Spegillinn - 01.12.1947, Side 26

Spegillinn - 01.12.1947, Side 26
206 SPEGILLINN þess heit að þvo ekki þann blett, sem hann snerti, svo lengi sem þær lifa, og ættu þá brátt að verða auðþekktar, eftir því sem bletturinn er lengur óþveginn. (Bara að aðrar taki ekki upp þennan sið og svindli þannig á spursmálinu.) Það er nú skemmst frá að segja, að Borgin var í hernaðar- ástandi meðan Tæ stóð við, og loksins þegar hann lagði af stað heim til sín klukkan hálffimm, einn skúmlan mánu- dagsmorgun, var drjúgur hópur kvenna á flugvellinum, með hundraðkalla og það niður í krónuseðla, handa honum að átógraffa. Auðvitað áttum vér einkasamtal við Tæ. „Finnst þér ekki nóg um öll lætin í kvenfólkinu hér, Tæ?“ spyrjum vér. — „0, þetta er nú ekki mikið“, segir Tæ og 'setur upp þetta bros, sem Squibb og aðrir tannpöstungar eru svo stoltir af og hver þeirra eigna sér, „ég fullvissa þig um, að þetta er ekki mikið móts við það, sem ég var fyrir suður í Senegam- bíu, fyrir viku síðan — og þar eru þær svartar, og ekki nærri eins fallegar og hér“. — „Ertu kommi?“ spyrjum vér. — „Ja, það er nú einmitt þetta, sem þeir vilja gjarna fá að vita vestur í Ameríku, en ég læt bara ekki veiða neitt upp úr mér um pólitík“. — „Bless, Tæ!“ segjum vér, því nú er flugvélin farin að prumpa. — „Blessjú!“ segir Tæ. Sem dæmi um vinsældir Tæs, og það heima fyrir, má hnýta því aftan við, að fyrir skömmu átti hann júbíleum og þá var gefin út bók um hann, smekklega bundin saman með sluffu úr fánalitunum. Fínt brúðkaup Ekki mega lesendur vorir verða fyrir þeim vonbrigðum að heyra ekkert um hana Elízabetu (eða Lilybet, eins og við köllum hana heima fyrir), sem hefur verið fast númer í þess- um dálki undanfarin ár, eða síðan hún fór að spila á píanó, sem hún gerir vel. Og nú ætti að vera ástæða til þess, því að nú er hún reyndar orðin gift kona, eins og allir vita, og þeg- ar þetta er ritað er hún norður í Skotlandi með Filpusi manni sínum (eða Pusa, eins og við köllum hann í Bökkingham). Þau eru í Skotlandi til þess að læra að spara, því að nú þarf að rétta við hallinkjammann á ríkissjóðnum í Bretlandi og þar er enginn Hvalf jörður, sem hægt sé að háfa eða pumpa peningana úr, enda vafasamt, hvort sandpumpurnar eru í lagi, eftir stríðið. En það var nú aðallega um brúðkaupið sjálft, sem ég veit, að þið viljið heyra, og það er ekki á hverjum degi, sem mað- ur dumpar oní kóngabrúðkaup. Strax kvöldinu áður vorum við konurnar farnar að þyrpast ofan að götunum, sem liggja að Vestminsterabbí — já svona skrítið er nafnið á dómkirkj- unni þeirra — og allar höfðum við með okkur teppi og kjafta- stóla og svo eitthvað í gogginn, til þess að þrauka af nóttina. Það gekk sæmilega, þó að veðrið væri ekki sem bezt, en hálf vorum við rotinpúrulegar þegar kóngsvagninn kom og Elíza- bet brosti til okkar. Við skoðuðum fyrst kjólinn, sem mest hefur verið umtalaður og tízkukóngarnir hafa sent spíóna til þess að komast eftir, hvernig væri, en hann var þá afar óbrot- inn úr krepdusíni, en með löngu slefi. Hinsvegar var Filpus brúðgumi í úníformi, því hann er hermaður og stríddi voða- lega vel í stríðinu, þó að hann væri stundum utan við sig, af því að þá var hann að hugsa um Elízabetu. Löngu fyrir brúðkaupið var öllum boðið að sjá brúðar- gjafirnar; þær voru nú mest úr pletti, af því að tímarnir eru eins og þeir eru. Meðal annars gaf Magga prinsessa systur sinni pikknikktösku með borðbúnaði fyrir sex og það finnst mér nú alveg óþarfi, þar sem þau pikknikka varla norður í Skotlandi með mannsöfnuð með sér, heldur sækjast eftir að vera ein yfir hveitibrauðsdagana. Elektriskt ástaljóð Ólgar raf í æðum þínum, augun neista, fagra vera. Og þú lýsir augum mínum eins og hundrað kerta pera. Ástin lieit þér einni lýtur, er ég dvel í liúsi þínu, og ég veit þú aldrei slítur öryggin í hjarta mínu. Bæjarpósturinn kvartaði fyrir nokkru um að skáldin skyldu ekki fá innspirasjón frá Heklugosinu, en þessi vísa um fslending segir nú annað. Þeir lugu og stálu, þeir lifðu í syrnl. Sá lýður var dæmdur að falla, unz helvíti opnaði Heklutind og Jiugðist að gleypa þá alla. Kei.

x

Spegillinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.