Spegillinn - 01.12.1947, Page 19

Spegillinn - 01.12.1947, Page 19
SPEGILLINN 199 Háttvirtí SPEGILL! Nú er ekki neitt að frétta nýtilegt hjá mér. Til að gera aðeins eitthvað er ég að skrifa þér Þó er ekki því að neita, að þingið situr enn. Þeir hafa nautn af því að ljúga þessir ræðumenn. Að loknum ræðum er lygin aftur látin koma á prent. Síðan allt í öðru veldi út xnn landið sent. Blöðum fjölgar — blöðin stækka; bætast opnur við. Og svo verður lygin sannleikur við sjöunda upplagið. Útvai-pið margar fréttir flytur og fróðleik um dag og veg. Konungarnir hafa hita og hálsbólgu — eins og ég. förum á árinu, kom þar, að fangelsi máttu eigi anna öllum þeim hóp sakamanna, og vóru samdir svonefndir biðlistar, því til hindrunar að einn kæmist ranglega öðrum fyrr í prís- undina. Falar Ríkið flöskur af landsmönnum og geldur við hátt verð. Gátu menn þá orðið veldrukknir af flöskunum einum saman. Allsherjarþing hinna sameinuðu þjóða stóð með miklum blóma á þessu ári og voru sendir þingmenn utan héðan, og kómu eigi aðrir til greina en forsætisráðherrar, afdankaðir þó. Nefndaskipanir á árinu tóku öllu fram, er áð- ur hafði þekkzt. Var jafnvel legið á því lúalagi að taka ill- ræmdar nefndir og baptizera þær á ný, en almenningur var- aði sig eigi á slíkum klækjabrögðum og~ trúði, að komnar væru nýjar nefndir. En af sannnýjum nefndum varð Fjár- hagsráð einna frægast. Sat það mjög yfir hlut landsmanna og gaf út svonefnd fjárfestingarleysi, meðan nokkur pappír var til í landinu, en menn festu fé sitt unnvörpum, ranglega fengið og réttilega, er menn óttuðust hrun og eignakönnun. Á miðju ári barst borgmeistara Reykjarvíkur boð austan úr Möskvu, hvort hann vildi svo lítið láta að sitja afmæli þeirrar borgar, undir handleiðslu rauða hersins. En meistar- inn átti þá í ýmsu stússi, svo vel við áðurnefnda Búkollu sem fleiri vandamál og fór hvergi. Ritaði þó bréf hlýlegt til valda- manna austur þar. Hefjast skyldi fiskflutningar frá landinu í flýgildum til Bæheims austur — kom flýgildið, en fiskur var þá enginn til í landinu og var horfið frá þessu nýmæli. Er því enn eigi vitað, hvernig reynist. (Úr Tunglskinnu.) Jón í Felli fer í göngur um friðsæl heiðalönd. Og einhver fyrir austan dó fyrir ættingja og vina liönd. Og Ásgeir, Hermann og Ólafur þeir eru nú komnir heim. Sagt er, að þær sameinuðu séð hafi eftir þeim. Og annan hvern dag í útvarpinu þeir eru með plötuslátt. En það er ab lieyra á þessum plötum að þeir hafi skilið fátt. Þó látast þeir liafa skilið skammir er skálkarnir þöndu kjaft; og geta þess allir, að þeir hafi ágætt af þessu liaft. Þó strákslegt orðbragð og ós, ídi sé eflaust fullkomið þar; trúir enginn, að af því læri íslenzkir fulltrúar. Nú má ég hætta að hugsa og yrkja vegna helvítis ónæðis. Útvarpið þylur auglýsingar um allskonar rusl og glys. Þá er nú byrjuð bókaþulan; liver bók er listræn og góð. Skyldu allir útgefendur elska sína þjóð? Andrés K. og Karl ís. þýða klámsögurnar enn. Þeir eru ekki þjóðinni sinni þýðingarlausir menn. Bækurnar ætti að auglýsa með upplestrum við og við. Eg hlakka til þess ef hryssan græ: hneggjar í útvarpið. Og greitt mundu seljast Gleðisögi og ganga upp eins og skot, ef þýðandinn flytti fjörugan þátt um „Flakkarann TrybalIot“. Svo óska ég bæði þér og þínum að þið "verðið laus við sorg. Og megið una allar nætur við útvarp frá Hótel Borg. Jó Jó.

x

Spegillinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.