Spegillinn - 01.01.1950, Blaðsíða 10

Spegillinn - 01.01.1950, Blaðsíða 10
6 SPEGILLINN H AFR ANN SÓKN ASKIP- IÐ William Scoresby er nýlega lagt af staö í langa rannsókn- aríeað til suðurhafa og mun koma víða við. Mun það fyrst leita að fornfálegum - fiskum við Afríkystrendur. f /\Z(oM. ■ óri: áramótin Gamla árið gengið er; horfið burt, hver veit hvurt? Því sit ég nú að sumbli hér og sakna þess með kurt. Hvað sem tautar stóla ég á stofnaukann, hvað sem tautar stóla ég á stofnaukann minn. Sitthvað hefur nú svosem skeð. Syngdu ljóð, söguþjóð. Mest er þó vert um Marshallféð fyrir mergsoginn ríkissjóð. Hvað scm tautar stóla ég á stofnaukann, hvað sem tautar stóla ég á stofnaukann minn. Víndrykkjur og veizluhöld; hæ fata rí, hæ fata rí. Og Ólafur Thors fer enn með völd „og enginn fær gert við því“. Hvað sem tautar stóla ég á stofnaukann, hvað sem tautar stóla ég á stofnaukann minn. Áramótaávarp hans lét sem hví eyrum í. „Allt er að fara til andskotans og enginn fær gert við því“. Ferleg verða fjörbrot vor í feninu. ferleg verða fjörbrot vor í feninu því. „Útlitið er ekki gott“, eða hvað, er það það? „Við létum oss dreyma um lukkupott, en lentum í skuldasvað“. Ferleg verða fjörbrot vor í feninu, ferleg verða fjörbrot vor í feninu því.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.