Andvari - 01.01.1903, Page 27
21
náttúrufari; tók hann upp fénaðarhald, bœði sér til á-
nægju og frálags í bú og hirti sjálfur um það. Þótti
þó slíkt heldur nýstárlegt um embættismenn, og fékk
Haldór opt orð í eyra fyrir það. En hann skeytti því
að eingu, og dugnaður hans á marga vegu hlaut að
ryðja sér til rúms. Enda var hann orðinn svo alkunn-
ur fyrir atorku og framtakssemi í verklega átt, að 1868
var hann kosinn forseti búnaðarfélags Suðuramtsins, og
var jafnan endurkosinn til þess síðan jiangað til 1901,
að hann sagði því starfi frá sér, og var þá komið á
alsherjar Búnaðarfélag fyrir alt landið. Með stjórn Hal-
dórs kom alveg nýtt fjftr og framtakssemi í Búnaðarfé-
lagið; hann lét félagið beitast fyrir að útvega lands-
mönnum verkfæri til jarðabóta; búfræðingar voru ráðn-
ir í þjónustu félagsins ár eptir ár til þess að ferðast
um landið, bæði til þess að gá að hverju mætti til veg-
ar koma, sem til umbóta borfði í búnaði og jarðabót-
um, og til þess að leiðbeina mftnnum til hagfeldustu
framkvæmda á því, sem gera þyrfti og tiltækilegt var.
Og svo mikinn áhuga sýndi Haldór hér um, að
hann tókst stundum sjálfur ferðir ó bendur, og það á
gamals aldri, til fjarlægra héraða um torsótta vegu til
þess að sjá með eigin augum hvers þyrfti, bverju yrði
afstýrt og hvað bætt. Ætti að fara nákvæmlega út í
það að lýsa störfum Haldórs í þarfir ])essa félags, yrði
það ekki síður langt mál en um stftrf hans til handa
bæjarfélagi Reykjavíkur, enda gerist þess ekki þftrf, því
að ætla má að Búnaðarfélag Islands minnist þein-a
rækilega.
Arið 1875 var Haldór ásamt ftðrum skipaður af
stjórninni til þess að semja uppástungur og lftg um
ýmsar tekjur landssjóðs, er lftgð voru fyrir alþingi 1877.
Hið síðasta opinbera srarf, sem Haldór tókst á
hendur, var sæltamenska í Reykjavík; var hann þá