Spegillinn - 01.01.1950, Blaðsíða 17

Spegillinn - 01.01.1950, Blaðsíða 17
SPEGILLINN 13 Úr Krukkspá 1950 — mun Ólafur Þórsari setja pennastrikið. Verður það gengnum árum. Reykvíkingar þurfa ekki lengur að borða stærsta strik, sem gert hefur verið í reikning nokkurrar þrátt smjör norðan úr landi þá sjaldan það fæst. Verkfræð- þjóðar. Jafnvel Hermann riðar við, og Rannveig lætur ekki oftar sjá sig á þingi. Byrði alþýðu manna verður svipt af herðum þeirra og munu auðmenn standa í biðröðum eftir því að mega taka þær á sig. Milljónirnar í Ameríku finnast af eigendunum sjálfum og reynast þrefalt hærri en Hermann áætlaði. Eignir koma fram, sem gleymzt höfðu í ógáti við eignakönnun. Jafnvel Silli og Valdi gerast eigendur húsa. Skuldum verður aflétt af herðum manna með niðurfærslu dýrtíðar. Milljónungar gerast bjargálnamenn sjálfviljugir, en nokkrir stóreignamenn verða þó enn um skeið að sætta sig við örlög sín, þar eð enginn þurfti á eignum þeirra að halda. íbúðir finnast, sem engir vissu að til væru. Fyrst og fremst verða þær boðnar barnmörgu fólki úr bröggunum með fyrirstríðsleigu af eigendunum sjálfum. Eigendurnir taka ekki við leigugjaldi fyrirfram. Húsaleigunefndarmenn bjóða hver öðrum gleðilegt nýár og hverfa inn í atvinnulífið. Svo er og um aðrar nefndir nema þær, sem ekki þiggja laun fyrir vinnu sína. Skriffinnska hættir af sjálfsdáðum. Ungir menn vilja óðfluga þvo blekið af fingrunum og sækja gull í greipar ægis, en ungu stúlkurnar hjálpa mömmu sinni heima eða létta undir húsmóðurstörf nágrannakonunnar. Ungt fólk, sem giftist, sækir um jörð upp í sveit. Menn með óákveðnar tekjur af ónafngreindri atvinnu, en hafa oftast skrifað sig „kaupsýslumenn“ á manntalsskrá, halda fund með sér um það, hvaða starf henti bezt til þjóðarheillar. Sigfús Elíasson hættir að yrkja. Nylonsokkar, kjólaefni og rúsínur koma fram í búðum, sem óvart hafði verið lagt til hliðar á undan- Síðasta orðið Nýcyþööur til þjóðar, lands og menningar. Æska lands vors, hátt skal liyggja. — Heimdallur. Hagsæld vora og heiður tryggja. — Hæringur. íslenzk þjóð skal þrótt sinn finna, — Þórsgata 1 ættarjörðu alltaf vinna. — Ekki neitt. Landið Hallgríms, landið Snorra. — Lucky State. Landið dýrstu vona vorra. — Womansgate. Landið sögu, söngs og ljóða. — Sí ba ba. Landið móðurmálsins góða. — Mí sa ba. Land vort, sjá þín sæmd upp rennur. — Sízt til efs. Af andans gulli glóðin brennur. — Gjaldskrá Stefs. Snilld vor skal sem röðull rísa, — Rósinkranz andans kyndlar öllum lýsa. — Álfadans. ingar fara að brjóta heilann um, hvernig gera skuli akfærar götur í Reykjavík, enda úr nógu fé að spila. Ung og upprenn- andi skáld fara að hugsa um, hvað þeir séu að yrkja. Kvæðið: Og þú, sem veldur bæði önd og æði og eigrar milli svefns og vöku, upp með þig, það er glas, verður fest upp á vegg innrammað í anddyri Þjóðminja- safnsins. Morgunblaðið fer að þýða erlendar greinar úr Prövdu. Leiðarahöfundar blaðanna fara að keppast um að það sé miklu meiri sannleik að finna í hinum blöðunum en þeirra eigin. Þjóðviljinn fer að kunna að meta Víkverja og G. J. Á. Ölfrumvarpið verður samþykkt á Alþingi, einkum fyrir ötula framgöngu templara. Sálmaskáldið slær á öxlina á Víkverja og býður honum með sér á Hótel Borg upp á glas af sterku öli, sem Víkverji hefur ekki lyst á. Fjölskyldufyrir- tækið Hjörvar & Sön verður gert almenningseign. tJtgefend- ur tímarita hugsa fyrst og fremst um menningargildi fram- leiðslu sinnar. Laufásinn verður eftir það skoðaður sem hent- ugt lestrarefni í skólum. Gunnar Thoroddsen tekur aftur framboð sitt sem efsti maður á lista sjálfstæðismanna við bæjarstjórnarkosningarnar í Reykjavík. Vill helzt að allur listinn dragi sig í hlé, ef vera mætti að Framsókn græddi eitt- hvað á því. Strandar á því, að framsóknarmenn þiggja ekki boðið. Blöðin mæla fastlega með framboðslistum allra nema síns eigin flokks. Sama sagan úti á landi, nema hvað Sigga í Vigur þykir hálfóviðeigandi að drepa svo hendi við sæmd sinni. Gunnar Thoroddsen lýsir yfir því rétt fyrir kosning- Ættland, þú átt ýtra syni, — Óli Thór smælingjanna vörn og vini, — Villi Þór menn, er stóðu í stríði og dugðu — Stefán Jóh. og fyrir ættjörð brandi brugðu — Brynki & Co. Nú skal sýna karlmannskrafta, — Kvennafar. Slíta af sér helsi liafta. — Heildsalar. Framtak vort og frelsi ríki. — Faktúrur. Þótt liið hulda oft menn ýki. — Innstæður. Djúpsett skulu ráð vor reynast. — Ríkisstjórn. Heimta mun ég manna seinast. — Mína fórn. Ein er þjóðin, eitt er landið. — En það grín. Tengjum fastar bræðrabandið. — Brennivín. Áfram bræður fet af feti. — Feigðarnöf. Önnur kynslóð afrek meti. — Ættargröf. íslenzk þjóð skal endurfæðast. — U. S. A. Enn munu fornir eldar glæðast. — Allt ó kei. Grímur.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.