Andvari - 01.01.1903, Síða 136
■ 130
hefur áður verið getið, Iive mörg skip þessi voru orðiu
1847. Meðalaíli á Bíldudals og Isatjarðarsýsluskipun-
um var 1846 talinn á bœndaskipum 61 tn., á kaup-
um 80 tnr. lifrar, eða sem því svaraði af þorski (100
þorskar = 1 tn. lifrar). 1854 voru nálægt 20 skútur í
Isafjarðarsýslu, 6 eða 7 i Barðastr.sýslu og nokkrar á
Snæfellsnesi. Skútum ísfirðinga var þó tmldið úti frá
aprílbyrjun og fram í október. Hve mikilt þilskipaút-
vegurinn til bákarlaveiða vestra hafi orðið siðar á 19.
öldinni, hef eg eigi skýrslu um, nema að milli 1860 og
70 gengu að eins 2—8 skútur frá Bíldudal, en á síð-
ustu árum hefur dregið mjög úr honum, eftir því sem
þorskveiðarnar hafa aukist. Árið 1900 gengu als 5 Jiil-
skip til liákarlaveiða af Vestfjörðum; af þeim voru frá
ísafirði 1, Önundarfirði 8, Dýrafirði 1. Hákarlafiski-
svæðið er frá Snæfellsnesi, N. og A. á Húnaflóa og alt
út á 300 faðma djúp. Veiðin er stunduð frá aprílbyrj-
un og fram til ágústloka. — Kristján Markússon, gamall
bákarlaskipstjóri á ísafirði, segist hafa séð minstan há-
karl um 1 alin, stærstan með 2 tn. lifrar og með stærst-
um eggjum á sumrin. Á veturna gengur tijluvert af
hákarli í firðina.
c. Síldurveiðar
mega enn heita í bernsku vestra og menn hafa þvi ekki
veitt báttnm síldarinnar þar mikla eftirtekt alment, nenia
hin síðustu ár, er löluverður áhugi hefur vaknað á ]>ví
að veiða hana til beitu, bæði handa opnum bátum og
þilskipum, innlendum og útlendum.
I Isafjarðardjúp og firðina inn úr ])ví gengur oft
mikið af síld, bæði hafsíld og smásíld. Smásíldin er ef-
laust oft árið um kring í Djúpinu, Skötufirði og Isafirði.
Síldin gengur oft alveg inn í ísafjarðarbotn og það haf-
síld og litur út fyrir, að báðir firðirnir séu mjög vel