Spegillinn - 01.12.1947, Page 23
5PEGI LLI N N
2D3
ÖLFRUMVARPIÐ
Allt frá upphafi Islandsbyggðar hefur ölið verið snar og
merkilegur þáttur í þjóðlífi voru og bókmenntum. Þarf ekki
annað en vitna í forn rit þessu til sönnunar og kemur í ljós
við lestur þeirra, að öl hefur verið bæði bruggað og drukkið
hér, alla þá stund sem landinn hefur nokkurs verið megnug-
ur, en vitanlega hrakaði öldrykkjunni á mestu eymdarárum
þjóðarinnar, þegar ekki fékkst korn inn í landið, nema þá
maðkað eða ornað eins og sunnlenzk taða, hrakningssumarið
1947, sem lengi mun verða í minnum haft. Á söguöldinni
virðast menn hafa haft góð tök á ölbrugginu, og eitthvað
hefur Egill Skallagrímsson haft sterkara en það, sem nú er
við hann kennt, þegar hann orti sum sinna ódauðlegu ljóða.
Víða í sögunum er getið um ölheitur stórar, og þar af fljót-
andi drykkjuskap, en það var gott við ölið, að menn drukku
sig ekki dauða í því; miklu fremur að þeir drykkju aðra
dauða, því að þegar menn voru orðnir vel þéttir, runnu upp
fyrir þeim ýmsar misgerðir óvina þeirra, og þegar hugurinn
var orðinn nægilegur til stórræða, fóru þeir að þessum óvin-
um og drápu þá. Var þá alsiða, að annaðhvort vegandinn
eða sá, sem veginn var, kvað vísu, — eru margar þessar vís-
ur með miklum ágætum og verða væntanlega gefnar út, eftir
því sem til næst, í skrautútgáfu, sem helzt ekki mætti kosta
minna en 300 krónur og ætti að vera skreytt myndum úr
septembersýningunni. I máli voru úir og grúir af orðum, sem
á einn eða annan hátt eru mynduð af öli. Nægir þar að benda
á Ölfusið, sem virðist ekki hafa verið skipað neinum gútta-
pelum, þegar byggð var þar reist og sveitinni nafn gefið,
enda hæg heimatökin að brugga við hverina, þar sem nú er
kallað Hveragerði. Allt bendir til þess, að bruggunartækin
hafi spillzt í jarðskjálftum, einhverntíma þegar Ölfusingar
voru þeir armingjar að geta ekki endurnýjað þau. I fornu
máli er talað um að vera ölfær, þ. e. vel þéttur, en þó fær
allra sinna ferða. Einnig er getið um ölfangábragð, það var
þegar menn fylltu náunga sinn og gerðu svo bisniss við hann;
létu hann t. d. selja sér jarðarpart fyrir slikk eða uppáhalds-
hestinn sinn fyrir aflóga móbikkju, en það gerði hann hins-