Spegillinn - 01.12.1947, Blaðsíða 28

Spegillinn - 01.12.1947, Blaðsíða 28
2GB BPEGILLIN N 'Jrœkileyt ^eríatay Hálfdán Blindskers hallaði sér afturábak í stóra stólnum sínum og gætti snefils af sjálfsánæg.iu í svipnum, sem ekki var algengt og hlaut því einhver sérstök ástæða að vera fyrir hendi. Borðið fyrir framan hann var eitt af þessum stóru, dökku og útskornu allt um kring, sem flutt voru inn frá dan- mörku á gjaldeyristímabilinu og kölluð diplómataskrifborð, en fínna nafn á skrifborði var ófundið enn. Andspænis Hálf- dáni sat blaðamaður með eftirvæntingarsvip og var að kveikja í havanavindli — eða avanavindli samkvæmt útvarpsfram- burði. — Má ekki bjóða yður eina kollu af áfengum bjór? spurði Hálfdán. — Ég meina ekki samskonar kollu og þá, sem Haga- lín var að skrifa um nýlega. — Er virkilega búið að samþykkja ölfrumvarpið? spurði blaðamaðurinn undrandi. — Ekki aldeilis. Þeir eru ekki nálægt því hálfttáðir áð svæfa það. En á minni skrifstofu er ekki farið eftii’ hfeínum frumvörpum, því hér sitja raunhæfar aðgerðir í fyrirrúmi. Annars var erindið að segja yður eitt og annað, eðá feVöflá undan og ofan af, um ferðalag mitt erlendis í verzlunarer- indum, og svo náttúrlega ýmislegt ótaiið annað. Mér datt strax í hug að lesendum blaðsins þætti merkilegt að heyra um þetta, því ekki er svo margt til skemmtunar núna í raf- magnsleysinu. Fólk hefur varla um annað að velja en að fara á ball í Mjólkurstöðinni, sem hefur nokkra rísikó í för með sér, eða sitja heima og lesa einhverja frábærlega fræga bók, sem heldur athygli lesandans fanginni spjaldanna á milli, eins og forlögin orða það. Snertisambönd við kvikmynda- stjörnur eru svo sjaldgæf, að ekki er hægt að reikna með þeim. Þau eru eins og óvænt síldarganga. — Þetta er verulega vel hugsað af yður, sagði blaðamað- urinn. — Slíkar frásögur af ferðum um framandi lönd eru afar vel þegnar af þeim, sem heima sitja. — Það er eiginlega ekki nema sanngjarnt að við, sem fá- um gjaldeyri til slíkra ferða, miðlum hinum þekkingu og skemmtun, þegar heim kemur. Mér finnst þetta eins og nokk- urskonar endurgreiðsla, þótt svona ferðalög hæfra manna margborgi sig fyrir þjóðina. Nú segi ég yður bara sannleik- ann og svo getið þér hagrætt honum fyrir lesendurna. 1 þeirri grein hafið þið blaðamennirnir mikla og góða þjálfun. Jæja, þau voru nokkuð mörg löndin, sem ég heimsótti, og óvíst að ég geti talið þau öll upp, en eiginlega fór ég svona víða til þess að spara gjaldeyri. því það er hlutfallslega ódýrara að fara til margra landa í einni ferð, en að fara til eins lands í hverri ferð. Á þetta má benda. — Mjög athyglisVert, sagði blaðamaðurintt. —= Þetta ei* alveg ttýtt Viðhorf í Utanförum. Þér hafið vitanlega orðið að fá góðah stimpil á þassann í svofla Ianga ferð. — Ég fékk þrýðiiegafl stimþií hjá réttUiil áðiíum, efl UM það vil ég ekki fæða frfekar, því ég fer feldri fen tvævetur og læt ekki bíaðamenn plata mig til að segja neitt, sem ég verð svo kannske að taka aftur. Ég hóf ferðina með því að fljúga beina leið til- Californíu, en þaðan hafði ég spurnir af alveg nýrri uppfinningu í bilaiðnaðinum og varð ekki fyrir von- brigðum. Þeir eru farnir að smíða þar bíla, sem ekki eru erfiðir viðfangs fyrir þá, sem með kunna að fara. í þeim er tæki, sem líkist diktafóni, og í það segir maður eða hvíslar með réttl’i aðferð, hvert maður ætli að fara, og þangað fer bíllinn með sjálfvirkum hætti, ef svo mætti segja. — Það er þá líklega betra að tala ekki af sér, eða er máske hægt að taka orð sín aítur á miðri leið? — Það hekl ég áreiðanlega, sVona með aUkafyrírskiþuil, rétt eitts og þegar aukaskammti er úthlutað. Ég tók reyndar ágætt próf í þessu, en kennarinn tók þetta ekki fram sér- staklega. Þessa tegund bíla ættum við að flytja inn, öllum öðrum fremur, og til þess að auðvelda framkvæmdir, þá fékk ég umboð fyrir Island og Grænland, ef við náum því frá dön- um. Sem happdrættisbílar eru þeir tilvaldir, þar sem þeir hafa sjálfspilandi jazzmaskínu í skottinu, sem líka er tilval- in á ferðum út um sveitir, til að skoða fagra staði. — Mér þætti líklegt að svona bílar væru tilvaldir á rúntin- um, sagði blaðamaðurinn. — Mér skilst, að ef einhver vilji hitta einhverja, sem oft kemur fyrir, þá snuðri bíllinn hana uppi. Réttir aðilar verða að láta þetta til sín taka strax upp úr áramótunum. Þér hafið upplifað einhver ævintýri öðrum þræði, geri ég ráð fyrir. — Ekki örgrannt, svaraði Hálfdán. — Ég var um tíma á sveitahóteli og bjó á fjórðu hæð, en einn morgun vaknaði ég við það, að bæjarlækurinn var farinn að renna inn um glugg- ann, eða eitthvað af honum, því rigningin var svo gífurleg úti og uppi í fjöllunum. Rigningarnar hérna heima í sumar voru brakandi þerrir í samanburði við þessa rigningu. Ég lét mér samt ekki bregða, heldur fór að skrifa Hallbjörgu minni, úr því ég var vaknaður á annað borð, og þá fór að

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.