Andvari - 01.01.1903, Page 54
48
stjórnskipulegum reglum álítur nauðsynlegt, og viS ])á
venju, sem áður hefir áít sér stað („nú sem fyr“). Hann
segir þetta eitt: „stjórnarhættir ríkísins eru svo að fornu
og nýju, að það verður að telja það óhjákvæmilegt, að
þessar stjórnarathafnir séu bornar upp í ríkisráðinu“.
Þannig hljóða orð hans, rétt skilin, og eg tel það al-
veg heimildarlaust, að skilja orð hans svo, að hann með
þeim hafi viljað „slá því föstu“, að grundvallarlögin
væru gildandi stjórnarlög Isiands.
Eg þykist nú með fáum orðum hafa sýnt fram á
það, að hvernig sem sjórnarskrárfrumvarpið frá 1902
annars verður skilið, þá gefur það enga átyllu til þess
að álíta, að ríkislög Dana eftir því fái fótfestu hér á
landi, að grundvallarlögin verði nokkuð nær því að
gilda fyrir mál vor eftir en áður, og að þetta verði
bygt á ríkisráðsákvæði frv. í 1. gr.
Með ákvæðinu um ríkísráðið í 1. gr. frv. iiefir af
vorri hálfu verið samþykt og staðfest venja sú, sem
ráðið hefir meðferð mála vorra fyrir konungi síðastliðin
50 ár. Það hefir nú eigi verið fundið svo mikið að
þessu út af fyrir sig, því að „landsréttinda-afsalið" og
„þjóðernisafneitunin“ og „innlimunarsamþykkingin“ hef-
ir alt talist leiða af lögfestingu grundvallarlaganna dönsku
sem stjórnskipunarlaga, gildandi fyrir oss. Yfirleitt hef-
ir ekkert annað verið fundið að stjórnarskrárfrumvarpi
síðasta þings en það, að með því væri viðurkent eða
samþykt gildi grundvallarlaganna. Eg iiefi nú sýnt, að
þetta er ekki rétt, og mætti þá ætla, að skynberandi
menn, sem vilja eitthvaö áfram í þessu stjórnarskrár-
máli, létu eigi ríkisráðs-ákvæðið, — er enga aðra þýð-
ingu hefir en þá, að staðfesta mjög gamla stjórnarvenju,
sem vér ekkert getum ráðið við sjálfir,— villasvo skoðun
þeirra á stjórnarskrármálinu af réttri leið, að þeir geri