Fréttablaðið - 02.09.2009, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 02.09.2009, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 GÖNGUFÓLK er enn á ferð um Laugaveginn þótt því hafi fækkað nokkuð undanfarið. Rétt er að benda á að veður geta orðið válynd á haustdögum og því mikilvægt að vera vel búinn og fylgjast með veðurspá áður en lagt er af stað. Skálaverðir Ferðafélags Íslands verða í skálum fram í september og fylgjast með ferðalöngum. Velbon þrífætur mikið úrval „Þetta eru einhvers konar farartæki – sem er þó aldrei ætlað að fara neitt – en það er hægt að fljúga á þeim í huganum og jafn-vel flýja. Það er ódýrt að ferðast þannig. Svo er farangur sem fylg-ir.“ Þetta segir myndlist kIn að fara á framandi slóðir en þar á móti kemur að mig dreymir ferða-lög. Á sýningunni eru meira að segja staðir sem ég hef komið á í draumum eða að minnsta kostivísað í þá “ sem sýningin fjallar um að sögn listakonunnar – ekki beinlínis – heldur andrúmsloftið sem ótvírættskapast við að Hægt að fljúga á þeim í huganum, jafnvel flýja Myndlistarkonan Inga Þórey Jóhannsdóttir er engin flökkukind í alvörunni. List hennar hverfist þó um ferðalög eins og glöggt sést á sýningu sem hún opnar í Listasafni Reykjanesbæjar á föstudaginn. „Ég mætti alveg vera duglegri að fara á framandi slóðir en þar á móti kemur að mig dreymir ferðalög,“ segir Inga Þórey. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 35% 72% Fr ét ta bl að ið M or gu nb la ði ð Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18 – 49 ára. Könnun Capacent í maí 2009 – júlí 2009. Fréttablaðið er með 106% meiri lestur en Morgunblaðið Allt sem þú þarft... MIÐVIKUDAGUR 2. september 2009 — 207. tölublað — 9. árgangur VEÐRIÐ Í DAG INGA ÞÓREY JÓHANNSDÓTTIR Flýgur á framandi slóðir í huganum • á ferðinni Í MIÐJU BLAÐSINS VIÐSKIPTI Fatnaður frá íslenska fatamerkinu E-label verður til sölu í verslun Topshop við Oxford Circus í Lundúnum. Ásta Kristjánsdóttir, annar eig- enda E-label, segir þetta einstakt tækifæri. „Við erum mjög ánægð- ar með að hafa komist þarna að. E-label verður fyrst um sinn selt í Edit-deildinni þar sem nýir og upprennandi hönnuðir fá að njóta sín,“ segir Ásta. Hún segir E- label vera eitt af sjö fatamerkjum sem valin voru úr miklum fjölda umsókna en í viku hverri berist Topshop um hundrað umsóknir frá fatahönnuðum. E-label hefur hlotið afar jákvæða umfjöllun í erlendum fjölmiðlum, meðal annars á vef- síðu tískutímaritsins Elle, í tíma- ritinu Grazia og í London Paper. Að sögn Ástu er væntanleg í vor ný lína frá E-label sem verður sú fyrsta í lit en hingað til hafa flík- urnar aðeins fengist í svörtu. Fatnaður E-label er hannaður á Íslandi en framleiddur á Indlandi. Þrjú prósent hagnaðar fyrirtækis- ins renna til indverskra mannúð- arsamtaka. Sala á fatnaði E-label í Topshop hefst 25. október næstkom- andi. - sm / sjá síðu 34 Íslensk hönnun á boðstólum í verslun Topshop við Oxford Circus: E-label til sölu í Lundúnum FÓLK Danska leikkonan Iben Hjejle verður formaður dóm- nefndar í keppninni um Gyllta lundann, aðal- verðlaunin á Alþjóðlegu kvikmynda- hátíðinni í Reykjavík, RIFF, sem verður haldin síðar í mánuð- inum. Hjejle er vafalítið þekkt- ust hérlendis sem kona Caspers Christensen í gamanþáttunum Klovn. „Þetta er alveg frábært,“ segir Hrönn Marínósdóttir hjá RIFF um komu Iben til landsins. „Það eru svo margir sem þekkja hana úr þáttunum og hún er skemmti- leg leikkona líka. Það er mikil ánægja með þetta enda er hún búin að gera mikið af góðum hlutum.