði dollara sem var með því hæsta í
þessum heimshluta. Atvinnuleysi var
36% árið 1979.
Fyrstu átján mánuðina einbeitti bylt-
ingarstjómin sér að því að uppfylla
brýnustu þarfir landsmanna - sjá til þess
m ■■
TJON AF VOLDUM
GAGNBYLTINGARINNAR
Tjón af völdum gagnbyltingarínnar frá mars 1981 -okt 1983
Mannskaðar 1086 milljónir króna.
Tjón á framleiðslutækjum 1116 milljónir króna.
Seinkun á framkvæmdum og áætlunum 1146 milljónir króna.
Tekjumissir 615 milljónir króna.
Lán sem stöðvuð hafa verið 6900 milljónir króna.
Niðurskurður á aðstoð sem Bandaríkin höfðu lofað 1080 milljónir króna.
Minnkuð sykurkaup U.S.A. 420 milljónir króna.
Samtals 12363 milljónir króna.
16