Fréttablaðið - 02.09.2009, Blaðsíða 18
18 2. september 2009 MIÐVIKUDAGUR
UMRÆÐAN
Guðrún Eygló Guð-
mundsdóttir skrifar um
meðferð dýra
Það er lítið fjallað um dýravernd á Íslandi.
Dýraverndunarsamtökin
hafa frá árinu 1959 verið
í virku samstarfi við
Norður löndin. Það var ekki fyrr
en 1994 sem komið var á lögum
um rétt dýra á Íslandi.
Ég las pistil í Mogganum á síð-
asta ári. Hann segir frá myndbandi
um vondan aðbúnað á kjúklinga-
búum á vegum KFC og þá óþarf-
legu grimmd sem dýrin þurfa
að þola. Þar er vitnað í
dýraverndunar sinnann
Temple Grandin og sam-
tök hennar. Hún er virt-
ur fræðimaður og hefur
gert rannsóknir til að
þróa mannúðlegri vinnu-
brögð við eldi og slátrun
dýra. Nánari upplýsingar
á www.grandin.com.
Er fylgst nægjanlega
með framkvæmd slátr-
unar dýra á Íslandi? Dýralæknar
eiga að hafa eftirlit með slátur-
húsum og aðbúnaði dýra á bænda-
býlum. Er það nógu virkt?
Er það rétt að í sumum lönd-
um séu það íslamskir slátrar-
ar sem aflífa dýrin á þann hátt
sem trúarbrögðin segja til um?
Eru það dýralæknar sem fylgjast
með að það sé gert á sem kvala-
minnstan hátt?
Í fyrirspurn til dýraverndunar-
félagsins var svarið að það hefði
ekki hugmynd um það. Ef ein-
hverjir vita um þessi mál vinsam-
legast látið í ykkur heyra.
Rúmenía hefur fengið sérstakt
leyfi hjá Evrópusambandinu til að
halda í aldagamlan sið í sveitum
landsins sem felur í sér að svín-
um og lömbum er slátrað án þess
að þau séu svipt meðvitund áður.
Lög ESB kveða á um að dýr séu
aflífuð með mannúðlegum hætti
í sláturhúsum og séu deyfð fyrst.
Rúmenar sögðu þessar reglur
ógna þjóðar arfi sínum!
Fyrir einhverjum árum vildu
arabaþjóðir kaupa af okkur lif-
andi lömb vegna þess að sam-
kvæmt þeirra trú skulu lömbin
skorin eftir þeirra reglum. En
okkur fannst þetta ómannúð-
leg aðferð við slátrun svo ekk-
ert varð úr þeim viðskiptum. Ef
sá sem framkvæmir slátrunina
gerir það rétt þá er það eitt hnífs-
bragð. Því miður er það sjaldnast
svo einfalt. Dýr hafa verið aflífuð
á þennan hátt gegnum aldirnar og
eru það ennþá. Oft er það gert af
kunnáttuleysi á kvalafullan hátt.
Samkvæmt dýraverndunarlögum
á að aflífa dýr með skjótum og
sársaukalausum hætti.
Sársaukafullar dýratilraunir
viðgangast enn þótt dregið hafi
úr þeim. Á síðasta ári birtist
viðtal við heimspeking þar sem
rætt var um tilraunir á dýrum
og hvort þær séu réttlætanlegar
enda skiptar skoðanir meðal dýra-
siðfræðinga. Hann segir að allt
fram á 20. öldina leyfðist mönn-
um að gera nánast allt við dýr og
ekki fyrr en á seinnihluta aldar-
innar hafi verið farið að gagnrýna
það að einhverju marki. 1944 var
Draize-prófið samþykkt af banda-
ríska matvæla- og lyfjaeftirlitinu.
