Spegillinn - 01.12.1949, Síða 26
19D
SPEE I LLI N N
— Maðurinn minn flaug til Gander á fimmtudaginn og svo
áfram til New York. Hann skrifaði mér, að hann væri bú-
inn að kaupa bílinn, þvottavélina og kæliskápinn og bað að
heilsa öllum heima.
Útvarpsmaðurinn snéri spólunni til baka, svo að hún hljóm-
aði eins og gelt í hundi, og svo fékk frúin ræðuna aftur fram-
an í sig. Fólkið í kringum þau teygði sig áfram með opinn
munninn og hlustaði á það með dómsdagsundrun í augunum,
hvað maður frúarinnar hefði keypt í Ameríku.
— Þetta er mjög greinilegt, sagði frúin, eins og hún væri
þangað komin til að þaulreyna gildi stálþráðarins.
Nú fór Ólafía að verða óróleg, svo að ég hugsaði, að bezt
mundi vera að halda áfram. í hitaveitu-deildinni heyrðist
kvenmannsrödd í miðjum salnum:
— Þær eru 565 metra undir sjávarmáli í sömu hlutföllum
og líkanið sýnir.
Við fórum að þoka okkur nær. Aftur þuldi stúlkan setn-
inguna við lítinn glerkassa á miðju gólfi með rauðum títu-
prjónshausum á hvítum fleti.
—Nú, hverjar eru 565 metrar undir sjávarmáli? sagði
ég. — Og hefur ekki verið reynt að slæða þær upp?
— Það eru jarðborholurnar á Reykjum, sagði stúlkan.
Nú leit ég undir kassann og sá þar misjafnlega langar píp-
ur standa lóðréttar niður úr líkaninu.
— Því dýpri sem holurnar eru, því meira vatn og heitara,
messaði stúlkan.
Nú fór ég að skilja og skoðaði þetta af áhuga og útskýrði
fyrir Ólafíu.
— Þær eru 565 metra undir sjávarmáli í sömu hlutföllum
og myndin sýnir, kallaði stúlkan.
— En, segið mér, sagði ég, — eru lengstu holurnar nýj-
astar ?
Stúlkan snarstanzaði í messunni og leit á mig.
— Nýjastar? Það veit ég ekkert um, sagði hún svo, og fór
nú að tala eins og manneskja. Þegar við Ólafía fjarlægðum
okkur, hélt stúlkan áfram að tala í sömu hlutföllum og áður.
Ekkert af því, sem við sáum, virtist Ólafíu víst nógu gam-
alt, því að þegar ég sökkti mér í brunn sögunnar, lét hún í
veðri vaka, að það hlyti að vera til eitthvað merkilegra á sýn-
ingunni en þetta. Loks komum við í fatadeildina. Þegar við
komum að bleikum kvennærfötum á fallega vöxnum kven-
líkönum, stakk Ólafía við fótum og hrópaði upp yfir sig:
— Hérna sjáum við loksins eitthvað gamalt. Nærkjóll og
sokkabelti! Þetta hefur ekki fengizt í höfuðháa tíð. Manstu
nokkuð eftir þessu?
— Það er alveg rétt, góða mín, sagði ég og sökkti mér á
ný niður í endurminningarnar. — Það er orðið langt síðan
ég snerti á svona flíkum.
Þegar ég sá, að Ólafía ætlaði að setjast þarna að fyrir fullt
og allt, hélt ég einn áfram göngu minni. En ég hafði aðeins
gengið fyrir hornið, þegar ég varð sjálfur bergnuminn af
sögulegum minningum. Þarna lágu milliskyi'tur í langri röð
með allavega teinum og röndum.
— Já, mikið er Reykjavík orðin gömul, sagði ég við sjálf-
an mig. Við milliskyrturnar náði Ólafía mér aftur.
Þegar við komum að gamla áttæringnum í f jörunni, spurði
Ólafía: — Er þetta hann Hæringur?
— Nei, góða mín. Þetta mundi nú frekar vera knörrinn
hans Ingólfs gamla Arnarsonar.
— Já, en var það ekki einmitt hann Hæringur, sem hann
kom á til landsins, þegar hann varp fyrir borð öndvegissúl-
unum?
Þar rétt hjá rákumst við á lifandi mann í einum sýninga-
básnum, einstöku sinnum tók hann upp bátsstjaka eða hval-
skutul og útskýrði fyrir mönnum notkun þessara tækja. í
kringum hann lá heilt safn af öðrum smáhlutum,sem við
Ólafía hefðum gjarnan viljað fá nafnið á, en hefðum verið
margtroðin undir, ef við hefðum reynt að bíða eftir því.
— Því eru engin nöfn skrifuð við þessa hluti, svo að mað-
ur geti lesið þau sjálfur? spurði ég manninn.
— 0, það gæti enginn séð þau hvort eð væri, sagði hann,
— og svo þyrfti ekkert að útskýra, ef allir læsu þetta sjálfir,
og þá hefði ég ekkert að gera, sagði hann.
Við sáum, að þýðingarlaust var að bíða eftir nánari upp-
lýsingum og héldum áfram. í öðrum bás var sýning á lifandi
konu við rokk, en Ólafía sá það ekki.
— Anzi er þetta vel gert hjá honum Vilhjálmi, sagði Ólafía.
— Þetta er næstum því eins og lifandi manneskja.
— Já, mjög vel gert hjá Vilhjálmi, tautaði ég.
í gömlu krambúðinni sáum við brennivínsámuna, sem
Oscar Clausen hafði lýst af svo mikilli tilfinningu í útvarp-
inu, og sagði ég Ólafíu það.
— Nú, hvar er þessi Clausen núna? sagði Ólafia. — Mér
finnst hann ekkert of góður að vera hér og gefa okkur svo-
litla hressingu.
Ósjálfrátt varð mér hugsað til gömlu búðarinnar, sem ég
sá fyrst á ævi minni. Hvar voru öll spilin og kertin og húf-
urnar og brjóstsykurinn, sem gerði gömlu búðina mína svo
ævntýralega? Svarið var víst ekki að finna í þessari búð, svo
að við héldum áfram í næstu deild.
— Hvað heita þessir kallar? spurði Ólafía og benti á tón-
skáldin okkar.
Ég sagði henni það.
— Nú, því er ekki Jón Leifs þarna líka? sagði Ólafía.
— Þessi tónskáld eru víst öll dauð, sýnist mér, en Jón Leifs
er því miður ekki dauður enn.
— En hvernig í ósköpunum á maður að vita það, þegar
engin nöfn standa undir myndunum?
— Ætli Vilhjálmur hafi ekki gert það til að reyna á hug-
kvæmnisgáfu hinna ungu Reykvíkinga?
Ekki batnaði skapið í Ólafíu, þegar við komum inn í lista-
safnið.
— Hvað, er ekki nafn á nokkurri mynd?