Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.09.2009, Qupperneq 37

Fréttablaðið - 17.09.2009, Qupperneq 37
FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2009 Hinn 12. október árið 1966 segir Tíminn frá því í forsíðufrétt að fyrsta íslenska fréttaskotið hafi verið tekið deginum áður á Íslandi þegar tökumenn voru viðstaddir setningu Alþingis. „Má búast við, að hún verði sýnd í fréttamynda- þættinum á miðvikudagskvöld en sjónvarpsdagskráin hefst með þeim hætti kl. 20.00.“ Dagskráin á fyrsta ári sjónvarps- ins var yfirleitt um tveir klukku- tímar í senn og tvisvar til þrisvar í viku en fljótlega var sent út sex daga vikunnar. Líkur voru taldar á að 50.000 til 60.000 manns hafi setið við tækið og horft á fyrstu ís- lensku dagskrána en um helming- ur landsmanna náði fyrstu útsend- ingum Ríkissjónvarpsins. - jma Fyrsta íslenska „fréttakvikmyndin“ Séu gömul íslensk dagblöð og tíma- rit skoðuð má sjá að það var árið 1934 sem fyrst var minnst á orðið sjónvarp hérlendis en það var 12. júní. Þá var auglýst að þá síðar um kvöldið myndi verkfræðingurinn Gunnlaugur Briem flytja erindi í útvarpinu um þá uppfinningu sem nýverið hefði litið dagsins ljós „og kallaðist sjónvarp“. Á þess- um árum og þeim næstu snerist fréttaflutningur af sjónvarpi helst um það að nágrannar okkar í Eng- landi og Skandinavíu reyndu að framleiða móttökutæki sem væri það ódýrt í framleiðslu að sjón- varp gæti orðið almenningseign. Árið 1938 áttu átta þúsund heim- ili í Englandi móttökutæki. - jma Sjónvarp kemur fyrst fyrir í blöðum 1934 Á kvölddagskrá Ríksiútvarpsins árið 1934 var þáttur um uppfinninguna sjónvarp. Æsispennandi setning Alþingis var fyrsta íslenska fréttamyndin. Árið 1986, hinn 9. október, hóf Stöð 2 starfsemi sína sem áskrift- arstöð með ruglaðri dagskrá. Jón Óttar Ragnarsson og Hans Kristj- án Árnason hagfræðingur áttu frumkvæði að stofnun stöðvar- innar en Jón Óttar og Valgerður Matthíasdóttir voru fyrstu árin andlit stöðvarinnar. Fyrstu helgarnar sýndi Stöð tvö „myndrokk“ eins og Morgunblað- ið kallaði það á þeim tíma, fram eftir nóttu um helgar, og þótti það mikil nýbreytni. Þær útsend- ingar lögðust þó af þegar stöðin hóf að senda út barnaefni á morgn- ana um helgar, fyrst íslenskra sjónvarps- stöðva. Stöðin naut strax mikilla vin- sælda og samkeppni um dagskrárgerðar- fólk milli stöðvanna hófst, sem til þessa tíma hafði ekki þekkst á Íslandi. - jma Barnaefni sent út á morgnana á Stöð 2 Stöð 2 sýndi tón- listarmyndbönd að nóttu til um helgar árið 1986 sem mörgum þótti góð viðbót. Jón Óttar Ragnars- son, ásamt Hans Kristjáni Árna- syni, stofnaði Stöð 2.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.