Fréttablaðið - 02.09.2009, Blaðsíða 24
2. SEPTEMBER 2009 MIÐVIKUDAGUR4 ● fréttablaðið ● ljósanótt
Sýningin Reykjanes 2009 verður
haldin í Íþróttaakademíunni í
Reykjanesbæ dagana 4. til 6. sept-
ember í tengslum við tíu ára af-
mæli Ljósanætur. Sýningin er
haldin undir yfirskriftinni „þekk-
ing, orka, tækifæri“ og þar verð-
ur kynnt margt það helsta sem
Reykjanes hefur upp á að bjóða
í atvinnulífi, menningu og þjón-
ustu.
Mörg af stærstu fyrirtækjum
á svæðinu munu kynna starfsemi
sína og þjónustu. Til dæmis Bláa
lónið, Geysi Green Energy, Há-
skólavelli, HS Orku, KADECO
– Þróunarfélag Keflavíkurflug-
vallar, Keili, Norðurál og Spari-
sjóðinn í Keflavík.
Sýningin verður opnuð föstu-
daginn 4. september og megin-
áhersla lögð á dagskrá fyrir fag-
aðila þann daginn. Almenningur
verður boðinn velkominn alla
sýningardagana og er aðgangur
ókeypis. Auk kynninga á því sem
helstu fyrirtæki, stofnanir og
sveitarfélög á Reykjanesi hafa
upp á að bjóða verða skemmti-
atriði í tengslum við Ljósanótt.
Sent verður beint út frá sýning-
unni á útvarpsstöðinni Bylgjunni
föstudag og laugardag. Nánar má
fræðast um sýninguna á www.
reykjanes2009.is.
Þekking, orka og tæki-
færi á Reykjanes 2009
Íþróttaakademían í Reykjanesbæ.
● ROKKHEIMUR RÚNARS JÚLÍUSSONAR
Nú á föstudaginn verður opnað í tengslum við
Ljósa nótt Rokksafn Rúnars Júlíussonar á heimili
rokkarans heitins, Skúlavegi 12 í Keflavík.
Á safninu gætir ýmissa grasa og eru þar tugir hljóð-
færa sem voru í hans eigu, fatnaður frá fyrri tíð
sem og alls kyns munir en Rúnar var mikill
safnari og þekktur fyrir að henda engu.
Safnið hefur verið fjóra mánuði í bígerð og
mikil tilhlökkun fyrir opnun þess en einnig
verður opið inn í hljóðverið sem Rúnar not-
aði og þar er heill heimur út af fyrir sig.
Kaninn er kominn í loftið – með íslensku tali. Sendur út frá Off-
iseraklúbbnum á 619 West Avenue sem heitir reyndar Grænás-
braut í dag. Áherslan verður á hvatningu og jákvæðni að sögn út-
varpsstjórans Einars Bárðarsonar.
Tveir heiðursgestir opnuðu útvarpsstöðina Kanann í gær-
morgun eftir staðgóðan amerískan morgunverð í boði hússins.
Þetta voru Sigurður Jónsson og Bob Murray sem störfuðu í ára-
tugi hjá AFRTS, sjónvarps- og útvarpsstöð bandaríska hers-
ins. Rödd Gulla Helga fór fyrst í loftið, eða Gunnlaugs Helga-
sonar eins og hann heitir fullu nafni. „Hann er aðalmaðurinn,“
segir Einar Bárðar, sem er samt sjálfur útvarpsstjórinn, eða Páll
Magnússon Kanans. „Það er ekki leiðum að líkjast, nema ég á
ekki jafn flott safn af bindum. Það hlýtur að koma með árunum,“
segir hann hress.
Kaninn mun senda út allan sólarhringinn á bylgjulengdunum
91,9 á höfuðborgarsvæðinu, 92,9 á Suðurlandi og 93,9 á Eyja-
fjarðarsvæðinu. „80-85 prósent af landsmönnum eiga að geta náð
okkur gegnum loftnet og öll heimsbyggðin á www.kaninn.is,“ segir
Einar og tekur fram að gott skap verði aðalsmerki starfsfólksins.
