Fréttablaðið - 02.09.2009, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 02.09.2009, Blaðsíða 34
22 2. september 2009 MIÐVIKUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Það hefði líklega verið fáheyrt fyrir nokkru að bruni myndbandaleigu þætti stórslys fyrir íslenska menn- ingu, líkt og bruni Laugarásvídeó gerir nú. Persónulega líkti ég viðburðinum við bruna Árnastofnunar. Mín kynslóð tengir ekki við bækur, sú er allavega alhæfingin. En að sjá safn mynda brenna, hittir okkur í hjartað. Menningarlegt gildi er áunnið mjög hægt. Hlutir verða verðmætir löngu eftir að þeir fara af markaði, eitthvað verður klassískt af umtali og nostalgíu áratugum síðar. Hvenær og hvernig er erfitt að henda reiður á. Við dauða? Ef um verk poppstjörnu er að ræða, já. Við afrek? Stundum. Við dularfullan stimpil lista- elítunnar? Oft. Það er engin nefnd sem kveður á um menn- ingarlegt gildi beint. Menningarlegt gildi er í höndum og hugum fólksins. Það þykir ekki fínt að halda upp á popp- menningu, poppmenning er lágmenning og verður aldrei klassík. En svo vill verða að sótsvartur almúginn nær sínu fram og það sem hann heldur upp á verður viðfangsefni lærðra greina fræðimanna. Með því stað- festa þeir menningarlegt gildi viðkomandi efnis. En þeir skapa það ekki. Þegar eitthvað hefur svo fest sig í sessi, sem eitthvað sem einkennir kynslóð, ára- tug, stefnu, strauma eða mannlífið almennt á hverjum stað og tíma, verður það ekki aftur tekið. Metnaðarfullar myndbanda- leigur eru og verða mikilvægar fyrir menningu landans. Myndbönd detta upp fyrir, hver veit hvað tekur við af Blue-Ray, en stofnunin, leigan, er komin til að vera. Menningarlegt gildi hennar er ótvírætt. Verst að sá viðburður sé markaður með ómetanlegu tjóni. Vídeó-leigan er komin til að vera NOKKUR ORÐ Kolbrún Björt Sigfúsdóttir Er eitthvað að, ástin mín? Slæmur hárdag- ur? Hefur þú einhvern tímann haft lag á heilanum og ekki náð því út? Já. En ég hef aldrei reynt að valda meiri skaða á meðan á því stóð. Mala Ma-ma Ég er búin að gleyma af hverju ég var að mala. Vannstu 150 kíló páskaegg? Finnst þér það ekki mikið? Jú, það er svo sannarlega mikið, það er meira en fjöl- skylda getur borðað á fimm árum! Vá! Er það satt mamma? Er þetta dökkt súkkulaði eða mjólkursúkku- laði? Eitthvað að!!!! KLESSUBÍLAR Miðar Slysabætur Námskeið fyrir þjónustuaðlila handslökkvitækja Brunamálastofnun Skúlagata 21101 Reykavík Sími 591 6000 Fax 591 6001 www.brunamal.is Skrifstofan er opin virka daga kl. 8-16 Námskeiðið verður haldið 22. septermber 2009 að Flugvallarbraut 732, Reykjanesbæ. Námskeiðsgjald er kr. 15.000,- Umsóknir um þátttöku sendist fyrir 15.9.09 á Pétur Valdimarsson (petur@brunamal.is) á þar til gerðu eyðublaði sem hægt er að nálgast á heimsíðu Brunamálastofnunar (www.brunamal.is). Námskeiðsgjald greiðist fyrir 21. sept. 2009 Sérstök athygli er vakin á að þeir sem fengið hafa bráðabirgðaleyfi hjá Brunamálastofnun til að starfrækslu þjónustustöðvar þurfa að sækja námskeiðið til að halda þeim réttindum. Brunamálastofnun stendur fyrir námskeiði fyrir þjónustuaðila handslökkvitækja skv. gr. 1.3. í reglugerð nr. 170/1990 um eftirlit og viðhald handslökkvitækja. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa lokið 60 tíma starfsþjálfun í meðferð handslökkvitækja hjá viðurkenndum þjónustuaðila. Þátttakendur þurfa að skila staðfestingu viðurkennds þjónustuaðila um 60 tíma starfsþjálfun við upphaf námskeiðsins. Námskeiðinu lýkur með skriflegu prófi. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.