Andvari - 01.01.1903, Side 100
94
nú ná honnm á, o: frá landsteinum og út á 20 fðm.
dýpi, nema við Melgraseyraroddana; ]>ar er nú aðal-
kúfisksplássið; áður var mikið af honum í Kaldalóni
og fyrir Mýrar- og Sandeyrarlandi, einnig í Álftafirði
utanverðum og Skutulsfirði. Nú sækja Djúpmenn mikið
af kúfiskinum norður í Jökulfirði, ]>ví þar er mikið um
hann; ]>ó er hann nú farinn að minka við Staðareyrar.
í Jökulfjörðum hefur hann aðeins verið brúkaður 3
siðustu ár. Fyrst náðu menn honum með hrífum líkt
og kræklingi, en brátt þraut ]>að, sem var svo nærri
landi (á 2—3 fðm. Þá fann Sumarliði Sumarliðason í
Æðey upp á að búa til kúfisks-„plóginn“ (líklega eftir
lýsingu á útlendum ostrusköfum). Plógur ]>essi er sterk
járngrind með tönnum að neðan og neti úr snærum
eða járnvír aflan á. Þegar hann er dreginn eftir botn-
inum, grafast tennurnar niðurí hann og róta uppskelj-
unum og safnast þær svo í netið. Fyrst var hann
dreginn á land af handafli, síðar með vindu. En svo
kom að því, að sá kúfiskur var upprættur, sem náð
varð til á þann hátt. Þá fóru menn (Kolbeinn í Dal
fyrstur) að taka hann á skipum: Sexæring er lagt
við stjóra, plógurinn róinn út frá skipinu og svo dreg-
inn inn með vindu, sem sett er miðskipa. Með þessu
móti má ná kúfiskinum á alt af 20 fðm. dýpi, mest á
8—15 fðm. Að plægja upp (,,plóga“) kúfisk er erfið
vinna og áreynsla mikil bæði fyrir skip og menn.
Plóginn srníða járnsmiðir við Djúpið. Hann kostar nær
100 kr. með vindu og streng. Frá Djúpinu befur kú-
fisksbrúkunin og aðferðin að ná honum breiðst út suð-
ur og vestur á hina firðina. Hann er nú, eins og
þegar er nefnt, uppurinn víðast við Djúpið þar sem ná
má lil hans á þenna hátt, en eflaust er hann víða þar,
eins og annarstaðar hér við land, á meira dýpi en 20
fðm. Á Bolungarvíkurmiðum fæst hann dálítið á lóð.