Andvari - 01.01.1903, Qupperneq 51
45
á íslandi, og það af sömu ástæðunni. Ííún er eigi
sett samkv. ákvæðum grundvallarlaganna. Hafi ])au
þannig eigi verið gildandi hér á landi árið 1874, ]»á
hafa ]iau eigi orðið ])aö síðan, af ])eirri einföldu ástæðu,
að ]iau hafa eigi síðan verið tekin hér í lög á fyrir-
skipaðan liátt, ]mð er: eftir reglunum um lagasetningu
vora. — Það var víst líka engin skynbær maður, sem
lét sér það til hugar koma, að grundvallarlögin dönsku
væri gildandi lög fyrir Island, þegar alþingi 1902 hafði
» stjórnarskrárfrumvarpið til meðferðar. Af Dana hálfu
hefir eigi verið unt að halda því fram síðan 1874 (eða
1871), enda hefir það eigi verið gjört; hitt hefir komið
fyrir, að oss hefir verið ógnað með því, að einstök á-
kvæði grundvallarlaganna væri gild hér á landi, en þetta
er markleysa ein; annaðhvort verða lögin sem lög að
gilda hér, o: lögin Öll, að svo miklu leyti sem þeim
hefir eigi verið löglega breytt, eða ekkert af þeim gildir
hér á landi. Og þetta síðara er rétt. Einn hluti þeirra
hefir eigi verið lögleiddur hér frekara en annar. Annað
mál er það, að í stjórnarframkvæmdinni hefir á stund-
um verið beitt gagnvart oss ákvæðum grundvallarlag-
anna; en vér höfum ekkert getað við það ráðið, leitt
það hjá oss i bili, en aldrei játað þarmeð, að þetta væri
gjört í krafti grundvallarlaganna sem gildandi stjórnlaga
Islands.
Eg tel það þannig hafið yfir allan efa, að grund-
vallarlögin dönsku hafa ekki verið gildandi hér á landi
fyrir oss eða íyrir vor mál sumarið 1902. Hefir nú
aukaþingið 1902 samþykt þau sem stjórnarlög lands-
ins eða viðurkent gildi þeirra? Beinlínis getur það
ekki verið, því að það stendur ekkert um það í stjórn-
arskrárfrumvarpinu. Mér er persónulega kunnugt um
það, að engum þingmanni kom til hugar, að samþykkja
grundvallarlögin með atkvæði sínu, og var þessi spurn-