Fréttablaðið - 02.09.2009, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 02.09.2009, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 2009 7ljósanótt ● fréttablaðið ● SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 09.00 Opið golfmót í Leiru í boði Hótels Keflavíkur. 11.00 Söguganga um gamla varnarsvæðið – Ásbrú. 12.00-14.00 Fjölskylduhátíð Keflavíkurkirkju. 13.00-17.00 Opið hús hjá Pílukast- félagi Reykjaness. Staðsetning: Hrannargata 6. 14.00 Fjölskyldutónleikar á vegum gospelkrakka Hjálpræðishersins í Duushúsum. 16.00 Hátíðartónleikar – Íslandsbanki og Nettó. Staðsetning: Salur Fjöl- brautaskóla Suðurnesja. Kórar svæðisins og einsöngvarar flytja lög og atriði úr söngleikjum og óperum m.a. úr Jesus Christ Superstar, Fiðlaranum á þakinu, My Fair Lady og La boheme. Söngvarar: Valdimar Haukur Hilmarsson baritón, Bragi Jónsson bassi, Rúnar Guðmundsson tenór, Jóhann Smári Sævarsson bassi, Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópran, Dagný Jónsdóttir sópran, Jelena Raschke sópran, Elmar Þór Hauksson tenór, Karlakór Keflavíkur, Kvennakór Suðurnesja, Kór Keflavíkurkirkju, Orfeus. Hljómsveitir: Talenturnar. Hanna Björg Konráðsdóttir, Birna Rúnarsdóttir, Sólmundur Friðriksson, Kristján Jóhannsson og Sigrún Gróa Magnúsdóttir. Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Stjórnandi er Arnór Vilbergsson. SÝNINGAR SÝNINGAR Í DUUSHÚSUM Duusgötu 2 - 8 Opið: fimmtudag 13 - 17, föstudag 11 - 17, laugardag 12 - 19, sunnudag 13 - 18. Flökkuæðar - Loftfar/Vessels - Inga Þórey Jóhannsdóttir í listasal Farangur og farartæki er helsti efniviður Ingu Þóreyjar sem í verkum sínum leitar að svæðinu milli svefns og vöku, þess augljósa og þess sem er óaðgengilegt. Sýningin samanstend- ur af þrívíðum málverkum, máluðum skúlptúrum, hljóð- og ljósaverki sem stillt er upp þannig að úr verður nokkurs konar umferðarmiðstöð. Sýningin stendur til 18. október. Verk Eggerts Guðmundssonar í bíósal Verkin á sýningunni eru fjölbreytt að efnisvali: olíuverk, teikningar o.fl. en verkin eiga það sammerkt að flest þeirra eru í eigu bæjarbúa sjálfra. Eggert Guðmundsson var fæddur í Stapakoti í Innri-Njarðvík, árið 1906. Eggert var vinsæll málari og hélt fjölda sýninga bæði hér á Íslandi og erlendis. Sýningin í Duushúsum mun standa til 27. september. Völlurinn - sýning um starfsemi bandarísku herstöðvarinnar og þau áhrif sem hún hafði sem vinnustaður og nágranni á byggðarlögin í kring. Bátasafn Gríms Karlssonar Norðurljós á Ljósanótt - ljósmyndir Olgeirs Andréssonar í anddyri Duushúsa. Leyfið börnunum að koma til mín - Keflavíkurkirkja. Myndlistarsýning listamanna úr Reykjanesbæ fjallar um textann í MK 10.13-16 sem jafnan er lesinn við skírn. Málverkin verða til sölu og rennur hluti andvirðisins til æskulýðsstarfs við Keflavíkurkirkju. Libia og Ólafur í Suðsuðvestur, Hafnargötu 22 Libia Castro og Ólafur Ólafsson sýna myndbandsverkið Caregivers (2008) sem þau unnu fyrir Evrópu-tvíæring- inn Manifesta 7 sem haldinn var á Norður-Ítalíu á síðasta ári. Sýningin mun standa til 11. október. SÝNINGAR Í GRÓFINNI 8 40 ára afmælissýning myndlistar- manna