Það gekk út á það að setja efni,
oft óþynnt, í augu og feld dýranna
til að athuga hvort ígerð mynd-
aðist. Til eru myndir af kanínum
sem voru festar á gapastokk og
augu þeirra spennt upp þannig að
þær gátu ekki lokað þeim. Síðan
voru efni sett í augun á þeim. Oft
án verkjalyfja. Það var ekki fyrr
en á níunda áratugnum að menn
fóru að berjast gegn þessum til-
raunum.
Í verksmiðjubúum er fjöldi
dýra í litlu plássi og geta lítið
hreyft sig. Er svona búskapur
byrjaður hér á landi? Við verðum
að vera vel á verði og gæta þess
að það séu gerðar strangar kröf-
ur til þeirra sem ætla að fara í
þannig rekstrarform.
Talsmenn amerísku hamborgara-
búllunnar Burger King hafa sent
bandarísku PETA-samtökunum
(samtökum dýravina) tilkynn-
ingu þess efnis að þeir kaupi egg
og svínakjöt frá framleiðend-
um sem ali dýrin ekki í búrum.
Einnig hefur fyrirtækið sett sig
í samband við hænsnabú og hvatt
eigendur til að taka upp mannúð-
legri slátrunarhætti en almennt
hefur tíðkast. Kannski hefur þessi
ákvörðun Burger King áhrif á
aðra í skyndibitaiðnaðinum?
Nautaat er með því ljótasta
sem maður sér en erfitt að upp-
ræta það því aldagömul hefð
liggur þar að baki. Spjótum er
stungið í hrygginn á nautunum á
mjög viðkvæma staði þannig að
þau finna mikinn sársauka við
hverja hreyfingu. Og þannig er
þeim sleppt út á völlinn þar sem
þau eru dauðadæmd en kvalin og
pínd rækilega áður. Svo er sagt
að nautið og nautabaninn standi
jafnt að vígi!
Ef við vitum um illa meðferð á
dýrum eða sjáum ofbeldi gagn-
vart þeim þá eigum við að hafa
samband strax við lögregluna eða
dýraverndunarsamtökin.
Við eigum að bera virðingu
fyrir öllu lífi, líka dýranna. Þau
eiga skilið að lifa hamingjusömu
og óttalausu lífi.
Höfundur er hjúkrunarfræðingur
og áhugamaður um dýravernd.
Dýravernd
UMRÆÐAN
Karl V. Matthíasson
skrifar um umferðar-
öryggi
Nú eru skólar byrj-aðir og nokkur þús-
und börn eru að stíga sín
fyrstu skref í grunnskóla.
Þegar við sjáum þessi börn
og auðvitað mörg önnur á leiðinni
í skólann hugsum við hlýlega til
þeirra og vonum að hvert og eitt
þeirra eigi ánægjulegan skóla-
dag og góðan skólavetur. Það hvíl-
ir mikil ábyrgð á okkur fullorðna
fólkinu að búa börnum okkar góða
skóla og umhverfi sem býður upp
á sem öruggastar leiðir. Allir for-
eldrar barna ættu að vita hvaða
leið barnið gengur í skólann og að
sú leið sé sú öruggasta.
Þegar ég var barn var það
almenn regla að börn færu ein í
skólann og gengju jafnvel lang-
an veg. Bílaeign og umferð var þá
miklu mun minni en nú er. Nú hefur
þetta breyst og margir keyra börn
sín í skólann en engu að síður eru
þau í umferðinni. Það er mikilvægt
að öryggisbeltin séu spennt og að
bílstjórar barnanna sjái svo um að
þau búi við sem mest öryggi á allan
hátt með góðum akstri og með því
að hafa einbeitinguna í lagi.
Þessi tími haustsins getur verið
mjög varasamur því börn
eiga það til að gleyma sér
í morgundimmunni og
skammdeginu eftir sumar
mikillar birtu. Því er
okkur nauðsynlegt að vera
árvökul og viðbúin. Slysin
verða oftast þegar eitthvað
óvænt hendir og fólk hefur
alls ekki búist við þeim
aðstæðum er komu upp.
