Spegillinn - 01.01.1950, Blaðsíða 6
2
SPEGILLINN
RAFMAGNIÐ
í höfuðstaðnum er að jafnaði heldur lint um þessar mundir, eins og
oft fyrr. Þó varð sú breyting á því, nokkru fyrir jólin, að íkviknun
varð á Seltjarnarnesi, sem kennd var ofhárri spennu. Þótti þetta góð
og hressandi vittíhið í öllu skammdeginu. Skömmu eftir nýár fór allur
straumur af nokkrum hverfum borgarinnar, vegna „óskiljanlegra
truflana". Þótti það öllu skiljanlegra.
FÉLAGI STALÍN
varð sjötugur nokkru fyrir áramót, og varð afmælið tilefni til að-
skiljanlegra ummæla í blöðum heimsins og hátíðahalda fyrir austan
járntjaldið, að Þórsgötu 1 meðtöldu. Gátu blöð þess, að yfirskegg fé-
lagans sé nú sex metra langt, og sýnir þetta, þótt 1 litlu sé, að í engu
er hann meðalmaður. Væri gaman að geta birt skeggið í líkamsstærð,
en það mundi taka hálft ár hér í blaðinu, og hefur því verið horfið
frá því ráði.
FRÁ HAMBORG
er oss símað, að Þjóðverjar hafi farið þess á leit við Bonnstjómina
að fá bruggaðan sterkari bjór en nú er leyft, eða með 75% styrkleika,
miðað við Hitlerstímann. Virðist þjóðinni vera að vaxa ásmegin, og
hyggi á nýtt stríð, en til þess þyrfti hún vitanlega fyrst og fremst
stríðsöl, sem væri eitthvað meira en vatnið tómt. Stingum vér upp á,
að sameinuðu þjóðirnar fái lánaðan hjá oss Pétur Sigurðsson til að
koma vitinu íyrir germennina — þær hafa undirhaldið það sem verra
er, oss til skapráunar, og ekki langt á að minnast.
ÚTVARP
er nú mjög að leggjast niður á veitingastofum, matsölum og sjopp-
um, segja blöð oss, og veldur þar um hin nýja gjaldskrá Stefs,'sem þó
er sögð vægilegri hinni fyrri, er var öll með hinum mestu endemum.
Sé þetta rétt hermt, má segja, að Stef hafi lika sínar góðu hliðar, eins
og merkur maður sagði forðum um andskotann.
KAUPFÉLAG ÁRNESINGA
hefur nú sölsað undir sig lyfsöluleyfi á Selfossi, fyrir atbeina Ey-
steins hins afvikna ráðherra, og kostaði þetta tveggja sólarhringa verk-
fall starfandi lyffræðinga um land allt, en þeir töldu Egil ekki nógu
lærðan í lyffræðinni til þess að standa fyrir svona stofnun. Má segja,
að hér opnist möguleikar til þess að tempra ofurlítið hinn geigvænlega
lyfjaaustur, sem er í þann veginn að leggja þjóðina i gröfina fyrir ald-
ur fram. Ekkert annað en að veita einu kaupfélagi lyfsöluleyfi annan
hvern dag, en þegar kaupfélögin eru uppurin, má nota mjólkurbúin,
síldarverksmiðjurnar, Hæring (sem þannig gæti gert gagn í tvo daga
á ævinni', og loks hraðfrystihúsin (sem ættu að vera góð til að geyma
penicillinið). Þegar hér er komið ættu lyffræðingarnir að verða komnir
að öðrum þarfari störfum.
MJÓLKURSAMSALAN
í Stokkhólmi bætir mjólkina með D-bætiefnum, segir Tíminn oss og
vill láta skír.a í það, milli línanna, að þessi nýjung sé alveg að koma
hjá samsölunni hér. Vér vildum fullt eins vel fá að vita, hvort þessi
fyrirmyndar samsala lætur viðskiptavinina annast flöskuþvottinn. Þætti
oss trúlegt, að annarri eins myndarþjóð og Svíum væri. trúandi til að
leysa slíkt viðunanlega af hendi.
