Andvari - 01.01.1903, Blaðsíða 140
13 á
innlendu, sem stundaður voru langt fram á 19. öld á
Vestfjörðum, enda þótt ]>að væri ekki með jafnmikl-
um krafti og Norðmenn hafa rekið ]>ær síðustu
20 ár.
Það er langt síðan að Vestfirðingar fengust fyrst við hvala-
veiðar, því 1610—21 er sagt, að Jón Olafsson „hvalfangari“
hafi gjört það í ísafjarðardjúpi og síðan hafa þær ver-
ið stundaðar öðru hvoru fram að 1894. Þá járnaði Mattías
í Baulhúsum í Arnarfirði síðast hval, en Ásgeir faðir lians
á Álftamýri var ]>ó mesta hvalaskyttan, því hann veiddi
alls 36 hvali. Hvalir þeir, er veiddir voru, voru kálfar
reyðarhvala, er komu árlega á Arnarfjörð. Þektu menn
suma þeirra og gáfu þeim nöfn; er sagt, að þeir kæmu
annaðhvort ár með kálf. Voru kálfarnir járnaðir, o:
skotið á ]>á lausum skutli, sem varð þeim að hana
með blóðeitrun, eftir nokkra daga Ræki svo hvalinn,
sem oft gat brugðið út af, fekk skyttan að eins skot-
mannshlut, eu hvalnum var skift milli sveitarbúa. Veidd-
ust 1—2 á ári. Ásgeir telur hvali þá, er hann járnaði,
hafa verið 800 kr. virði að jafnaði. Það er því eigi
nein smáræðisgjöf (29000 kr.), er sveit hans hefur ]>eg-
iðafhonum. Þessi veiði var stunduð í Arnarfirði. I fyrri
dagahöfðu menn streng úr bátnuin, við skutulinn oghrís-
vöndla framan á hátnum og áttu þeir að mæða hvalinn.
Var það sjaldan að luinn mistist. Laust fyrir miðja 19. öld
byrjuðu Isfirðingar að skutla eða skjóta hvali, en lítið
varð úr. Áður höfðu menn þar járnað hvali fram að
1760. —Siðan Norðmenn fóru að veiða, hafa hinir stærri
hvalir lagst frá fjörðum, svo nú sjást þar varla nema
hrefnur og hnísur. Á Steingrímsfjörð kemur þó enn
löluvert af hvölum öðru hvoru. Nú veiða menn því að
eins hnísur. í Arnarfirði eru þær skotnar mikið á
haustin og skutlaðar lika. I Djúpinu skjóta menn þær
einnig og kringum Æðey; eru þær veiddar í lagnet,