Fréttablaðið - 17.09.2009, Page 37

Fréttablaðið - 17.09.2009, Page 37
FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2009 Hinn 12. október árið 1966 segir Tíminn frá því í forsíðufrétt að fyrsta íslenska fréttaskotið hafi verið tekið deginum áður á Íslandi þegar tökumenn voru viðstaddir setningu Alþingis. „Má búast við, að hún verði sýnd í fréttamynda- þættinum á miðvikudagskvöld en sjónvarpsdagskráin hefst með þeim hætti kl. 20.00.“ Dagskráin á fyrsta ári sjónvarps- ins var yfirleitt um tveir klukku- tímar í senn og tvisvar til þrisvar í viku en fljótlega var sent út sex daga vikunnar. Líkur voru taldar á að 50.000 til 60.000 manns hafi setið við tækið og horft á fyrstu ís- lensku dagskrána en um helming- ur landsmanna náði fyrstu útsend- ingum Ríkissjónvarpsins. - jma Fyrsta íslenska „fréttakvikmyndin“ Séu gömul íslensk dagblöð og tíma- rit skoðuð má sjá að það var árið 1934 sem fyrst var minnst á orðið sjónvarp hérlendis en það var 12. júní. Þá var auglýst að þá síðar um kvöldið myndi verkfræðingurinn Gunnlaugur Briem flytja erindi í útvarpinu um þá uppfinningu sem nýverið hefði litið dagsins ljós „og kallaðist sjónvarp“. Á þess- um árum og þeim næstu snerist fréttaflutningur af sjónvarpi helst um það að nágrannar okkar í Eng- landi og Skandinavíu reyndu að framleiða móttökutæki sem væri það ódýrt í framleiðslu að sjón- varp gæti orðið almenningseign. Árið 1938 áttu átta þúsund heim- ili í Englandi móttökutæki. - jma Sjónvarp kemur fyrst fyrir í blöðum 1934 Á kvölddagskrá Ríksiútvarpsins árið 1934 var þáttur um uppfinninguna sjónvarp. Æsispennandi setning Alþingis var fyrsta íslenska fréttamyndin. Árið 1986, hinn 9. október, hóf Stöð 2 starfsemi sína sem áskrift- arstöð með ruglaðri dagskrá. Jón Óttar Ragnarsson og Hans Kristj- án Árnason hagfræðingur áttu frumkvæði að stofnun stöðvar- innar en Jón Óttar og Valgerður Matthíasdóttir voru fyrstu árin andlit stöðvarinnar. Fyrstu helgarnar sýndi Stöð tvö „myndrokk“ eins og Morgunblað- ið kallaði það á þeim tíma, fram eftir nóttu um helgar, og þótti það mikil nýbreytni. Þær útsend- ingar lögðust þó af þegar stöðin hóf að senda út barnaefni á morgn- ana um helgar, fyrst íslenskra sjónvarps- stöðva. Stöðin naut strax mikilla vin- sælda og samkeppni um dagskrárgerðar- fólk milli stöðvanna hófst, sem til þessa tíma hafði ekki þekkst á Íslandi. - jma Barnaefni sent út á morgnana á Stöð 2 Stöð 2 sýndi tón- listarmyndbönd að nóttu til um helgar árið 1986 sem mörgum þótti góð viðbót. Jón Óttar Ragnars- son, ásamt Hans Kristjáni Árna- syni, stofnaði Stöð 2.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.