Spegillinn - 01.12.1949, Qupperneq 21
SP'EGÍLLINN
1B5
'Jaraldut Aeyir frá
STEFJAMÁLUM
Gerist bréfberi. Á tal við mikilmenni í mörgum myndum. Verður fyrir sjónhverfingum. Hefur afspumir af veraldleg-
um dásemdum drottningar listarinnar.
Þegar síminn hringdi, rauk ég fram úr legubekknum og
hugsaði: — Nú er Bjarni búinn að mynda stjórn, ég heyri
það á hringingunni. Nú eigum við sjálfsagt að fara vestur
að semja.
Ég tók tólið og sagði: — Er það Bjarni?
— Nei, það er Rósinkrans, var sagt við hinn endann. — Ég
ætla að biðja þig að skreppa íyrir mig með bréf til hans Jóns
Leifs og hafa tal af honum um leið.
— Er hann nú búinn að taka af þér Þjóðleikhúsið? sagði
ég hérna megin við símann.
— Nei, ónei, ekki ennþá. Bréfið er bara upp á það, hvort
við megutti sýna hann Fjalla-Eyvind og hvort Þjóðleikhúsið
geti risið undir kostnaðinum.
Ég lofaði að fara og hnýtti á mig bezta bindið mitt, ný-
fengið frá Ameríku, eitt af þessum með sterku litunum, sem
geta lýst í myrkri. Stakk tannburstanum í vestisvasann af
gömlum vana og þaut eins og faraldur, fyrst ofan í Þjóðleik-
hús og létti eigi fyrr en ég kom að dyrum tónskáldsins og
barði.
— Get ég náð tali af Jóni Leifs tónskáldi m. m.? sagði ég
við skrifstofustúlkuna, sem var önnum kafin við að raða
stefreikningum.
— Ég skal tala við skrifstofustjórann, sagði hún og hvarf
inn í næsta herhergi.
Ég snéri hattinum mínum á meðan og taldi snúningana.
Ég var kominn upp í 65 snúninga, þegar skrifstofustjórinn
birtist.
— Þér viljið tala við foringjann, sagði hann. — Gerið svo
vel og útfyllið þetta eyðublað. Nafn, aldur, fæðingarstað og
dag og erindi yðar. Og svo bíðið þér í 25 mínútur.
— Af hverju í 25 mínútur?
— Foringinn tekur ekki á móti neinum fyrr en eftir 25
mínútur. Það ,,eru fastar reglur samkvæmt síðustu samþykkt-
um Stefs. Menn eru ekki orðnir mátulega taugaóstyrkir af
Það ég segi satt, ó já,
sýndist bættur skaðinn,
gömlu nautin fella og flá,
en fá sér kýr í staðinn.
Labbar um með litlmu þyt
lítil hjörð á stéttum,
sú er rauð með svörtum lit
svona víða, á blettum.
Slefán Jóhann stjórnarsess
stilltrar bjarðar prýðir.
Grimmlega hann geldur þess,
að gerzkum aldrei hlýðir.
Arnar bolinn bógasver
brúkar kjaft og stríðir,
stendur einn, ef í það fer,
engu nauti hlýðir.
Heyra má frá Hannibal
hornagnýinn mestan.
Kálfa felldi flórs í val
frægur boli að vestan.
Mörg eru í fjósi meðalnaut,
mest af gömlum vana,
ana jafnan eina braut,
elta foringjana.
Histórían heldur fljót
á hæstu tindum stiklar.
Aldrei sér hún svoddan dót,
sem í flórnum spriklar.
Frekt þótt stundi forarbusl
fíflin höfðingjanna,
þetta kálfa og kvígurusl
komma og ihaldsmanna,
dingli hölum alveg æst,
öskri og ragni í bræði,
verður seint í sögur fært,
seinna þó í kvæði.