“ Iben verður ein fimm kvenna í dómefnd hátíðarinnar. - fb / sjá síðu 34 Alþjóðleg kvikmyndahátíð: Iben formaður dómnefndar LJÓSANÓTT Menning, tónleikar, flugeldar og gleði Sérblað um Ljósanótt FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG ljósanótt Útvarp KaninnKaninn fór í loftið í fyrsta skiptið í gær og sendir út allan sólarhringinn. BLS. 4 MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 2009 Buff spilar lög Magga Eiríks Hljómsveitin Buff er að taka upp plötu með eigin útgáfum af lögum Magga Eiríks. FÓLK 24 Sólkrossinn til Þýskalands Rithöfundurinn Óttar M. Norðfjörð hefur gert útgáfu- samning við þýskt fyrirtæki vegna skáld- sögunnar Sólkrossinn. FÓLK 34 Samtal um dauðann Bragi Skúlason sjúkrahúsprestur vann rannsóknarverkefni um ekkla á Íslandi. TÍMAMÓT 20 HÆGVIÐRI Í dag verður hæg lætis- veður. Búast má við rigningu með köflum sunnan- og suðvestan- lands en það léttir heldur til á Norður- og Austurlandi. Hlýjast verður suðvestanlands. VEÐUR 4 12 9 6 8 5 LÖGREGLUMÁL Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra rannsakar nú styrkveitingar fyrirtækja í opin- berri eigu til stjórnmálaflokka fyrir kosningarnar 2007. Rann- sóknin snýst um hugsanlegt lög- brot flokkanna en ekki fyrirtækj- anna. Brotin geta varðað sektum og alvarleg brot gegn lögunum fangelsi allt að sex árum. Sjálfstæðisflokkurinn veitti móttöku styrkjum frá þremur fyrirtækjum í opinberri eigu: Neyðarlínunni, Orkubúi Vest- fjarða og Íslandspósti. Framsóknarflokkurinn, Sam- fylkingin og Vinstrihreyfingin – grænt framboð þáðu einnig framlög Íslandspósts. Eftir að Ríkisendurskoðun birti þessar upplýsingar sögðust flokkarnir ætla að endurgreiða styrkina. Í lögum um fjármál stjórn- málasamtaka sem tóku gildi í ársbyrjun 2007 er lagt bann við því að þiggja styrki frá fyrir- tækjum sem eru að meirihluta í eigu eða undir stjórn ríkis eða sveitarfélaga. Efnahagsbrotadeildin hafði einnig hug á því í vor að rannsaka hugsanleg tengsl þrjátíu milljóna styrks FL Group til Sjálfstæðis- flokksins og þess sem síðar gerð- ist í REI-málinu. Einnig stóð þá til að skoða hugsanleg tengsl 25 milljóna styrks Landsbankans til sama flokks í tengslum við stofn- un Landsvirkjun Power. Efnahagsbrotadeildin hafði jafnframt hug á að taka fríð- indi sem kjörnir fulltrúar nutu til skoðunar, sérstaklega fræga laxveiðiferð nokkurra kjörinna fulltrúa í boði Hauks Leóssonar. Ríkissaksóknari staðfestir að ekki hafi verið taldar nægilegar vísbendingar til formlegrar rannsóknar á þessum málum. Þurft hefði að sýna fram á að styrkir og fyrirgreiðslur hefðu verið veittar til að hafa áhrif á afgreiðslu stjórnvalds í málum tengdum fyrirtækjunum. Erfitt væri að sanna það. Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahags- brota, segir að aðrir styrkir en frá opinberu fyrirtækjunum verði ekki skoðaðir meira nema frekari upplýsingar berist embættinu. Þess má geta að rannsóknar- nefnd Alþingis er að skoða sam- skipti bankanna við kjörna full- trúa síðustu árin. - kóþ / sjá síðu 12 Lögregla rannsakar opinbera styrki til stjórnmálaflokka Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra skoðar styrki opinberra fyrirtækja til stjórnmálaflokka. Rannsóknin beinist að styrkþegunum, en fjórir flokkar þáðu slíka styrki. Brotin geta varðað sektum eða fangelsisvist. IBEN HJEJLE Landsliðs- hópurinn klár Landsliðsþjálfarinn útskýrir af hverju Jóhannes Karl er ekki í leikmanna- hópnum. ÍÞRÓTTIR 28 SIGLDIR OG SJÓAÐIR Þessir félagar á Dísinni tóku þátt í þriðjudagskeppni siglingaklúbbsins Brokeyjar í gær og sjást hér koma á leiðarenda í Reykjavíkurhöfn. Keppni af þessu tagi hefur verið haldin vikulega í allt sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.