Andvari - 01.01.1903, Blaðsíða 13
7
heimtaði, og betra var að halda sér viS réttritan hans,
ef vel átti að fara fyrir inanni í íslenzkum stýl,
I fræðigreinum ]ieim, sem Haldór kendi í skólan-
um,—en það var framan af landafræði, danska, og alla
tíð ])ýzka og íslenzka, auk annars fleira eptir ]iví, sem
á stóð, — lét liann sér ant um það, að kenslubækurn-
ar væri á íslenzku, en ]>ar var ekki í annað hús að
venda en að búa ]>ær til, því að eingin slík skólakenslu-
bók mátti heita, að væri til þegar Haldór kom að skól-
anum. Hafði Haldór ekki margar sveiílur á því, held-
ur samdi á fyrstu árum sínum kenslubækur í öllum
þeim greinum, er hann kendi að staðaldri. 1854 gaf
hann út þýðing á landafræði Ingerslevs, sem prentuð
var í 2. útgáfu 1867. Danska málmyndalýsing gaf hann
út 1857 (önnur útg. 1901) og þýzka 1863. Hafði hann
árið áður ferðast til Þýzkalands til þess að auka þekking
sína á því máli, og komst hann í þeirri ferð sinni suð-
ur til Múnchen á Bæjaralandi. En áður hafði hann
gefið út bæði íslenskar réttritunarreglur (1859), ásamt
skýringum á almennum málfræðishugmyndum og is-
lenzka máhnyndalýsing (1861)1. Ekki miklu síðar
tók hann og að gefa út ásamt Gísla Magnússyni þýðing
á Austurför Kýrosar, sem fylgdi skólaskýrslum og
var lokið 1867.
Starf Haldórs við skólann verður ekki virt nema
á einn veg, enda kom það ljóst fram 1888. Þá hafði
hann verið kennari í 40 ár. Færðu þá skólapiltar hon-
um gjöf í sæmdar og þakkar skyni, lærisveinar hans
(námsmenn) erlendis sendu honum ávarp, og allir beztu
menn bæjarins, landshöfðingi, biskup og fjöldamargir
embættismenn færðu honum hamingjuóskir og vottuðu
1) Haldór samdi og litlu síðar fslenzka malmyndalýsingu (i
ensku, sem aldrei var prentuð.