Andvari - 01.01.1903, Blaðsíða 125
119
þá hafa þó orðið þar ýmsar breytingar til framfara á
síðari árum, og þar til má nefna, að menn hafa tekið
upp 3 nýjar og ágætar tegundir af beitu: smokk,
síld og kúfisk og má fullyrða að bátaútvegur standi nú
hvergi með meiri blóma hér á landi, en við Djúpið;
aftur hefur honum hnignað töluvert við Arnarfjörð og
Dýrafjörð af ]>ví að þilskipaútgerðin liefur dregið frá
honum.
Það hefur vcrið alt of lítið gert að því á Vestfjörð-
um, að reyna önnur veiðarfæri en botnlóðina, sem nú
er nálega hið eina veiðarfæri ]>ar. Kaflrnur hafa að-
eins verið reyndar lítið eitt, en ættu að geta lánast vel
þar, ekki síður en á Austfjörðum, ef þær væru reyndar
alment; þegar fiskur gengur í firðiná með síld, þá er
hann oft svo hátt uppi í sjó, að nóg getur verið af
fiski, þótt ekkert fáist á botnlóðir. Eg hefi lýst þeim í
Andv. 1899, bls. 68. — Þorskanet hafa alls ekki ver-
ið reynd, nema lítilsháttar í fyrra í Hnífsdal einu sinni.
Þau ætti að vera sérlega vel til fallið að brúka í fjörð-
unum yfirleitt á öllum tímum árs, þegar fiskur er í
göngu, ef þess væri gætt, að þau lægju ekki lengi í
einu, svo fiskur skemdist ekki í ]>eim og að riðillinn
væri hæfilega stór. Þau hafa þann kost, að þau þurfa
ekki beitu með og í þau fæst að eins vænn fiskur.
Margir sem eg talaði við um þau, héldu að ekki dygði
að leggja net á mikið djúp, t. d. 60 fðm. eða dýpra,
en ]>að er ímyndun ein. I Lofoten leggja menn að
jafnaði net á þessu dýpi, eða dýpra og stundum hátt
upp í sjó (ílöjtede Garn). Menn halda að oft sé nóg
af l'iski í Arnarfirði, sem ekki fæst á beitu, af ]>ví að
hann liafi lagst á meltuna, troðinn af kampalampa Þá
væri reynandi að leggja þar net; í þau ætti hann að
fást, ef hann hefur annars nokkra hreyfingu. Eins er