Listasafn Erlings Jónssonar - Skúlptúrar og lágmyndir Steinunn Guðnadóttir hönnuður - Vörur úr leðri með fiskroði. Rut Ingólfsdóttir, keramiker - Gifsverk – Gúbbar Halla Har - Listakona Árni Jakob sýnir tíu ára afmælishátíðar ● ÁRGANGAR GANGA SAMAN Dagskrá Ljósanætur nær há- punkti sínum á laugardaginn og hefst með árgangagöng- unni á Hafnargötunni. Þar hitt- ast árgangar við sitt húsnúmer á Hafnargötunni. Þannig hittast þeir sem eru fæddir árið 1950 við Hafnargötu 50 og svo fram- vegis. Árgangagangan hefst frá Hafnargötu 88 þar sem yngstu þátttakendurnir eru og geng- ur sem leið liggur niður Hafnar- götuna í átt að hátíðarsvæði. Við lok göngunnar raða þátttak- endur sér upp fyrir framan stóra sviðið þar sem Árni Sigfússon bæjarstjóri setur dagskrána og við tekur óvænt skemmtiatriði. Árgangagangan er skemmti- legur viðburður á ljósanótt og tilvalin fyrir árganga að hittast - oft verða fagnaðarfundir. Gangan er opin öllum, bæði innfluttum og gestum á hátíð- inni. Í ár er heiðursárgangurinn 1959 sem ætlar að fjölmenna og halda upp á 50 árin með stæl í göngunni. Sjá nánari upplýsingar um dagskrá Ljósanætur á ljosanott.is. Þar er einnig hægt að fá dagskrána í símann í samstarfi við Ými mobile guide. Veittar verða upplýsingar um Ljósanótt á sýningunni Reykjanes 2009 í Akademíunni, Menntavegi 1. Ljósanótt er menningar- og fjölskylduhátíð og eru foreldrar hvattir til þess að njóta hátíðarinnar með börnum sínum. Minnt er á útivistartíma barna. Góða skemmtun! Kynntu þér námið, íbúðirnar og aðstöðuna á sýningunni Reykjanes 2009. Frumkvöðlanámið er öflug blanda hagnýtra námsgreina og vinnu við þróun viðskiptahugmyndar undir handleiðslu færustu sérfræðinga. Nemendur útskrifast með gráðuna PDE (Professional Diploma in Entrepreneurship). Kennsla fer fram í Eldey, frumkvöðla- og orkusetri en þar hafa nemendur aðgang að rannsóknar- og skrifstofuaðstöðu, fundarherbergjum, kaffistofu og gagnasmiðju innan um frumkvöðla og sprotafyrirtæki á vegum NMÍ. Auk námskeiða veita sérfræðingar og vísindamenn frá HÍ og NMÍ nemendum aðstoð og ráðgjöf við vinnslu viðskiptaáætlunar, fjármögnunar, styrkumsókna, stofnunar og reksturs fyrirtækja. Nemendur hafa einnig aðgang að þjónustu náms- og starfsráðgjafa og upplýsingafræðings á bókasafni Keilis. Frumkvöðlanámið hjá Keili er einstaklingsmiðað tveggja anna nám. Námið hentar bæði þeim sem eru í vinnu og þeim sem vilja helga sig þróun viðskiptahugmyndar sinnar. Námskeiðin eru kennd í lotum sem eru að jafnaði frá fimmtudegi til laugardags á tveggja vikna fresti. Lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN) veitir lán fyrir skólagjöldum og framfærslu eftir reglum sjóðsins og framvindu nemenda. FRUMKVÖÐLANÁM Nám byggt á þinni viðskiptahugmynd Keilir býður upp á eins árs frumkvöðlanám (60 ECTS) á háskólastigi. Námið er skipulagt í samstarfi Keilis, verkfræði-og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Í lok námsins standa nemendur uppi með fullþróaða viðskiptahugmynd og viðskiptaáætlun sem tilbúin er til fjármögnunar. Tökum enn við umsóknum!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.