Eitt andartak getur
orðið til þess að allt breytist í lífi
okkar og dagur sem átti að verða
ósköp venjulegur verður örlagadag-
ur sem varpar skugga og sorg á til-
veru okkar í langan tíma á eftir. Ég
vil hvetja til þess að við ökum var-
lega, af virðingu og þökk við lífið
og af virðingu og tillitssemi við öll
börn þessa lands.
Í dimmunni er oft erfitt að
greina dökkklædda, en endurskins-
merki eru mjög mikilvæg og hafa
þau sannað gildi sitt og örugglega
orðið til þess að koma í veg fyrir
mörg slys. Öll börn sem eru á leið-
inni í skólann og reyndar hvar sem
er ættu að bera endurskinsmerki.
Þetta á auðvitað við um alla gang-
andi vegfarendur. Gerum allt sem
í okkar valdi stendur til þess að öll
skólabörn séu örugg í umferðinni
og komist heilu og höldnu í skólann
sinn í vetur.
Höfundur er vímuvarnaprestur
og formaður umferðarráðs.
Tökum tillit til barna
í umferðinni í vetur
GUÐRÚN EYGLÓ
GUÐMUNDSDÓTTIR
KARL V.
MATTHÍASSON
Meðan ríkið sefur
UMRÆÐAN
Jón Þór Ólafsson skrifar um
eftirköst fjármálahrunsins
Flest ríki í heiminum í dag hafa tekið sér einkaleyfi á
beitingu ofbeldis innan sinna
landamæra. Mistakist ríkjum
það eins og raunin er með Írak
og Afganistan eru þau köll-
uð „misheppnuð ríki“ (failed
states). Ríkið réttlætir sína einokun á ofbeldi sem
nauðsynlega til að vernda frelsi ríkisins og til að
tryggja réttlæti innan þess.
Stofnendur Bandaríkjanna voru ekki á sama
máli. Um vantraust þeirra á ríkisvaldinu verð-
ur ekki villst í orðum fyrsta forseta Bandaríkj-
anna, George Washington: „Eins og eldur er rík-
isstjórn hættulegur þjónn og hræðilegur herra.“
Fyrir þeim var nauðsynlegt fyrir öryggi frjáls
ríkis að borgarar þess stofnuðu sjálfstæðar sveitir
vopnaðra manna (militias) og þann rétt borgar-
anna bundu þeir í stjórnarskránna. Þar að auki
hefur rétturinn til borgaralegrar handtöku lengi
verið bundinn í lögum á Vesturlöndum og á Íslandi
frá 1991. Svo réttlætingin fyrir því að borgararnir
vakni og taki völdin í sínar hendur er vel greypt í
réttlætisvitund og lög Vesturlanda.
Fyrri ríkisstjórnir sváfu á verðinum meðan
bankamenn með aðstoð Seðlabankans spiluðu
stærstu svikamyllu Íslandssögunnar. Núverandi
ríkisstjórn sefur á meðan svikahrapparnir skjóta
undan þjóðarauðinum. Sagan hefur kennt okkur
að þegar ríki sem áskilur sér einkaleyfi á ofbeldi
sefur á meðan réttlætisvitund borgaranna er ítrek-
að misboðið þá vakna þeir og taka til sinna ráða.
Ráðin sem borgararnir grípa til hafa alltaf
reynst misvel til að ná fram réttlæti, en Íslend-
ingar myndu ekki skvetta rauðri málningu í dag
ef ríkið svæfi ekki á meðan svikahrappar skjóta
undan þjóðarauðinum.
Höfundur er stjórnmálafræðinemi.
JÓN ÞÓR
ÓLAFSSON
www.schballett.is
Kennsla hefst
14. september
Innritun og upplýsingar
í síma 561 5620 frá kl. 11-17.
mbósamlok
33 cl
psí dós
alltaf í leiðinni!
ú
og
Pe
J299kr.
ÓDÝRT
ALLA DAGA!