Spegillinn - 01.12.1949, Page 35
SPEGILLINN
199
Rakarim
lítið í gær. Hann gat ekki viðurkennt, að götuvitarnir væru
beztu vitar í heimi eins og Víkverji héldi fram. Hann hafði
verið að ganga eftir Austurstræti, var kominn að tóbaksbúð-
inni London og ætlaði yfir að Reykjavíkurapóteki. Blöðin
höfðu sagt, að ménn ættu alltaf að ganga á grænt ljós. Hann
beið því þolinmóður, þangað til hann sá græna ljósið þarna
fyrir handan á horninu hjá Pósthúsinu. En hann var ekki
fyrr kominn út á götuna en lögregluþjónn kallaði heldur
höstuglega á hann:
— Hvað er þetta, sérðu ekki ljósið, maður?
Rakarinn hörfaði tif baka.
— Jú, ég sá einmitt ljósið. Á maður ekki að fara eftir
grænu ljósi?
— Nei, hér eigið þér að fara eftir rauðu ljósi.
— Jæja, jæja, sagði rakarinn minn og vildi losna sem fyrst
við lögregluþjóninn og hugsaði sér að fara yfir að Lands-
bankanum. Hann sá einmitt rautt ljós á móti sér. En hann
var ekki kominn nema nokkur skref út á götuna, þegar lög-
regluþjónninn kallaði aftur:
— Eruð þér vitlaus, maður? Sjáið þér ekki rauða ljósið?
— Jú, en þér sögðuð að maður ætti að ganga á rautt ljós.
— Skiljið þér ekki, hér megið þér ekki fara á rautt ljós.
Hér eigið þér að fara á grænt ljós.
— Já, en þér sögðuð áðan —
— Þér eigið að fara á grænt ljós, þegar ég segi grænt ljós,
annars á rautt ljós.
Rakarinn minn snéri því við og gekk allan Rúntinn og
komst svo sjö mínútum síðar að Reykjavíkurapóteki eftir
Pósthússtræti fram með Hótel Borg.
Rakarinn minn sagði í gær, að svo hefði hann farið að
reikna þetta út sjálfur. Aftur stóð hann á horninu hjá tóbaks-
búðinni London. Hann ætlaði yfir að Reykjavikurapóteki.
Þá brann gult ljós — síðan rautt. Nú vissi hann, að hann
mátti annaðhvort ganga á rautt ljós eða grænt ljós. Um að
gera að reikna rétt út. Lögregluþjónninn tók í hann um dag-
inn, þegar hann ætlaði að ganga á rautt ljós. En hvert var
hann þá að fara — yfir að Landsbankanum eða apótekinu?
Evrst hafði hann ætlað yfir að apótekinu. Það mundi hann.
Þá mátti hann ekki ganga á rautt ljós. Bezt að bíða eftir
grænu ljósi. Nú! Hann var kominn yfir á miðja götuna.
Skyldi kallið koma?
— Þér megið ekki fara yfir götuna, var kallað í óblíðum
rómi að baki honum.
Rakarinn minn hrökk í hnút. Þessu hafði hann búist við.
Hann snéri aftur til sama lands. Þar stóð sami lögreglu-
þjónninn og áður.
— Hvað er þetta, maður? Getið þér aldrei lært að ganga
yfir götu?
— En sögðuð þér ekki, að maður ætti að ganga á grænt
Ijós?
— Nei, þér eigið að fara eftir rauðu ljósi í austur, en grænu
ljósi í norður.
— Já, einmitt. Rautt ljós í austur. Hann er kommúnisti,
mannhelvítið, hugsaði rakarinn minn og fór sömu leiðina
aftur, Rúntinn: Austurstræti •— Aðalstræti —- Kirkjustræti
ftt/HH Aayíi
— Pósthússtræti. Og þannig komst hann aftur að hinu lang-
þráða Reykjavíkurapóteki. Síðan gengur rakarinn minn allt-
af þá leið til þess að fara ekki á rautt Ijós, þegar hann á að
fara á grænt ljós, og á grænt ljós, þegar hann á að fara á
rautt ljós.
— En hvað segið þér um stjórnarmyndunina? sagði ég' við
rakarann minn til að skipta um umtalseíni.
— Stjórnarmyndunina? Ég kalla þetta nú enga stjórnaf-
myndun. Minnihlutastjórn gæti ég nú búið tíl sjálfur og þarf
ekki Ólaf Thórs með fæturna upp á borði til þess.
— Rækalli var Hermann óheppinn bæði með forsetakosn-
inguna í Efrideild og nefndirnar — og stjórnarmyndunina,
sagði ég.
— Já, að minnsta kosti þótti Halldóri sálmaskáldi leiðin-
legt, að kommúnistar komu Steingrími að sem forseta og
felldu brennivínsforsetann. Kommúnistar gerðu Framsóknar-
mönnum þennan óleik af skömmum sínum til að gera þá óvin-
sæla og komu Steingrími að í hreinni óþökk við þá. Það er
ekki fyrir endann séð á öllum skammarstrikum kommanna.
Ég er líka að hugsa um að hætta að raka þá nema þeir hafi
í höndum yfirlýsingu frá einhverri óíslenzkri nefnd um að
þeir séu fallnir frá villu síns vegar. Það er ekki spaug að
tapa af viðskiptavinum eins og Jóhanni Hafstein eða Sigurði
mínum í Vigur. Hann kemur hér svo oft, því að hann er svo
ungur og myndarlegur og tilhaldssamur. Og nú er hann líka
orðinn forseti. Ég hef alltaf haldið upp á þann dreng, sagði
rakarinn minn.
— Finnst þér ekki, að forseti íslands hefði átt að bjóða
Hermanni að mynda minnihlutastjórn á undan Ólafi?
— 0, fjanda korninu. Það þýðir ekkei’t fyrir Framsóknar-
flokkinn. Það getur enginn brosað út i bæði munnvikin í einu,
þannig að hinir haldi, að maður brosi bara með öðru. Svo
þýðir það ekkert fyrir Hermann. Hann fellir alla andstæð-
inga sína á flokksfundunum á klofbragði, eins og hann skellti
Vilhjálmi Þór á klofbragði á miðstjórnarfundinum um dag-
inn. Ég veit ekki, hvort það er heppilegt fyrir svo sterka
menn að mynda stjórn. Ekki er þó gott að menn veröi magá-
veikir eins og Ólafur, þó að þeir eigi að mynda minnihluta-
stjórn. Ég skyldi gera það í kaffitímanum og klippa jafn-
marga þann dag sem aðra.
— Það verður nóg að gera á Alþingi í vetur trúi ég,
sagði ég.
— Að minnsta kosti hjá Rannveigu og Kristínu með þjóð-
þrifafrumvörpin. Kristín lék laglega á Rannveigu með heim-
ilisvélarnar, en þá ætti Rannveig bara að fella frumvarpið
til að geta komið með það sjálf seinna. Annað eins hefur nú
einhverntíma skeð á Alþingi íslendinga.
Annars hugði rakarinn minn, að cngin hætta væri á, að
Rannveig næði ekki Kristínu. Meira spennandi verður að sjá,
hver verður hlutskarpari í kapphlaupinu um að finna fjár-
sjóðina til að borga brúsann. Einhver var að segja um dag-
inn, að Rannveig hefði ætlað til Ameríku. Líklega hefur hún
ætlað eftir leiðbeiningum Hermanns að finna fólgnu milljón-
irnar. Og hvað getur Kristín þá?
Álfur úr Hól.