„Markmiðið er að létta undir með landsmönnum,“ segir hann. „Við
ætlum ekki að garfa mikið í þjóðfélagsumræðunni en þegar við
rýnum í samfélagið þá verður það gert með báðum höndum.“
Léttir undir með
landsmönnum
Einar, Bob Murray, Sigurður og Gulli Helga. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Hefð er komin á að setja niður
skjöld í gangstétt Hafnargöt-
unnar í Keflavík á ljósanótt.
Hann er minnisvarði um per-
sónu, fyrirtæki eða félagsskap
sem markað hefur söguspor í
samfélagið. Nú er það Völlur-
inn sem hlýtur þann heiður.
„Hljómaskjöldurinn var fyrsta
sögusporið sem sett var niður. Einu
sinni vorum með gestaspor til heið-
urs Clint Eastwood sem hafði dval-
ið hér við tökur á myndinni sinni
Flags of Our Fathers. Við settum
það fyrir framan bíóið,“ útskýrir
Sigrún Ásta Jónsdóttir, forstöðu-
maður Byggðasafns Reykjanes-
bæjar. Skjöldurinn í ár er tileink-
aður vinnuframlagi Íslendinga á
Keflavíkurflugvelli og honum
hefur verið valinn staður utan við
Duushús. „Við hugsuðum mikið um
hvort við ættum að fara með sögu-
sporið út á vallarsvæðið en þá væri
það komið úr tengslum við öll hin
sporin sem eru við Hafnargötuna,“
segir Sigrún.
Sigrún hefur sett upp sýninguna
Völlurinn í Duushúsum sem fjallar
um veru varnarliðsins á Keflavík-
urflugvelli frá sjónarhóli heima-
manna.
Um þúsund Íslendingar unnu hjá
Varnarliðinu og annar eins fjöldi
hjá Íslenskum aðalverktökum og
Sigrún Ásta segir sýninguna varpa
ljósi á sögu vinnustaðarins, frek-
ar en hernaðarbröltssöguna. „Við
erum með viðtöl við hátt í þrjátíu
manns sem unnu hjá Varnarliðinu
við ansi sérstakar aðstæður. Sumt
af því fólki var með langan starfs-
aldur þó að mikil hreyfing væri
í yfirmannahringnum því Amer-
íkanarnir stoppuðu yfirleitt stutt
við.
Svo söfnuðum við munum í þeim
byggingum á Vellinum sem við
máttum fara inn í. Fundum hell-
ing, bæði húsgögn og smádót. Við
vorum líka svo heppin að akkúr-
at þegar við byrjuðum að huga að
sýningunni var verið að taka niður
girðinguna hjá aðalhliðinu svo við
erum með bút af henni. Náðum þar
sögulegum minjum áður en þær
fóru í endurvinnslu.“ - gun
Söguspor í samfélagið
Gömlu húsgögnin á skrifstofunum voru
úr stáli og sköpuðu sérstakan andblæ.
Minningarbrot úr Messanum þar sem
bandarískar vörur voru í fyrirrúmi.
Sigrún Ásta og Steinþór Jónsson eru prímusmótorar í söguspori og sýningunni Vell-
inum sem verður í Duushúsum næstu tvö árin. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Fyrir einstaka hönnun á be hefur ReSound
hlotið tvenn nýsköpunarverðlaun. be eru
fyrstu tækin sem byggja á innfelldri, opinni
tækni. Þau eru hulin í eyrunum og gefa
eðlilega heyrn án þess að loka hlustunum.
Fyrsta sinnar tegundar
Hljóðneminn er í skjóli í ytra eyranu sem
fangar hljóðið fyrir hann og kemur í veg
fyrir vindgnauð.
2. Hljóðnemi
1.Einstök hönnun
3. Sérstaklega þægileg lögun
be by ReSound falla vel og eðlilega í hlustirnar
svo þau eru sérstaklega þægileg.
4. Rafhlöðulok
Auðvelt er að skipta um rafhlöðu.5. Hljóðnemasnúra
Snúran er mjúk og fylgir formi eyrans hún gerir
það að verkum að be leggst tryggilega í eyrað
og er algjörlega hulið.
Hlíðasmári 11, 201 Kópavogur - heyrn.isHeyrnarþjónustan
Tímapantanir 534 9600
be by ReSound er í raun ósýnileg í eyrunum.