Spegillinn - 01.12.1947, Page 31
SPEGILLINN
211
tala eins og þeir hafi sand í tálknunum, og fleiri aðvaranir
komu fram. Varð því ekki af framkvæmdum, en hinsvegar
var Sveini Ben. gefinn gamaldags póstur og er sagt, að hann
pumpi með honum síld, sér til dægrastyttingar.
Þess má geta, svona rétt til gamans, að við veiðarnar eru
notaðir bergmálsdjúpmælar, sem segja til, hversu djúpt síld-
in liggur. Einn dag kíkti skipstjóri nokkur á mæli sinn og sá
að skipið stóð á þurru. Leit hann þá út fyrir öldustokkinn
og sá, að þetta var rétt, en hann stóð bara ekki á landjörð-
inni, heldur á síld. Ekki fylgir það sögunni, hvernig skipið
hafi plummað sig svona fríttstandandi á kilinum, sem má þó
vel hafa verið, en til þess hefur það bara þurft að vera betur
hlaðið en True Knot.
Afleiðingar þessarar aflahrotu eru þegar farnar að koma
í Ijós. Ein nefndarkona lét þess getið í viðtali, þegar um það
var rætt, hvers vegna mjólkurskömmtun hefði verið hætt, að
það myndi vera síldinni að þakka.
Bara að hún vildi taka skömmtunarstjórann með.
N ótabassinn.
FRÍSTUNDAMÁLARAR
hafa nú stofnað skóla og ráðið sér kennara í málningarlistinni.
Kostnaðinn ætla þeir að hafa upp með því að kenna sjálfir abstrakt-
málurum meðferð pensla og lita.
AFMÆLISSÝNINGU
Ljósmyndarafélagsins hefur verið aflýst vegna efnisskorts. Væri
félagið sniðugt og ætti einhverja lögg af framkallara, væri því innan-
handar að leggja bara neitanirnar frá Viðskiptanefnd í kallarann og
gera þær þannig að leyfum.
FINNAR
hafa nýlega hafið vinnslu sykurs úr tré og þykir að vonum hin
merkilegasta nýlunda. Já, vér trúum ekki öðru en eitthvað muni krassa,
þegar þeir fara að brugg'a sér toddý úr tréspíra og nota þennan ágæta
sykur í það. Að minnsta kosti ættu þeir að fá 100% timburmenn.
Alltaf einhverjum
að kenna
Ein heilsusamleg hugvelcja „ráðamönnum“ vorum til
umþenkingar, að megi þeir gagnlegan lærdóm þar af draga.
Eins og sjá má af þessari einföldu yfirskrift, höfum vér
lesið niður í kjölinn hina miklu og nákvæmu skýrslu Fjár-
hagsráðs um sálmaskáld vort Hallgrím Pétursson. Og von-
andi að Fjárhagsráð láti fleiri skýrslur af þessu tagi frá sér
fara. Það myndi verða tekið með þökkum af vorri vanþakk-
látu þjóð, þar sem annars allt er einhverjum að kenna. Ja,
ég hef ekki annað fyrir mér en blöðin, sem sverja og sárt við
leggja, að þeim falli aldrei ósatt orð úr penna eða „satsi“.
Til dæmis er járnsmíðaverkfallið eingöngu bæjarstjórnar-
meirihlutanum að kenna og þar með allt rafmagnsleysið og
sennilega eyðilegging á öllum þeim vélasamstæðum og vara-
hlutum, sem standa í varastöðinni við Elliðaár. Sennilegast er,
að Jóhann hafsteinn og Gunnar tór snúi þar bökum saman
með axir reiddar um öxl og verji vinnufúsum járnsmiðum
mngönguna. Það er hart að hafa bæjarstjórnarmeirihluta,
sem hefur ekki betri skilning á nauðsyn framkvæmdanna og
heill síns bæjarfélags.
Þá höfum vér loksins komizt að hinni réttu niðurstöðu um
tafirnar á flutningi síldarinnar norður á Siglufjörð, eftir
gaumgæfilegan lestur allra dagblaða höfuðstaðarins. Það
situr einn maður, hinn versti kommúnisti, norður á Siglu-
firði og kemur í veg fyrir allar „raunhæfar aðgerðir“ ríkis-
stjórnarinnar í því máli. Kjörorð hans kvað vera: „Hvað
varðar mig um þjóðarhag?“ — svo að ekki er von á góðu úr
þeirri átt. Hann kvað bókstaflega hafa bannað sem einn mik-
ill minnihluti í stjórn síldarverksmiðjanna, að téð stjórn
réðist í áðurnefnda síldarflutninga. Svo að ekki eru minni-
hlutarnir betri. Sennilegast er, hvað og hið greinargóða
Reykjavíkurbréf oss réttilega tér, að þessi sami minnihluti,
Þóroddur Guðmundsson heitir hann, hafi fengið um það
hraðskeyti beina leið frá Moskvu. Það er nú svo, að stjórnar-
völdin í Kreml með Stalín bónda í broddi fylkingar eru allt-
af að skipta sér áf vorum innanlandsmálum og stöðva allar
framkvæmdir ríkis og bæja, og ekki kæmi oss á óvart, ef
svona heldur áfram, að Moskva fari líka að hnýsast í vor
einkamál.
Þá er hið mikla þjóðfélagshrun, sem er búið að standa yfir
árum saman, verk ýmislegra hrunamannastjórna, að því er
Tíminn fræðir oss um. Eru það bæði verðbólguhrun og gjald-
eyrishrun. Stóðu Heildsalar (enda orðið „heildsali" nú eitt
af mestu skammaryrðum tungunnar á borð við nasisma) að
gjaldeyrishruninu, unz yfir lauk og öll skriðan var fallin. Nú
er þar ekkert lengur til, sem hrunið getur, en Heildsalar
kváðu hafa dregið -sig í hlé í „god orden“.
Að verðbólguhruninu standa náttúrlega kommúnistar með
Stalín að bakhjalli og má búast við, að þeir hætti ekki hrun-
inu fyrr en allt er í rústum og vor prúða ríkisstjórn stendur
ein upp úr valnum. Að vísu virtist Hvalfjarðarsíldin ætla að