Spegillinn - 01.12.1949, Page 33

Spegillinn - 01.12.1949, Page 33
SPEGILLINN 197 Orðrómi hnekkt Yegna þráláts orðróms, sem gengið hefur um bæinn síð- ustu missiri, já mjög þráláts meira að 'segja, finn ég mig knúðan, já mjög knúðan meira að segja til að gefa eftirfar- andi yfirlýsingu varðandi sjálfan mig að viðlögðum dreng- skap, að svo miklu leyti, sem hann er fyrir hendi: Hermann kann að passa upp á kóngsstóla. Rétt fyrir hátta- tímann glímir Hermann við krossgátur. Til dæmis er hann nú strandaður á orði með 13 bókstöfum, sem á að þýða „stuðn- ingsflokkur“. Hermann er búinn að gizka á, að síðustu 7 staf- irnir séu ,,flokkur“, en hann getur alls ekki komið krossgát- unni saman fyrir því. Það er hálftómlegt í kringum ,,Billann“ á jólunum. Ekki er hægt að syngja sálma, því að það gera þeir sjálfsagt ekki úti í Moskvu. Nógu gaman væri nú að vita, hvernig félag- arnir eystra skemmta sér um jólin. Það eru sjálfsagt fyrir- skipaðir aðrir jólaleikir í ár en í fyrra. En „Billinn“ er alveg í vandræðum, því að jólapósturinn er ekki kominn, og því veit „Billinn“ ekkert, hvað hann á að taka sér til um jólin. En á öðrum stað er jólapósturinn kominn, enda á þar stórt mikilmenni í hlut. Stefán Jóh. er að skoða jólakortin sín. Hann hefur góðan tíma, því að hann er ekki til viðtals um neina stjórn. Hann er búinn að skila af sér ábyrgðinni fvrir fullt og allt. Gott að losna við hana, þó að þjóðin beri hana nú fyrir mann í raun og veru, svona hreint peningalega séð. — Anzi sniðugt kort frá honum Hedtoft mínum með blóm- um prýddu svínshöfði og „glædelig jul“. Á kortinu frá Er- lander er „smörgás“ og einn „helan“ af Översta ákavíti. Kort- ið frá Gerhardsen er nú bara af Norge, en Gerhardsen hefur teiknað á það kjördæmaskipunina hjá sér og kosningaúrslit- in, svo að þetta er allra skemmtilegasta jólakort. Já, það er alltaf gaman að skoða jólakortin sín — og yfr jólunum hvílir nú alltaf einhver sérstök stemning. Og að endingu segjum vér við alla vora lesendur, af því að það rímar svo vel: Gleðileg jól! — Álfur úr Hól. 1) Ég hef aldrei neitað að leika eða syngja í jamsessjón- um hér í höfuðstaðnum, eða að gefa frá mér hverskonar hljóð, sem til greina geta komið við slík tækifæri, af þeirri einföldu ástæðu, að aldrei hefur verið farið fram á það við mig. 2) Ég hef aldrei gert samninga við jamsessjóna-fyrirtæki hér, hef enda ekki verið til viðtals við þau af þeirri ástæðu, að þau eru ekki viðtalshæf. 3) Þetta er í fyrsta sinn, sem ég gef yíirlýsingu um list mína og hefði fyrr mátt vera, enda líklega ekki það síðasta. 4) Mér hafa verið boðin ýms hlutverk í útvarpsjamsessjón- um, en neitað þeim öllum, þar eð ég tel ekki útvarpsfjölskyld- una viðtalshæfa. 5) Ég sótti auðvitað um fasta stöðu við hina fyrirhuguðu jamsessjón ríkisins, en þar eð mér bauðst ekki nema smá- hlutverk eins og að sópa gólf eftir jamsessjónirnar og fjar- lægja brotna stóla og önnur aflagafærð húsgögn eftir djöfla- gang heils kvölds, hafnaði ég því boði, þar sem það hlutverk er mér algerlega ófullnægjandi bæði út frá fjárhagslegu og listrænu sjónarmiði. 6) Mér hefur ekki verið boðið sæti í stjórn félagsins eða STEF-formanns aðstaða, sem væri þó eitthvað upp úr að hafa, og geta þeir því sjálfum sér um kennt, að ég sit ekki í þessum stöðum nú, sjálfum mér til aukins hagræðis og betri lífsafkomu. 7) Þá vil ég um leið hnekkja öðrum orðrómi, nefnilega þeim, að ég hafi ort eða þýtt eða á beinan eða óbeinan hátt stuðlað að því, að fram er komið þetta Stafróf ástarinnar, sem mér finnst frekar líkjast rúnaletri, að minnsta kosti hygg ég, að menn verði seint læsir á það, þó að Haukur Mort- ens geti staulað sig fram úr því með hjálp heillar hljóm- sveitar — og þarf hljómsveitin þó alltaf að vera að minna hann á. Hinu get ég ekki neitað, að ég sé alsaklaus af eftir- farandi stafrófi, sem átti að vei'ða bezta jólabókin í ár, en var ekki tekin af neinu forlagi, en það er þeirra eigin sök, en ekki mín: A — Það er Andlaust ljóð. B — Það er Breimahljóð. D — Það ég Dável fæ greitt. E — Hún er Engill hreinn. F — Hann er Feiminn sveinn. G — Guð! þau Geta ekki neitt. H — Þetta er Haukamál. J — Sífellt Jóðl um sál. K — Tál og Kærleikans bál. L — Lyng og Laut og kál. (M — Þýðir Mortens.) N 0 P Q. Enginn syngur með jafnvitlausum áherzlum sem þú. R S T XS. Mér finnst þú ættir að hætta að syngja nú. V. Þ. (skammstafanir útvarpsmanns). Æ Ö. Rímar á móti ég og þú — við tvö. Jón Jamsess.

x

Spegillinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.