Spegillinn - 01.12.1949, Blaðsíða 29
SPEGILLINN
193
Um leið og skammdegið
Þegar líður að jólum verða jólagjafirnar ofarlega í hug-
um margra. Sumir brjóta heilann um hvað þeir muni fá, en
aðrir hvað þeir eigi að gefa, því aðkallandi vandamál eru
þetta, einkum hið síðarnefnda. Það sem gefa skal þarf að
vera fáanlegt. Nú er svarti markaðurinn talinn mishittur,
en venjulegur markaður tilheyrir nú aðallega fortíðinni og
fer því að verða Lesbókarefni, hvað líður. En sem betur fer
er það aðeins nútíðin, sem eitthvað er úr lagi gengin, því að
framtiðin brosir við oss í stórkostlegum áætlunum og teikn-
ingum. Þannig má sjá hilla uppi trollaukna rafvirkjun, en
bara í nútíðinni kviknar ekki á perunni okkar, því hún er
slitin og önnur ný fæst ekki. En fjærri er það mér að skrifa
smáletursdálk með nöldri; það er ekki í mínu fagi.
Aftur á móti er mér það hugstætt, er þær Hallbjörg og
Mannbjörg sitja í dyngjunni á Gróðamel 13, „um leið og
rauður máninn skín“, eins og skáldið segir, og skeggræða, ég
meina ræðast við, því hitt er þeim ómögulegt. Að vísu er
máninn aldrei rauður, en stundum er hann fullur, sem máske
er eitthvað svipað, en óskáldlegra. Kemur þá allt út á eitt og
sjálfsagt að nota abstraktara formið. En nóg um það. Þarna
sátu frúrnar í góðum makindum og lausar við allar abstrakt-
sjónir, en síðar um kvöldið ætluðu þær á W. C.
— Mikið þótti mér gaman að fá vitneskju um það, hve vel
Tottenham hefur gengið undanfarið, sagði Hallbjörg.
— Ó, Tottenham, sagði Mannbjörg og klóraði sér örlítið
bak við eyrað, ef mér leyfist að segja það um svo fína frú.
— Tottenham, já. Hann hefur auðvitað komið við á flugvell-
inum okkar í heiðinni, „þar sem áður jörmuðu sauðkindur
útvegsbænda". Ég vona bara að allt hafi verið vel sópað þar
áður.
— Hvað ertu að segja? Þessi Tottenham er ekki maður,
eins og þér dettur í hug, heldur margir menn, eða réttara
sagt knattspyrnuflokkur úti í Bretlandi. Hann er svo ein-
stakur, að hann hefur leikið 14 leiki án taps, en fór svo eitt-
hvað út af laginu og tapaði einum. En þrátt fyrir það er hann
svo góður, að við getum ekki boðið honum hingað, meðan
við erum grasvallarlaus. Mér þótti skemmtilegt og fróðlegt
að lesa þessa frétt, því við verðum sannarlega að fylgjast vel
með öllu því merkilega, sem gerist.
— Alltaf segi ég það, að leitun er á annarri eins menn-
ingarmanneskju og þér, Hallbjörg mín, sagði Mannbjörg.
— tJtvarpið okkar þarf sannarlega að útvíkka fréttaþjón-
ustuna. Daði er náttúrlega réttur maður á góðum stað, en
það er þó aldrei nema byrjun á skynsamlegri leið. En ég hélt
bara að þessi Tottenham væri eitthvert stórmenni, sem hefði
staldrað við svona klukkutímakorn í fyrrverandi heiðinni
okkar, á borð við kardínálann, sem fékk mynd af sér í blað-
inu okkar fyrir svoleiðis lítilræði, sem vitanlega er stórt
fyrir okkur. Svona er ég, en nú fer víst að koma skip að
westan.
— Það vona ég, sagði Hallbjörg. — En mikið varð mér
hverft við að lesa fréttina af Tröllafossi okkar þarna í New
York, þegar eldurinn varð laus í honum.
— Að hugsa sér annað eins. En það vildi til að þeir gátu
handsamað hann fljótlega. Það hefði verið dálaglegt, ef eldur
úr íslenzku skipi hefði sloppið í land og gert einhvern usla
á Manhattan, en við því mátti búast, úr því hann losnaði á
annað borð. Þetta fór þó betur en hefði getað orðið, ef illa
hefði farið, til allrar lukku núna í skammdeginu, þegar fátt
er til glaðnings og varla nokkur hátíðleg athöfn.
— Ojæja, ekki er nú alveg brennt fyrir það. Ég hef þó ver-
ið viðstödd tvær hátíðlegar opnanir — á Reykjavíkursýning-
unni og Lækjargötunni.
— 0, minnztu ekki á sýninguna. Þetta er aðallega sýning
á ófáanlegum varningi, biðraðavörum eða enn verra. Hann
Áslákur minn varð bara sárgramur, þegar þeir voru að sýna
honum hvernig sokkarnir eru prjónaðir, sem hann getur
hvergi fengið, eins og hann er líka orðinn fátæklegur til fót-
anna.
— Hann þarf bara að komast í samband við rétta aðila.
Ég hélt að Áslákur væri eldri en tvævetur í verzlunarmálum,
hægri hönd mannsins míns í þeim efnum, og ekkert finnst
mér á móti því að sýna mögulega framleiðslu, þótt hún sé
ómöguleg í bili. En Lækjargötuopnunin var ekkert blávatn.
því húsvörðurinn, liann, sko, var
heldur betur giftur.
Um allar sveitir lit við sjá
og inn til lengstu dala,
frambjóðendur fóru á stjá
fylginu að smala.
ITeildsalasinnar liéldu þing
og höfðu margt að snakka
við lniralegan Bjarnfirðing
á hrúnum yfirfrakka.
í Þjóðviljanum við og við
vænar sendi hnútur
til að angra íhaldið,
óhræsið, hann Rútur.
Nú sér hver maður sannindin,
— (ég sá þau jafnvel hálfur),
að Keflavíkurkontraktinn
klóraði Bjarni sjálfur.
En kosningarnar urðu ei
öllum jafnt að skapi:
Kommabullur og kratagrey
komu út með tapi.
Og framar engin íhaldströll
ógna Hennanns löndum.
Nú eru líka uppseld öll
íslmsin á Ströndum.
Ég trúi statt og stöðugt því,
að stjórnarkreppan leysist,
og hiiskapurinn blvUt ,á ný
blómgist og endurreisist.
— Jæja þá. I þetta sinn
þrýtur bragðlaus ríman.
Nú sæki ég heldur sálminn minn,
og sendi hann beint í T'mann.
Dóri.