Spegillinn - 01.01.1950, Qupperneq 18

Spegillinn - 01.01.1950, Qupperneq 18
14 SPEGILLINN arnar, að framsóknarmenn hafi verið brautryðjendur í raf- magnsmálum Reykjavíkur. Afsakar um leið, hvað illa hefur verið haldð á málum Reykjavíkurbæjar undir sinni stjórn. Halldór sálmaskáld settist aftur í bú sitt vestur á fjörðum. íþróttamenn, söngflokkar og spilarar alls konar afþakka gjaldeyri til utanfarar á árinu á þeim forsendum, að tíman- um væri betur varið í að æfa sig heima. Engin íþróttamet verða auglýst á árinu, aðeins skráð í bækur l.S.Í. Þjóðviljinn fer að efast um óskeikulleik Stalíns. Foringjarnir í Alþýðu- flokknum bregða sér í overalls og niður að höfn til að vita, hvernig það er að vinna. Óvíst er þó, hvort þeir muni bjóða verkamönnum að skipta við þá um kjör að fenginni þessari reynslu. Verðlagsstjóri ætlar að segja af sér, en neyðist til að halda áfram störfum vegna kvartana frá fólki, að því hafi verið seldar vörur of lágu verði. Bráðabirgðaráðstöfun verður því að gera með skráningu lágmarksverðs á vörum, meðan smásalar eru að venja sig við breytinguna. Verðtilboð í íslenzkan saltfisk hækka hjá Bjarnason og Marabotti. Gotu- peningar afþakkaðir, enda gerist þeirra ekki þörf, þar eð nóg er til af gotuhöttum í landinu. Rónar hverfa úr Hafnar- stræti og fara að vinna og safna í byggingarsjóð elliheimilis handa öllum ríkisstjórnum, sem uppi voru á þeirra tíð. Litla bílstöðin auglýsir: Skemmtið ykkur án áfengis! Bi’andur hættir að blanda og lokar vegna of lítillar eftirspurnar á framleiðslunni. SPEGILLINN hættir að koma út vegna efnis- leysis. Strætisvögnum fjölgar, svo að fólk getur komizt fyrir í þeim, jafnvel á matmálstímum. Börnin hætta að biðja um aura fyrir sjoppusetum og kókakóla, en bjóða foreldrum sín- um að fara í staðinn sinn að létta sér upp, þau skuli passa ungbörnin á meðan. Þá mun menningarmiðstöðin ekki flytja sama leikritið oftar en einu sinni á sama útvarpsárinu. Þá mun fræðslumálastjórinn Helgi Elíasson fara að ráða barna- kennara við barnakennslu og framhaldsskólakennara í fram- haldsskóla. Menn með háskólapróf munu líka verða ráðnir til starfa. Svona mun pennastrikið halda áfram að renna úr lindar- penna Ólafs Þórsara, þar sem hann situr í forsetastól sínum og brosir út í bæði munnvik. Enn mun ekki þykja öruggt, hvort það verður nógu sterkt til undirstrikunar á flugfreyju- nafni Víkverja og Framsóknarvist Fúsa, svo að þau nöfn brenni sig inn í vitund þjóðarinnar. Eitt pennastrik er ekki almáttugt, og alltaf verða einhverjir óánægðir. En meningen er god nok, eins og Óli Maggadon sagði. Álfur úr Hól. VÍKINGSÚTGÁFAN auglýsti í jólabókaflóðinu róman einn, er hún kvað vera „áfengan og spennandi". Vér vitum ekki betur en ófengisauglýsingar séu bannaðar hér á landi, en Víkingsútgáfan fer ekki að lögum, eins og nafnið bendir á. MORGUNBLAÐIÐ getur þess, að komin séu á Lækjargötu götuljós úr steinsteypu. Lízt oss vel á þessa nýbreytni, þar eð þessi ljós hljóta að vera miklu sterk- ari en perurnar, sem alltaf eru að bila. KVIKMYNDAJÖFURINN Arthur J. Rank, sem seldi íslendingum hveitið og sló sér svo upp á kvikmyndum fyrir ágóðann, segist nú reyndar hafa tapað tugum milljóna á þessu bjánasporti sínu og ætla að hætta við allt saman. Stafar þetta af sköttunum, sem lagðir eru á atvinnuveginn. Kunnugir segja það nú raunar stafa eins mikið af því, að Rank hafi gert þá reginskyssu að ieyna svolítið að vanda til myndanna. Undir áhrifum / trú, von og — Ólafur Tryggvason Thors, vér lútum þér öll og til þín sendum úr fjarlægð ástkoss heitan. Nú sjáum vér íslands grundir og gömlu fjöll í geisladýrð, einkum ef brygðist ei hitaveitan. Að hífa upp stjórn er horngrýtis stríð og mas, en liart er líka að bíða, vona og þreyja, vér hlustuðum jafnvel er Hjörvar þingfréttir las og Hjörvari er annað betur gefið en þegja. Svo kom sú stund, er vér heyrðum þinn hetjuróm hljóma — ekki af plötu — nú lék liann á þræði, vér sáum í anda vort hofuð og herradóm og Hermann og Fúsa -— „vér brosum“ í ró og næði. Og hugljúfar vonir lilýjuðu þá vorn barm, vér heyrðum það strax, þótt segðirðu kannske ei mikið. Þú mundir einn morgun liefja upp þinn hægra arm, er hanarnir gala, og ljúka við pennastrikið. En eins og vér þekkjum er varaldargengi vait og vantraust er alls ekki ný eða liðin saga, og því var það svona, að þrátt fyrir allt og allt var uggur í manni um stjórn vorra síðustu daga. Vér litum með hálfum huga til Stefáns Jóh. og hugðum svona í laumi hvers þýddi að biðja, um andlegt hlutleysi höfðum vér vonir — og þó —— mikið horngrýti vær’ ’ann nú svalur, ef þyrð’ ’ann að styðja. Af Hermanni að sjálfsögðu einskis að vænta var og viðsjáll Brynki hinn gerski og kommahjörðin. Er Stefán svo kápuna á öxlunum héðan bar, þá brá oss, sem titraði af kjarnorkuskjálfta jörðin. Á forsíðu Moggans þitt svipmót sáum vér glæst og sjálfstæðisbros þinna vösku og gunnreifu dáta, en enginn veit nær hrellingar hefjast næst. Já, hér ætti kannske staðar numið að láta. Að slátrarar danskir hvetji nú manna mest menn til að lifa ekki á tómu spaði. Ríkisstjórn Hedtofts Hansens fær gálgafrest um hæpna sex mánuði, stóð í því sama blaði. Og því er það nú að veldur það vöku mér, að vita hvað slíkum mönnum hugkvæmst getur. Því við eigum auðvitað einnig slátrara hér og alltaf fer kjötið hækkandi, er líður á vetur. Grímur.

x

Spegillinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.