Fréttablaðið - 02.09.2009, Blaðsíða 19
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473
GÖNGUFÓLK er enn á ferð um Laugaveginn þótt því hafi
fækkað nokkuð undanfarið. Rétt er að benda á að veður geta orðið
válynd á haustdögum og því mikilvægt að vera vel búinn og fylgjast
með veðurspá áður en lagt er af stað. Skálaverðir Ferðafélags Íslands
verða í skálum fram í september og fylgjast með ferðalöngum.
Velbon þrífætur
mikið úrval
„Þetta eru einhvers konar
farartæki – sem er þó aldrei ætlað
að fara neitt – en það er hægt að
fljúga á þeim í huganum og jafn-
vel flýja. Það er ódýrt að ferðast
þannig. Svo er farangur sem fylg-
ir.“ Þetta segir myndlistarkonan
Inga Þórey um sýninguna, sem
samanstendur af þrívíðum mál-
verkum, skúlptúrum, hljóð- og
ljósaverki og er stillt upp þannig
að úr verður nokkurs konar
umferðarmiðstöð. En hvert sækir
hún þessar hugmyndir? Ferðast
hún mikið sjálf?
„Ég mætti alveg vera duglegri
að fara á framandi slóðir en þar á
móti kemur að mig dreymir ferða-
lög. Á sýningunni eru meira að
segja staðir sem ég hef komið á í
draumum eða að minnsta kosti er
vísað í þá.“
Sýningarsalurinn er við hliðina
á bátasafni, sem Inga Þórey segir
verka hvetjandi á ímyndunaraflið
enda séu bátar heillandi farartæki.
„Svo erum við stödd í Keflavík, þar
sem allir fara um sem nota lofts-
ins vegu til eða frá landinu. Hér er
allt á ferð og flugi. Það vantar bara
lestir, þá er þetta komið.“
Það eru þó ekki ferðalögin sjálf
sem sýningin fjallar um að sögn
listakonunnar – ekki beinlínis –
heldur andrúmsloftið sem ótvírætt
skapast við að vera að fara eitt-
hvert. „Áfangastaðurinn skiptir
ekki máli,“ segir hún. „Sýningin
sjálf getur verið áningar staður
og kannski vakna hugmyndir að
nýjum áfangastöðum og nýjum
ferðum hjá áhorfendunum.
Hugsan lega verða það geimferð-
ir sem fólki dettur í hug. Þá má
geta þess að Pan American var
með sölu á ferðum út í geiminn.
Ég hefði alveg viljað eiga þannig
miða.“ gun@frettabladid.is
Hægt að fljúga á þeim
í huganum, jafnvel flýja
Myndlistarkonan Inga Þórey Jóhannsdóttir er engin flökkukind í alvörunni. List hennar hverfist þó um
ferðalög eins og glöggt sést á sýningu sem hún opnar í Listasafni Reykjanesbæjar á föstudaginn.
„Ég mætti alveg vera duglegri að fara á framandi slóðir en þar á móti kemur að mig dreymir ferðalög,“ segir Inga Þórey.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA