Spegillinn - 01.01.1950, Page 19

Spegillinn - 01.01.1950, Page 19
SPEEILLINN 15 Ein lítil hugdetta Ekki vitum vér, hvar komið væri Njálufræði vorri, ef Barða nyti ekki við. Ekki er nóg með það, að hann hafi af sínum alkunna skarpleika, vísdómi og fræðimennsku fundið út, hver væri höfundur Njálu, heldur veit hann upp á víst, hvar höfundurinn hefur verið staddur, er honum kom 1 hug hvert atriði sögunnar, og það svo nákvæmlega, að í næstu Andvara-grein má búast við nákvæmri dató, jafnvel upp á klukkutíma og sekúndu, hvenær hver hugdetta hafi dottið í huga Þorvarðar Þórarinssonar. Þó er ekki minna um vert fyrir Njálufræði vora að vita svona nákvæmlega, hverjar eru fyrirmyndir persónanna í Njálu. Ekki eru það nein smá- ræðis söguvísindi að fá nú að vita, hvaða kvennamaður á öndverðri 13. öld er fyrirmynd Varða Þórarinssonar að Hrappi í Njálu, og ekki einasta það, heldur og að faðir Hrapps hafi verið engjahólmi norður í Svarfaðardal. 0g öll þessi snilld skapaðist í heila Varða, er hann var að gera tilraun til að draga sér fé og mannaforráð Þórðar heitins kakala, er hann hafði lokkað eða kúgað tengdamóður sína til þess að gefa sér heimildir á arfi eftir Þórð, því að nærri má geta, hvort nokkur tengdamóðir hafi gert slíkt með ljúfu geði. — Má af því marka, hvílíkur sagnvísindamaður, rithöfundur og skáld Varði hefur verið og sannkallaður Barði sinnar sam- tíðar á því sviði, og Barða að því leyti fremri, að hann þáði engin opinber laun fyrir frá ríkinu, en varð að hafa fyrir að afla þeirra sjálfur ,auk þess að hann sat aldrei á Alþingi sem uppbótarþingmaður — og hafði þó drjúgan tíma aflögu til manndrápa og níðingsverka, sem Barði hefur aldrei haft tíma til. Annars átti þetta ekki að vera annað en viðurkenn- ing á loflegri Andvara-grein, ásamt ósk um að fá bráðlega á prenti jafn hávísindalegar ritgerðir um Grana Gunnars- son, Gunnar Lambason, Skammkel og Björn úr Mörk, er oss finnst nú mætti gera nokkurn slíkan sóma sem Hrappi. C. X. STOKKHÓLMSÓPERAN hefur verið boðin til þess að leika listir sínar í hinu nýja Þjóðleik- húsi voru næsta sumar, er þá er reiknað með, að húsið verði fullvígt. Þetta hefur nægt dönum til þess að bera það út, að sænskir leikkraftar eigi að vígja húsið, og fara auðvitað um það viðeigandi orðum og út- skýringum. Eru frændur vorir gramir yfir þessu tiltæki. Vér sjáum ekki annað fært en friða þá með því að bjóða þeim hcim líka, einhvern- tíma þegar Iðnó er laust. Til áskrifenda SPEGILSIIMS Þrátt fyrir slæmar horfur og niikla óvissu, hefur útgerð SPEGILSINS ákveðið að linlda áskriftarverði óbreyttu frá því, sem vnr síðasta ár, cða kr. 42.00. Þó áskilur hún sér rétt lil þess, ef þörf krcfur, að láta júlíblað ár- gangsins falla úr. Nýir áskrifcrtdur þurfa að láta áskriftargjaldið fylgja pöntun, hvort sem er í Reykjavík eða annarsstaðar á Iandinu. Afgreiðsla SPEGILSINS Pósthólf 594, Reykjavik. LEIKARAR hafa nú verið valdir í hlutverk í hinum þrem lejkritum, sem fyrst verða sýnd í Þjóðleikhúsi voru. Þó tökum vér eftir því, að Svartur þræll er hvergi nefndur á nafn í sambandi við Nýársnóttina. A að skilja þetta þannig, að honum eigi að sleppa? Ekki þar fyrir, að það væri hægðarleikur að láta Gvend snemmbæra drepa Alfakónginn og spara þannig mann. MILANOV, en það er fræg júgóslavnesk óperusöngkona, er nýkomin til Nefjork og hefur látið til leiðast að tjá blaðamönnum þar, að hún hafi alls ekki haldið við Tító, eins og Rússar hafa verið að skamma hana fyrir, enda má segja, að slíkt vær-i títóismi á hæsta stigi. Ekki ætlum vér að lýsa því, hvað oss léttir við þessa fregn, sem má segja, að hafi heims- þýðingu. JOE LOUIS, hnefaleikakappinn frægi og svarti, hefur nýlega stofnað bygginga- félag, sem ætlar að koma upp nokkrum tugurn smáíbúða, einhvers- staðar í Kalíforníu, en um leið að hnekkja þeim a.lmenna orðrómi, að boxarar séu heldur lítið uppbyggileg stétt. FORSÆTISRÁÐIIERRAR Norðurlandanna, samankomnir í Helsinki, sendu Stefáni Jóhanni skeyti, rétt eftir kosningarnar, og voru afskaplega sorrý yfir þvi, að hann skyldi ekki geta prýtt hópinn, en það gat Stefán ekki „vegna kosninganna og afleiðinga þeirra“, segir blað hans. Oss finnst, alveg þvert á móti, að oft hefur Stefáni verið þörf á að hrista sig svolítið upp, en nú nauðsyn. Nýárs-krank um dýrtí'Sina. Nú hafa menn fundið verðbólguvísinn: „Ef verðið stígur, þá liækkar prísinn“. Og ráðið er fundið. Vér fögnum því mikið: Á pappírinn kemur pennastrikið. Þó teldi ég vera vissara — mikið að ýta verðinu undir strikið. Áramóta-krunk um lífiS yfirleitt. Drottinn gaf og drottinn tók. Hvað dugar okkur vitið? Lífið er eins og blað í bók, sem blindur hefur ritið. Og svo er það eins og barnsins brók — bæði stutt og skitið. SVB.

x

Spegillinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.