PÁFINN
hefur látið sig hafa það að bannfæra bók komma-dómprófastsins af
Kantaraborg um „Styrkleika Sovétríkjanna“. Er það eftirtektarvert,
að ekki framdi páfi bannfæringu þessa fyrr en eftir að hann eignaðist
mótorhjólið, sem myndin er af á næstu síðu.
HÉRAÐSDÓMARAR
héldu nokkru fyrir árarnót sitt árlega gilliboð og samþykktu þar
m. a., að lögregla landsins væri alltof fámenn, og heimtuðu liðsauka.
Gætu þeir ekki fengið pokarana úr Hveragerði til að ferðast um landið
með skjatta sína? Það sá ekki á, að þeir væru neitt of fámennir á sin-
um tíma.
GYLFI Þ.
flutti á afliðnu ári fyrirlestur um vísindalegt þjóðfélag, og komst
að þeirri niðurstöðu, að ekkert þjóðfélag væri vísindalegt. Með tilliti
til þess, að vafalaust hefur Gylfi verið kominn að þessari niðurstöðu
áður en erindið var flutt, hefði verið hampaminna að afgreiða það
með 2—3 línum i Alþýðublaðinu eða Þjóðvörn, en að halda fólki uppi
á klukkutíma snakki um það, sem hann veit fyrirfram, að ekki er til.
HINN HEIMSKUNNI
brezki mannvinur, Sir John Boyd Orr, sem hlaut friðarverðlaun
Nóbels nýlega, vill að reist verði svokallað ,,friðarhús“ í London, ef
fjárfestingarleyfi fæst til þess. Hyggur Félag íslenzkra Myndlista-
manna gott til þessa nýmælis og ætlar að senda í húsið nafna stofnand-
ans, Sir Jón Þ. Orra, sem allra fyrst, eftir að það er komið upp. Hug-
myndin um friðarhús er annars ekkert nýmæli í sögunni, því að slik
voru til á betri bæjurn hér á landi, þegar á söguöld.
BERNHARD
prins af Hollandi er væntanlegur hingað snemma á þessu ári, ef
hann þá fær afgreitt bensin til flugvélar sinnar. Þó mun prinsinn hafa
stutta viðstöðu hér, eins og flestir tignir menn; samt nægilega langa
til að fara upp að Leifsstyttu og skoða staðinn þar sem bíla-svartmark-
aðurinn stóð í mestum blóma á sinni tíð. Benno er sem sé fyrrverandi
bílasali.
SAKFRÆÐING AFÉL AG
svonefnt hefur verið stofnað, og er aðallega skipað mönnum, sem
láta sig refsimál miklu skipta. (Þar ætti Hriflu-Jónas að verða heiðurs-
félagi, því að hann þótti refsigjarn meðan hann var og hét.) Mun fé-
lagið brátt ætla að koma sér upp álitlegu safni glæpareyfara, og eins
þyrfti það að stofna sérstakt glæpafélag til að æfa sig á. Yrðu aðallega
í því hinir lakari lögfræðingar.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
spyr — og er mikið niðri fyrir — hvort Mogganum eigi að líðast að
reisa prentsmiðju sína á einni sögulegustu lóð landsins. Já, þetta mun
satt vera, kollega, og má segja, að íhaldið geri það ekki endasleppt við
sögulegar minjar höfuðstaðarins. Þannig vona sögulegu þúfui-nar í
Menntaskólablettinum lagðar undir Lækjargötu og nú kemur þetta.
Til allrar hamingju telst mönnum svo til, að skrifstofa Ingólfs hafi ein-
mitt verið á þeirn stað, sem Iíeykvíkingur kemur til að skrifa niður
hugleiðingar sínar, og verður þannig nokkurt samhengi í sögunni.