Andvari - 01.01.1903, Side 94
88
Miðdjúpiö er l'/8 niílu á breidd, milli Óshlíða og Snœ-
fjalla og ll/2 mílu milli Folafóts og Hliðarhúsa á Snæ-
fjallaströnd. Inndjúpið er 1 míla á breidd yzt, en rúm
1/2 míla við Boi’gareyju. Ur Inndjúpinu skerst Kalda-
lón til NA., Isafjörður úr enda jiess til S. og SV; svo
smáfirðirnir Reijkjarfjörðnr og Vatnsfjörður og svo
Mjóifjörður milli Vatnsness og Digraness. Ur Miðdjúp-
inu gengur tlói milli Ögurness og Arnarness og skerast
inn úr honum 4 firðir; fyrst Skötufjörður og Hestfjörð-
ur, sinn hvorummegin við Hvítanes og svo Seyðis-
fjörður og Alftafjörður, sinn hvorummegin við Kamba-
nes. I ílóanum er eyjan Vic/ur. 5. fjörðurinn inn úr
Miðdjúpinu er Skutuslfjörður. Allir ganga firðir þessir
jafnbliða til SV. inn úr Djúpinu og eru allir mjög
mjóir, um */4 mílu. Lengstir eru Isafjörður og Mjói-
fjörður, 2míla, hinir 1 — 11 /■> míla. Innúr Utdjúpinu
gengur Bolungarvík.
Dýpið í Isafjarðardjúpi og fjörðum þess er eðli-
lega mjög misjafnt. Ur djúpinu úti fyrir Vestfjörðum
gengur 70—80 faðma djúpur áll inn í Djúpið, nokkuð
nær SV-landi. I Utdjúpinu er liann mjór, en breikkar
Jiegar inn eftir dregur. Heldur djúpið áfram inn undir
Borgarey og er víðast 00—75 fðm. Rétt fyrir innan
Ögurhólma er hapt með 15—30 l'ðm. dýpi á jivert yfir
um, en þó er á því 400 fðm. breitt og 60 fðm. djúpt
skarð. Beggja vegna við 'álinn eru grunn með 30—40
fðm. dýjii, breiðust undan Stigahlíð og Grænuhlíð. Frá
Bjarnanúp gengur grunn (,,Riíið“) yfir undir Grænuhlíö
og er mest á því 30—40 fðm. dýpi, mitt á rnilli núps
og blíðar, og smágrynnist svo npp að núpnum. Inn
með Grænuhlíð gengur nrjór og djúpur áll inn í Jökul-
firðina, en í þeim er mest dýpi 50—60 fðm. Frá
Grænuhlíð liggur svo grunn inn í Jökulfirði. „Rifið“
skilur þannig Jökulfjarðadjúpið frá aðaldjúpinu. Dýpinu