Spegillinn - 01.12.1949, Side 18
1B2
SPEGILLINN
Spfc
menn mundu eigi annað eins. Sanna erlendii’ kunnáttumenn
það af lærdómi sínum, að hávaxnir menn sé greindari en
hinir lágu, var lagður á þetta misjafn trúnaður, þó eignaðist
kenningin nokkra formælendur, svo sem Hjörvar, kvaðst hann
hafa á reiðum höndum undantekningu, er myndi sanna regl-
una. Sannast með skýrslum, að Island sé mesta templaraland
í heimi, engu að síður dafnaði drykkjuskapur vel á árinu,
svo að jafnvel heilar stúkur þurfti að endurreisa, svo sem í
Ólafsvík vestur, það er undir Jökli, en Ólsarar hafa jafnan
þótt höfuðkempur til pela sinna. Efling sæðingarstöðvarinn-
ar að Hvanneyri í Andakíl. Tók nú ordres alla sýkna daga
vikunnar, og hafði jafnvel stór orð um að gera svo einnig
heilaga, síðar meir, að viðlögðum helgidagataxta. Erlend
líkamsmenningarfélög fara þess á flot, að framvegis verði
íslenzkir skíðagarpar sendir til allra heimsmóta, en þau vóru
rök til þessa, að áður fyrir nokkru höfðu menn þessir tekið
þátt í einu slíku heimsmóti og þótt hinir mestu skemmti-
menn. Kunnáttumenn úr öllum löndum, samankomnir í Nýja-
Sjálandi, á suðurhveli jarðar, álykta, að fiskar séu ekki eins
þöglir og hingað til höfðu taldir verið, en gerðu bæði að tala
og syngja. En er sú fundargerð barst út hingað var af skynd-
ingi stofnuð neðansjávardeild STEFS, ritar hún reikninga
sína á vatnsheldan pappír og með ditto bleki, sendir síðan
rykker sinn á sjávarbotn niður. Hafði STEF áður verið vold-
ugt vel, undir liðlegri stjórn Jóns Leifsar, en varð nú hálfu
voldugra, og þó miklu meir, er lærðum telst svo til að fjórir
fimmtungar jarðkúlunnar sé sævi þaktir. Eykst guðrækni 1
landinu, undir öruggri forustu ríkisútvarpsins, er tróð í menn
guðsorði sem fyrr og hóf lestur passíusálma xiv nóttum fyrr
en lög og calendaria stóðu til. Kenndu sumir þetta f jármála-
bráðlæti upplesara, en var reyndar heimska og fáfræði guð-
fræðideildar stofnunarinnar. Má og nokkru valdið hafa, að
sálmarnir eru ekki skattskyldir til STEFS. Finna danir blý-
náma í grænlandi vestur og fékk Jón Dúason ekki að gert,
nema viðbótarkröfur nokkrar til landsins og stjórnar þess.
Völskueitrun stóð með miklum blóma á árinu, þrátt fyrir (
samúð fjáransráðs með dýrunum, hrundu þau niður hrönn-
um saman, en ný stétt atvinnulausra katta komst á ríkissjóð
og tryggingarstofnun ríkisins. Fæðast fimmburar í Chile,
það er í Ameríca inni syðri, reyndust sumir óskilgetnir. í*
Mölvuð xiii hundruð tólfræð götuljósa í Reykjarvík einni, en
á öðrum stöðum landsins vóru slík áður mölvuð og sluppu
því að þessu sinni. Undirskriftir miklar með vestrænum í
Vaskatúni þar í álfu. Tók Bjarni þátt í flestum, og hlaut af
misjafnt orð, en Þjóðvarnarfélagið, sem þóttist eiga örðugt
uppdráttar í þeirri mynd, breytti stjórnskipun sinni og heitir
nú flokkur, en eigi er getið um bata; tók lítt þátt í kosning-
um, sem enn segir. Innstiftaður Prjónleshringurinn, skyldi
gæta sameiginlegra hagsmunamála lima sinna, en áður höfðu
ýmsir aðrir leshringar existerað í landinu og gefið góða raun.
Gerði ísalög og hafþök umhverfis landið, að sögn sæfarenda,
þótti mektarmönnum vænkast ráð landsmanna, er markaðs-
vara var lítil í landinu, og gerðu út leiðangur fræðimanna á
flýgildum, skyldu rannsaka ís þenna og ráða, hvernig til-
tækilegast myndi að prakka honum uppá þjóðir þær, er við
íseklu eiga að búa. Komu aftur jafn nær, sumir segja öðru
nær. Síldfiskirí klént, sem fyrirfarandi ár, var keypt beitu-
síld að Austmönnum, við afar verði en gafst verr en verð
stóð til, er fiskar hafsins þefuðu uppruna hennar og létu sér
fátt um finnast. Umræður miklar og bréfagerðir um svo-
nefnt forsetabrennuvín, vóru einkum þeir, er minnst höfðu
notið lagar þess, gramir og kölluðu spillingu. Varð þó eng-
inn árangur, sem von var til, og hafa forsetar brennuvínið
eftir sem áður til styrkingar samúð og skilningi innan flokka
sinna, og þykir betur gefast en orðaskvaldur. Liggur Hær-
ingur enn við bryggjur og landfestar og hefst ekki að, þrátt
fyrir spottglósur vondra manna, er ekki höfðu komizt að
fjárfestingu í fyrirtækinu. Ið sama má segja um hina aðra
síldarkvörn við Reykjarvík, bíður hún þolinmóð en engin
kemur síldin. Færa valdamenn vesturheimskum mennta-
stofnunum xxv sortir íslenzkra steina og bergtegunda að
gjöf. Vakti þetta tiltæki gremju sumra er sáu fram á rýrn-
andi sölugildi landsins, ef af því væri gefið. Á öndverðu ári
kómust framsóknarmenn landsins að þeirri niðurstöðu, að
íhald væri til niðurdreps eins og ófært til samvinnu að von-
um, treystu sér og eigi til stjórnarstarfa síldarlausir, en
hugðu gott til væntanlegs samstarfs við þjóðhnöggvinga, er
Hermann foringi þeirra taldi þjóðnýtustu menn landsins,
næsta sjálfum sér. Var þá Alþing rofið og efnt til nýrra kosn-
inga í Octobrí. Kölluðu sumir þetta skrípaleik einn, og reynd-