Neisti - 20.08.1984, Side 28

Neisti - 20.08.1984, Side 28
36. þing Fylkingar byltingarsinnaðra kommúnista og 1. þing Baráttusamtaka sósíalista VERKALÝÐSANDSTAÐA GEGN ÁRÁSUM AUÐVALDSINS AD VAKNA LANDNÁM SAMTAKANNAIATVINNULÍFINU STAÐFEST, NAFNI ÞEIRRA RREYTT 36. þing Fylkingar byltingar- sinnaðra kommúnista var sett 30 júní s.l. Fyrir þinginu lá til- laga um að breyta nafni sam- takanna í Baráttusamtök sós- íalista, og var hún einróma sam- þykkt. Þingið varð því fyrsta þing Baráttusamtaka sósíal- ista. A dagskrá þingsins var um- ræða og samþykkt nýrra ein- faldaðra laga fyrir Baráttusam- tök sósíalista, umræða um klofning Fylkingarinnar, texti um stjórnmálaástandið á Is- landi eftir myndun ríkisstjóm- ar Steingríms Hermannssonar, starfið innan Alþýðubanda- lagsins, umræða um stofnskrá fyrir Baráttusamtök sósíalista og kosning miðstjómar. Einn- ig tók þingið á móti kveðjum frá samherjum okkar erlendis. Astæða þess að nú þótti rétt að breyta nafni samtakanna er einkum sú, að samtökin hafa að undanfömu verið að breyta beiningum sínum og áhersl- um. Samtökin hafa verið að breytast frá því að vera samtök sem fyrst og fremst starfa utan verkalýðssamtakanna með út- breiðslu sem beinist til hennar, í samtök sem grípa með bein- um hætti inn í verkalýðssam- tökin. Samtökin eru ekki þau sömu og þau vom fyrir þremur árum og fráleitt að þau sömu og fyrir tíu árum. Gamla nafn samtakanna, Fylking byltingarsinnaðra kommúnista, sem oftast var stytt einfaldlega í Fylkingin, vísar til hefðar og sögulegrar samfellu frá Æskulýðsfylking- unni gömlu, sem voru æsku- lýðssamtök Sósíalistaflokksins — Sameiningarflokks alþýðu. Við afneitum auðvitað ekki þessari forsögu samtakanna. Það er hins vegar villandi og rangt að líta á þessa sögu sem samfellu. Mikilvægt rof mynd- aðist í sögu samtakanna á ámn- um 1975/6, þegar Fylkingin ákvað að tengjast Fjórða Al- þjóðasambandinu, og annað rof hefur verið að myndast á undanförnum 18 mánuðum eða svo, með nýjum beiningum samtakanna. Baráttusamtök sósíalista í dag eru gjörólík Æskulýðsfylkingunni og Fylk- ingunni á árunum 1974— 1982/ 83. Þessa staðreynd viljum við undirstrika með nafnbreyt- ingu. Nánar verður skýrt frá nið- urstöðum þingsins í næsta Neista, varðandi stjómmála- ályktun, starfið innan Alþýðu- bandalagsins o.fl. Rétt er þó að geta þess hér, að um þessa liði fóru fram mjög gagnlegar um- ræður, og þingið var sammála um það, að möguleikar sósíal- ískrar baráttustefnu væm nú meiri en oft áður. Þingið var sammála um að í viðbrögðum innan verkalýðssamtakanna við síðustu kjarasamningum hefðum við séð fýrstu alvarlegu vísbendingamar um vakningu íslensks verkafólks. Þingið var einnig sammála um að vart hefði orðið nýs ungs forystu- kjarna í andstöðunni við þessa samninga, sem framtíðar ný- sköpun verkalýðssamtakanna verður m.a. að byggja á. Innan verkalýðssamtakanna og innan Alþýðubandalagsins á sér nú stað endurmat á markmiðum og leiðum verkalýðsbaráttunn- ar. Það var samdóma álit þings- ins að Baráttusamtök sósíalista og meðlimir þeirra ættu mikið erindi með sína stefnu í þessu ástandi. Það er einnig lykil- atriði ef ná á að breiða út þessa stefnu að fleiri gangi til liðs við samtökin af þeim sem vilja vinna að framgangi höfuðþátta í stefnu þeirra. Þingið kaus sjö manna mið- stjórn fyrir Baráttusamtök sós- íalista. Eftirtaldir eiga sæti í miðstjórninni: Arni Sverrisson Gylfi Páll Hersir Kormákur Högnason Már Guðmundsson Páll Halldórsson Pétur Tyrfingsson Sigurlaug Gunnlaugsdóttir A fyrsta fundi miðstjómar var Pétur Tyrfingsson kosinn formaður hennar. Már Guðmundsson.

x

Neisti

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.